Ónei, enn eitt neyðarástandið

Nú hefur enn einn stjórnmálaflokkurinn lofað því að lýsa yfir enn einu neyðarástandinu. Maður gæti haldið að heimurinn sé að farast. Sem betur fer er svo ekki. 

Tökum sem dæmi skógarelda í Bandaríkjunum. Ekki hefur vantað fréttaflutning af slíkum vágestum. Í sögulegu samhengi eru skógareldar samt í lágmarki.

neyd_skogareldarUS

Hvað með hitabylgjur? Nóg af þeim ekki satt! Kannski, en fáar í sögulegu samhengi.

neyd_hitabylgur

En hvað með öll stríðin, hungursneyðirnar, þurrkana og ofsaveðrin? Mannkynið hlýtur að vera að upplifa minnkandi lífslíkur.

Nei, öðru nær. Meðalaldur mannkyns að meðaltali hefur aukist um 30 ár seinustu sjö áratugi.

neyd_lifslikur

En loftslagsbreytingarnar, maður! Þær hljóta að vera taka sinn toll! Já, vissulega, en minni og minni.

neyd_climatecrisis

Allar myndir héðan.

Hvað getum við lært af þessu? Jú, ekki treysta fjölmiðlafólki til að færa okkur rétta heimsmynd. Lesum meira og víðar. Tökum áróðrinum með fyrirvara. Efumst. Hugsum. Ekki láta vagn meginstefsins toga okkur áfram og draga úr okkur lífsþróttinn.

Þér mun líða betur fyrir vikið.


mbl.is Ætla að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tökum áróðrinum með fyrirvara.  http://www.lomborg-errors.dk/

Vagn (IP-tala skráð) 31.8.2021 kl. 20:06

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Takk fyrir að benda á þessa síðu. Ég smellti mig áfram af handahófi og endaði á síðu um ísbirni:

http://www.lomborg-errors.dk/coolitAchap1.htm

Rekst á þessa setningu sem á að vera leiðrétting á Lomborg: "The number of populations known to be stable at that time was 8, which is less than half."

Finn eins öfgakennda og vinstrisinnaða umhverfisverndarhreyfingu og hægt er að hugsa sér (að því er ég veit), WWF, sem segir:

"Although most of the world's 19 populations have returned to healthy numbers, there are differences between them. Some are stable, some seem to be increasing, and some are decreasing due to various pressures."
https://arcticwwf.org/species/polar-bear/population/

Heimsendaspádómar fyrir framtíðina auðvitað á sínum stað.

Mér sýnist þurfa að leiðrétta leiðréttingar við Lomborg.

Geir Ágústsson, 31.8.2021 kl. 20:28

3 Smámynd: Kristín Inga Þormar

Sæll Geir,

Hvað á það að þýða að vera að skemma svona fullkomlega flottan hræðsluáróður fyrir fólki?

Megum við ekki fá að vera í friði með allan okkar ótta við allt og allskonar? Þú hlýtur að gera þér grein fyrir því að loftslagsbreytingarnar eru hreinlega að drepa okkur öll!

Mér dettur ekki til hugar að fara út úr húsi núna nema með grímu sem ver mig gegn mengun og þessari skelfilegu drápsveiru.

Mikið er ég þakklát glóbalistunum og öllum þeim sem hafa vit fyrir okkur, hvort sem það er í þessum skelfilega heimsfaraldri, loftslagsvánni og ætla að endurræsa heiminn upp á nýtt fyrir okkur. tongue-out

Kristín Inga Þormar, 31.8.2021 kl. 22:19

4 identicon

Lestu aftur, og nú með orðabók þér við hlið og jafnvel fullorðna manneskju. Taktu sérstaklega eftir orðunum "at that time" og athugaðu að "Some are" er ekki ákveðin tala. Einnig mættirðu hafa það hugfast að bók Lomborgs kom út 2007 en þú vitnar í nýjustu upplýsingar á síðu WWF. Margt getur breyst á skemmri tíma en 14 árum, hvað þá 60 árum því Lombard kaus að nota áætlaðar tölur frá 1961 þó nýrri og nákvæmari væru til.

En þú hefur greinilega lært eitthvað af Lomborg. Aðallega að fara með rangt mál, nota úrelt gögn og hundsa réttar upplýsingar til að villa um og afvegleiða umræðu. Hver tilgangurinn með stöðugu bullinu er vefst enn fyrir mér. Að taka sæti Ingjaldsfíflsins í sögunni?

Vagn (IP-tala skráð) 31.8.2021 kl. 23:46

5 Smámynd: Geir Ágústsson

"If the public are to take seriously repeated claims of harm to polar bear health and survival due to climate change, data collected since 2004 on cub survival and weights of female polar bears in Western Hudson Bay must be made available: it has now been more than 25 years since data has been published on cub survival and weights of female polar bears in Western Hudson Bay but polar bear specialists continue to cite decades-old data to support their statements that lack of sea ice is causing declines in body condition and population size."

https://www.thegwpf.org/polar-bear-scientists-may-be-hiding-good-news/

Kannski Lomborg hafi verið með uppfærð gögn en "leiðréttingin" stuðst við gömul gögn.

Geir Ágústsson, 1.9.2021 kl. 07:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband