Stemming!

Mikil stemming er nú að skapast í öllum fjölmiðlum. Þar sem ég sit núna í heimkomusóttkví í Reykjavík (stofufangelsi) bíð ég nú spenntur eftir því að yfirvöld loki öllum kaffihúsum og veitingastöðum áður en ég losna og banni fjölskyldu minni að halda ættarmót eftir 2 vikur. 

Nema það eigi að innleiða notkun hraðprófa þar sem fólk getur á auðveldan hátt skimað sig og veitt áhyggjufullum neytendum fréttatíma sálarró.

Nema það eigi að taka tillit til þess að þeir sem eru að greinast með smit finna lítið sem ekkert fyrir því og munu ekki nýta sér spítalana, sem eru nú í óða önn að senda alla starfsmenn heim til sín í sóttkví og skapa þannig neyðarástand. 

Nema læknar þori að tjá sig opinskátt um að þeir séu búnir að læra á margar tegundir meðferða gegn veiru og að það þurfi ekki að óttast flóðbylgju á gjörgæsluna, sérstaklega þegar öll þessi bóluefni eigi að leiða til vægari sýkinga en ella.

En nei, ætli það. Ætli það verði ekki bara nákvæmlega sama uppskriftin og á vormánuðum 2020 þegar enginn vissi neitt um áhættuhópa, meðferðir og vensl aldurs og undirliggjandi sjúkdóma við alvarleg veikindi vegna veiru.

Sama, gamla uppskriftin. Lok, lok og læs og Þjóðhátíð og aðrar fjölskylduhátíðir sendar í ruslatunnuna. Aftur.


mbl.is Bakvarðasveitin endurvakin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Harðar takmarkanir strax á bólusetta sem hættan stafar frá.

Svo má hafa allt opið fyrir hina sem hættan stafar ekki frá.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.7.2021 kl. 17:43

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Guðmundur,

Styð það. Kári Stefánsson er búinn að stinga upp á fangabúðum fyrir óbólusetta en þeirri hugmynd ætti a snúa við í hvelli. 

Geir Ágústsson, 23.7.2021 kl. 18:10

3 identicon

Hva, hva. Þó þú getir ekki setið á pöbb röflandi fram undir morgun og eitthvað dragi úr augljósri innræktuninni. Gott mál, og það má miklu til fórna að sjá þig þjást edrú með fólki sem varla þekkir þá hlið á þér, þínum nánustu.

Vagn (IP-tala skráð) 23.7.2021 kl. 19:21

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Ég verð svo ánægður eftir svona athugasemdir frá þér að ég þekki þig ekkert og þú greinilega veist ekkert um mig.

Geir Ágústsson, 23.7.2021 kl. 19:54

5 identicon

Þér hefur ekki tekist að sannfæra mig um að umhyggja þín fyrir fólki í áhættuhópum, félagslífi unglinga, vinasamböndum og krabbameinssjúklingum sé ástæða þess að þú veinar eins og stunginn grís í hvert sinn sem opnunartími kráa er takmarkaður. Og lengi hefur mig grunað, og þú ekki gert annað en styrkja þann grun, að foreldrar þínir hafi verið skyldari en lög leyfa. Jú, sennilega þekki ég þig bara nokkuð vel þó skónúmer þín og fjöldi táa séu mér hulin ráðgáta.

Vagn (IP-tala skráð) 23.7.2021 kl. 21:11

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Tröll.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.7.2021 kl. 21:36

7 Smámynd: Geir Ágústsson

GuÐmundur,

Einhvers staðar þurfa þau að vera. Hellir minn er rúmgóður.

Geir Ágústsson, 23.7.2021 kl. 21:41

8 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Kári Stefánsson stingur upp á fangabúðum. Ég veit nákvæmlega hverja á að setja þangað, hann verður sjálfur fyrstur inn!

Þorsteinn Siglaugsson, 23.7.2021 kl. 22:00

9 identicon

Vagn, ég myndi nú telja að það sé töluvert meiri ást frá honum Geir heldur en þeim sem styðja aðgerðir sem eru vondar fyrir þá sem vilja athuga hvort að krabbamein sé að krauma í líkamanum, þökk sé aðgerðum ríkisstjórnarinnar þá munum við eflaust sjá töluverða aukningu í dauðsföllum vegna krabbameins á næstu árum.

Merkilegt hvað fólki finnst allt í lagi að fórna ungum lífum í svona lokanir þegar það væri miklu betra og auðveldara að vernda þá sem eru í áhættuhóp.

Halldór (IP-tala skráð) 23.7.2021 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband