Laugardagur, 26. júní 2021
Allt búið?
Búið er að aflétta öllum takmörkunum innanlands á Íslandi og það er auðvitað frábært, og þótt fyrr hefði verið. Yfir 80% landsmanna búnir að fá sprautuna og öllu talið óhætt, ef undan eru skilin hin stórhættulegu landamæri.
En eins og einn vinur minn sagði einu sinni: Til að forðast vonbrigði er best að hafa litlar væntingar.
Nú eru væntingar miklar. Í Vestmannaeyjum keppast menn við að undirbúa þjóðhátíð. Fólk skipuleggur brúðkaup og veislur, fer á djammið og hættir að fleygja sér út í skurð ef manneskja kemur gangandi úr andstæðri átt. Grímurnar fara í ruslið.
En svo kemur það. Dag einn. Fyrirsögn sem fleygir öllu í lás:
SMIT GREINDIST!
HÓPSMIT Á KÓPASKERI!
SMIT Á VINNUSTAÐ!
RAKNING Á SMITI ÓGERLEG!
FERÐAMAÐUR MEÐ SMIT!
SMITAÐIST ÞRÁTT FYRIR BÓLUSETNINGU!
Þjóðhátíð aflýst. Brúðkaup færast í fjarfundarbúnað.
Því þetta er ekki barátta við loftborna veiru sem verður ekki útrýmt frekar en öðrum flensu- og kórónaveirum. Þetta er hræðsla. Og hún er enn til staðar.
Hin kurteisa þjóð, Íslendingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Geir,
Ég held að þetta sé ekki búið. Það er spurning hvenær þeir byrja svo aftur með svona aðra lofgjörð- og tilbeiðslu fyrir frekari og meiri svona eiturbyrlunum eða bólusetningum (án upplýsinga um alvarlegar aukaverkanir eftir bólusetningar og svo framvegis)???
KV.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 26.6.2021 kl. 15:58