Allt búið?

Búið er að aflétta öllum takmörkunum innanlands á Íslandi og það er auðvitað frábært, og þótt fyrr hefði verið. Yfir 80% landsmanna búnir að fá sprautuna og öllu talið óhætt, ef undan eru skilin hin stórhættulegu landamæri.

En eins og einn vinur minn sagði einu sinni: Til að forðast vonbrigði er best að hafa litlar væntingar.

Nú eru væntingar miklar. Í Vestmannaeyjum keppast menn við að undirbúa þjóðhátíð. Fólk skipuleggur brúðkaup og veislur, fer á djammið og hættir að fleygja sér út í skurð ef manneskja kemur gangandi úr andstæðri átt. Grímurnar fara í ruslið. 

En svo kemur það. Dag einn. Fyrirsögn sem fleygir öllu í lás:

SMIT GREINDIST!

HÓPSMIT Á KÓPASKERI!

SMIT Á VINNUSTAÐ!

RAKNING Á SMITI ÓGERLEG!

FERÐAMAÐUR MEÐ SMIT!

SMITAÐIST ÞRÁTT FYRIR BÓLUSETNINGU!

Þjóðhátíð aflýst. Brúðkaup færast í fjarfundarbúnað. 

Því þetta er ekki barátta við loftborna veiru sem verður ekki útrýmt frekar en öðrum flensu- og kórónaveirum. Þetta er hræðsla. Og hún er enn til staðar.


mbl.is Hin kurteisa þjóð, Íslendingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Geir, 

Ég held að þetta sé ekki búið. Það er spurning hvenær þeir byrja svo aftur með svona aðra lofgjörð- og tilbeiðslu fyrir frekari og meiri svona eiturbyrlunum eða bólusetningum (án upplýsinga um alvarlegar aukaverkanir eftir bólusetningar og svo framvegis)??? 
KV.

May be an image of text that says 'DELTA VARIANT DEATHS 117 total deaths 44 unvaccinated 23 single dose 50 fully vaccinated SOURCE: PUBLIC HEAL ΤΗ'

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 26.6.2021 kl. 15:58

2 identicon