Er matarsóun góð fyrir umhverfið?

Þann 3. júlí ganga í gildi nýjar reglur sem taka fyrir að sölu­staðir gefi við­skipta­vinum sínum ó­keypis ein­nota plast­í­lát undir mat sem er tekinn heim (e. take-away) og verði að rukka fyrir það gjald. 

Þetta á víst að vera gott fyrir umhverfið.

Slæmt fyrir neytendur, en gott fyrir umhverfið.

Ekki vissi ég að förgun á rusli væri svona mikið vandamál. Eru allar þessar einnota umbúðir að enda úti í sjó eða á hálendinu? Lendir það ekki í ruslatunnum sem eru tæmdar af fagmönnum sem kunna að meðhöndla það án þess að ráðast á umhverfið?

Greinilega ekki ef sérstakur skattur er innleiddur til að fæla fólk frá einnota umbúðum öðrum en pappír.

En af hverju nota menn umbúðir úr plasti eða með plasthúð? Jú, til að verja matvæli. Hefur þú geymt brauð yfir nótt í bréfpoka? Slíkt brauð lendir í ruslinu daginn eftir. Hvað með brauð í plastpoka? Það endist lengur og er líklegra til að enda í maga en á botni ruslafötu.

Barátta gegn umbúðum sem verja matvæli er barátta fyrir aukinni matarsóun. Er það gott fyrir umhverfið? Auðvitað ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sem betur fer höfum við kerfi þar sem eru kosningar á fjögurra ára fresti og við getum skipt út svona skaðvöldum eins og umhverfisráðherranum.

 

El lado positivo (IP-tala skráð) 25.6.2021 kl. 20:48

2 Smámynd: Geir Ágústsson

El lado, eða hvað þú nú heitir,

Ertu nú alveg viss um að það skipti einhverju máli? Er undiraldan ekki svo gott sem ótengd einstaka stjórnmálamanni? 

Annars vona ég nú bara að seljendur matvöru finni leiðir framhjá þessu, rukki 1 aur fyrir nothæfar umbúðir eða álíka. Umbúðirnar eru innbyggður hluti söluvarningsins í mörgum tilvikum og þessi óþarfi að þurfa lista sérstaklega upp umbúðarkostnaðinn bara asnalegur. Eða hvað er næst? Að kvittunin fyrir hamborgaranum verði svona?

- Brauðbolla: 200 kr
- Sletta af tómatsósu: 50 kr
- Ostsneið: 100 kr
- Hamborgarakjöt: 500 kr
- Krydd á hamborgara: 20 kr
- Starfsmannakostnaður: 300 kr
- Húsaleiga sölustaðar: 100 kr
- Umbúðir: 50 kr
Samtals, 1 hamborgari: 1320 kr

Afsakið, gleymdi skattlagningu á laun og hráefni, eftirlitskostnaði, launatengdum gjöldum og ýmislegt fleira.
Samtals, 1 hamborgari: 7500 kr

Geir Ágústsson, 26.6.2021 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband