Jafnrétti leiðir til kynjamismunar

Fjöldi rann­sókna sýn­ir að því jafn­rétt­issinnaðra land, því meiri mun­ur er á milli karla og kvenna í skap­gerð og áhuga, eða svo segir í góðri grein um muninn á körlum og konum. Þetta er rétt og ekki ný sannindi. Til að mynda hefur sálfræðingurinn Jordan Peterson oft bent á þetta. En má segja svona lagað í dag? 

Verða einhver viðbrögð við þessum skrifum eða verða þau hunsuð?  

Mikið er kvartað yfir því hvað fáar konur eru í forstjórastólum fyrirtækja. Er hægt að útskýra það með rannsóknum í sálfræði og jafnvel líffræði? Kannski eru 60-70 tíma vinnuvikur aðlaðandi fyrir suma en ekki alla. Er það vandamál?

Ekkert er rætt um lítinn áhuga karlmanna á umönnunarstörfum en á tímum hjónaskilnaða þar sem börnum er jafnvel haldið frá feðrum sínum þýðir lítill áhuga karlmanna á umönnunarstörfum að margir krakkar eru varla með neina karlkynsfyrirmynd í lífi sínu. Er það ekki vandamál?

Á byggingalóðum er varla að finna einn einasta kvenmann þótt þar séu mörg vel launuð störf og mikið um mannleg samskipti. Er það vandamál?

Í menntaskóla sagði einn stærðfræðikennarinn við bekkinn minn að til að treysta sér í verkfræðinám fyndist stelpum þær oft þurfa að hafa himinháar einkunnir í raungreinum á meðan strákarnir létu frekar bara vaða, óháð fyrri einkunnum. Þessi stærðfræðikennari var kona, vel á minnst. En er þetta vandamál?

Umræðan virðist oftar en ekki snúast um að reyna útrýma kynjamun á hinu og þessu. Til að gera það er bara ein leið: Taka valið af fólki. Þegar fólk fær að velja þá ýkir það kynjamun með frjálsu vali sínu, ekki öfugt. Er það vandamál?


mbl.is Eru karlar og konur ólík?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

 Það er svolítið skrýtið að kynjafræðingarnir kenna sig við þekkingu og vísindi, enda aldir upp í háskólum og finna þar vernd og skjól. Samt eru þeirra viðhorf líkust kreddufestunni í miðaldakirkjunni sem vildi með ofbeldi frelsa fólk frá synd og djöfli. Hvort þetta er gallað eðli mannsins er erfitt að segja. 

Að ríghalda í að enginn munur sé á körlum og konum leiðir svo til þess að hinn raunverulegi munur er hunzaður. Öllum er þröngvað inní sömu hólfin. 

Já, mikil var undrunin þegar sumir uppgötvuðu að jörðin er ekki flöt eftir allt saman og að hún gengur í kringum sólina en sólin ekki í kringum hana. Mikil er undrun þeirra sem sjá vísbendingar um að kynjafræðin sé byggð á sandi. Ekki er þó hægt að búast við breytingum á hernaðaraðgerðum þeirra, heldur harðari aðgerðum til að sannfæra um það sem veruleikinn hafnar, að kynin séu eins. 

Á sama tíma og fjölmenningarelítan heldur því fram að fasisminn snúist um einsleitni stuðlar hún að einsleitni. Þeirra framtíð er: Einn foringi, eitt ríki, eitt útlit. Það útlit er brúnt, sá foringi er Mammon/ríkasta eina prósentið, og ríkið er kommúnískt ríki þar sem allir hlýða sömu lögum og hafa ekkert andlegt frelsi. 

Ég hef þó trú á háskólafólki og öllu fólki. Nútíminn er í ákveðinni krísu, en alveg eins og þegar enginn þorði að tala í Sovétríkjunum breytti það ekki þeirri staðreynd að Sovétríkin voru steintröll sem varð sjálfdautt. 

Það eru flestir sem vita þetta, að keisarinn er nakinn, að þessi nýju marxísku kynjafræðitrúarbrögð og fjölmenningartrúarbrögð eru alveg eins og trúarbrögð fyrri alda, kúgunartæki.

Á einhverjum tímapunkti verða það fleiri en fáeinir sérvitringar sem telja þetta ástæðu til að bylta og breyta. 

Þetta er eins og að segja að allt landslag sé fallegra ef það er flatt og jafnrétt við jörðu. Það er ákveðinn smekkur, en borgar sig að reyna að breyta því? Hefur það eitthvað gott uppá sig?

Ingólfur Sigurðsson, 24.6.2021 kl. 23:56

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ingólfur,

Margt til í þessu sem þú skrifar.

Mér hefur alltaf fundist svo gott að tilheyra fjölbreyttu samfélagi þar sem fólk þróar með sér ólík áhugamál og finnur ástríðu sína á eigin forsendum, bæði í einkalífi og vinnu.

Geir Ágústsson, 25.6.2021 kl. 07:58

3 identicon

Stórmerkilegt o ökllu þessu talai um allt kynjajafnretti  ,kyjamismun ,konur og menn  að það er aldrei minnst æá af hverju við erum svona   EINFALDLEGA AF ÞVI MANNKYNIÐ .ÞARF Á ÞESSUM EIGINLEIKUM AÐ HALDA OG AP BLANDA ÞEIM SAMAN   CiÐ VÆRUM EKKI SKÖPUÐ SVONA EÐA GERÐ SVONA EF SVO VÆRI EKKI    Og það er sorglegra en tárum taki  að se alltaf verið að hamast við að reyna breyta þvi aflaga og skrumslæla á allavegu   Enda sest hvað þjóðir þroast hart i útkumjum ,,,hörmulega sorglegt  

rhansen (IP-tala skráð) 25.6.2021 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband