Stytting vinnuvikunnar hjá hinu opinbera

Svo virðist sem æðisgengilegustu svartsýnisspár séu að rætast: Stytting vinnuvikunnar hjá hinu opinbera leiðir til lengingu biðlista!

stytting

Alveg hreint ótrúlegt, ekki satt?

Ég hef lesið ýmislegt um styttingu vinnuvikunnar, t.d. hjá verksmiðjum, hugbúnaðarhúsum og víðar. Reynslan er almennt góð. Fólk einbeitir sér betur þegar það þarf ekki að einbeita sér eins lengi. Skilvirkni eykst. Tímasóun minnkar.

En gæti nú ekki verið að á sumum vinnustöðum leiði stytting vinnuvikunnar einfaldlega til lengri biðraða? Víða þar sem nú þegar eru flöskuhálsar, svo sem í afgreiðslu Sýslumannsins í Reykjavík eða skurðstofum heilbrigðisstofnana, verða einfaldlega til enn stærri flöskuhálsar þegar starfsfólkið vinnur styttri vinnudaga.

Allt þetta tal um styttingu vinnuvikunnar virðist svo vera drifið af hagsmunasamtökum opinberra starfsmanna sem í sjálfu sér er grunsamlegt. Sömu laun fyrir minni vinnu? Já, vissulega, en því bætt við að skilvirkni aukist og vinnugleði! En hvað með skjólstæðingana? Skítt með þá, þeir hafa ekkert val. Og kannski það sé kjarni málsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband