Föstudagur, 28. maí 2021
Rými fyrir 23% skattalækkun
Nú geta einstaklingar séð í hvað skatturinn, sem er lagður á tekjur þeirra, fer. Þessar upplýsingar eru settar fram á myndrænan hátt á nýjum og breyttum álagningarseðlum einstaklinga sem eru aðgengilegir á vef skattsins. Eftirfarandi sýnidæmi er svo gefið:
Samkvæmt sýnidæminu fer skatturinn í eftirfarandi:
- Allkyns málaflokkar sem er sennilega ágæt samstaða um að hið opinbera komi að með einum eða öðrum hætti þótt menn deili um útfærslur, upphæðir og fyrirkomulag: 77,1%
- Önnur málefnasvið: 22,9%
Það væri því kannski hægt að draga þá ályktun að skatta megi lækka um 22,9% enda finnst mér lítið sem ekkert vanta upp á upptalninguna á því sem hirðir 77,1% skattsins. Eða hvað er undir öðrum málefnasviðum? Af hverju er næstum því fjórðungur skattheimtunnar ekki sundurliðaður betur en þetta?
Nokkur handahófskennd atriði úr fjárlögum ársins 2021 geta kannski varpað ljósi á það:
Kannski það sé bara hið besta mál upp á geðheilsuna að hrúga allmörgum málaflokkum saman undir ósundurliðaðan málefnaflokk sem hefur að geyma ýmis gæluverkefni sem enginn vill sjá á álagningarseðli sínum.
Getur nú séð í hvað skatturinn fer | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:21 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er liðurinn "ríkið ætti að koma að þessu." Fólk er mjög hrifið af eim lið, af því að það er vitlaust.
Ásgrímur Hartmannsson, 29.5.2021 kl. 09:21
Það er ansi sérstakt að sundurliða ekki tæpan fjórðung úr því menn voru farnir af stað. Þetta svarar til þess að þú fáir kassakvittun með eftirfarandi liðum:
Maður yrði fljótur að véfengja slíka kvittun.
Geir Ágústsson, 29.5.2021 kl. 14:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.