Sunnudagur, 23. maí 2021
Já við Play
Alþýðusamband Íslands heldur áfram að hvetja fólk til að sniðganga flugfélagið Play og fordæma vinnubrögð þeirra. Það dugir víst ekki sambandinu að fólk sé sjálfviljugt að sækja um störf hjá Play, almenningur æstur í samkeppni og mikið í húfi fyrir íslenska ferðaþjónustu að framboð af flugi sé nægjanlegt þegar fólk fer aftur að geta ferðast.
Alþýðusamband Íslands er hér sennilega að stunda það sem mætti kalla neikvæða auglýsingu á sjálfu sér. Það er að rýra eigin mannorð. ASÍ er upptekið af allskyns hlutum sem koma kjaramálum hins vinnandi manns lítið við, svo sem að lengja biðraðirnar hjá hinu opinbera til hagsbóta fyrir opinbera starfsmenn og velta vöngum yfir kostnaði við dekkjaskipti.
Raunverulegar kjarabætur eins og lækkun skatta og tryggingagjalds, minna og liðlegra regluverk og skilvirkara og ódýrara opinbert eftirlit komast aldrei til tals hjá sambandinu.
Nei við Play! | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það virðist heldur engu skifta að þegar betru er að gáð reynast laun Play haærri en Icelandair.
Hérna: ~13:00 og áfram: https://www.visir.is/k/67cff524-05b4-4cb2-a200-0b2abf5f122e-1621598813705
Ásgrímur Hartmannsson, 23.5.2021 kl. 11:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.