Vonandi

Ég held að ef einhverjir standi í lappirnar og spyrni við sóttvarnaryfirvöldum, svokölluðum, þá séu það þeir hópar sem bera hvað mesta ástríðu fyrir samkomum sínum.

Þetta var ekki tilfellið í tilviki Eyjamanna þegar Þjóðhátíð 2020 var blásin af. Og raunar ekki tilfellið hjá neinum í fyrra enda var þá sú goðsögn enn bráðlifandi að um glænýja veiru væri að ræða sem enginn vissi neitt um þrátt fyrir endalausar rannsóknir og flóðbylgju af gögnum.

Teikn eru á lofti um að Þjóðhátíð 2021 verði blásin af í nafni sóttvarna og hætt við að Eyjamenn beygi sig aftur í duftið. En þá er Gleðigangan vonandi ekki eins veik í hnjánum. Að henni stendur fólk sem brennur á líkama og sál fyrir viðburðinum. Kannski Gleðigangan verði múrbrjóturinn sem bjargar Íslendingum frá þríeyki. Og Eyjamenn og gestir þeirra gætu notið þess.

Sjáum hvað setur.


mbl.is Stefnt að því að halda Gleðigönguna í ágúst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband