Þægileg innivinna auglýst

Dómsmálaráðuneytið auglýsir nú eftir upplýsingafulltrúa. Sennilega er sá sem nú gegnir starfinu á förum eitthvert annað. 

Þetta er þægileg innivinna og eflaust eftirsótt. Árið 2018 sóttu 25 einstaklingar um starfið og viðbúið í öllu heimatilbúna atvinnuleysinu að þeir verði mun fleiri að þessu sinni.

Annars tek ég eftir því að ekki hefur enn verið ráðið í starf sérstaks ritara skrifstofustjóra í ráðuneytinu og fjölmiðlafulltrúinn er horfinn, en í apríl störfuðu bæði upplýsinga- og fjölmiðlafulltrúi í ráðuneytinu. Eða yfirsést mér eitthvað?

Kannski núverandi upplýsingafulltrúa hafi verið tjáð að hann þurfi núna líka að sinna skyldum fjölmiðlafulltrúa og við það gat hann ekki unað. 

Nema þá að hann hafi ekki verið talinn hæfur til að auka svona við skyldur sínar.

Það er greinilega ýmislegt í gangi á bak við tjöldin. Ég fylgist spenntur með!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nema um sé að ræða veikindi, dauða eða aldur. Í raunheimum geta störf losnað hjá hinu opinbera án þess að það sé grunsamlegt.

Vagn (IP-tala skráð) 21.5.2021 kl. 10:13

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég segi nú bara eins og Viðskiptablaðið: Það er virðist aldrei vera til of mikið af upplýsingafulltrúum.

https://www.vb.is/skodun/radin-auglysingar/159745/

Geir Ágústsson, 21.5.2021 kl. 10:27

3 Smámynd: Grímur Kjartansson

Svo hefur líka verið ráðnir hrúga af lögfræðingum sem persónuverndarfulltrúar
þó starf perónuverndarfulltrúa Reykjavíkurborgar hafi aldrei verið auglýst

Grímur Kjartansson, 22.5.2021 kl. 09:36

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Grímur,

Er ekki auðveldara að fá fyrirgefningu en leyfi?

Geir Ágústsson, 22.5.2021 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband