Laugardagur, 22. maí 2021
Vonandi
Ég held að ef einhverjir standi í lappirnar og spyrni við sóttvarnaryfirvöldum, svokölluðum, þá séu það þeir hópar sem bera hvað mesta ástríðu fyrir samkomum sínum.
Þetta var ekki tilfellið í tilviki Eyjamanna þegar Þjóðhátíð 2020 var blásin af. Og raunar ekki tilfellið hjá neinum í fyrra enda var þá sú goðsögn enn bráðlifandi að um glænýja veiru væri að ræða sem enginn vissi neitt um þrátt fyrir endalausar rannsóknir og flóðbylgju af gögnum.
Teikn eru á lofti um að Þjóðhátíð 2021 verði blásin af í nafni sóttvarna og hætt við að Eyjamenn beygi sig aftur í duftið. En þá er Gleðigangan vonandi ekki eins veik í hnjánum. Að henni stendur fólk sem brennur á líkama og sál fyrir viðburðinum. Kannski Gleðigangan verði múrbrjóturinn sem bjargar Íslendingum frá þríeyki. Og Eyjamenn og gestir þeirra gætu notið þess.
Sjáum hvað setur.
![]() |
Stefnt að því að halda Gleðigönguna í ágúst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.