Hvað með milljónirnar sjötíu?

Sigurður Guðjón Gíslason, einn landeigenda að Hrauni, staðfestir í samtali við mbl.is að gjaldskylda verði á bílastæði við gönguleiðina að eldgosinu. 

„Það er komið að því að það þurfi að fara í tals­verða upp­bygg­ingu á svæðinu þannig það er óumflýj­an­legt fyr­ir land­eig­end­ur að fara út í þetta,“ seg­ir Sig­urður.

Gott mál. Aðstaða kostar fé og betri er göngustígur í gegnum náttúru en tröðkuð náttúra án stígs. Þetta vita allir sem hafa skoðað Skógafoss, Gullfoss, Kerið, Geysi og aðrar náttúruperlur.

En hvað þá með milljónirnar sjötíu sem einhver ráðherrann var búinn að lofa að skattgreiðendur reiddu fram? Má þá ekki hætta við þær og leyfa landeigendum að sjá um land sitt með gjaldtöku á þá sem vilja njóta þess sem landið hefur upp á að bjóða?

Ríkissjóður er galtómur, fólk á ekki að borga fyrir afþreyingu annarra og landeigendur eru fullfærir um að passa land sitt á eigin ábyrgð og eigin kostnað.


mbl.is Segir gjaldskylduna óumflýjanlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skógafoss

Björn S. Stefánsson (IP-tala skráð) 19.5.2021 kl. 11:29

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Leiðrétt, takk!

Geir Ágústsson, 19.5.2021 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband