Á meðan í útlöndum

Á meðan Íslandsmeistaramótið í hugmyndum um rándýra innviði fer fram (lestir, tvöfaldir strætisvagnar) eru menn víða um heim að hugsa í öðrum lausnum, t.d. því hvernig má koma fólki frá A til B án þess að leggja heilu landflæmin undir malbik og teina. 

Í Danmörku eru nú þegar komnir sjálfkeyrandi strætisvagnar sem binda t.d. saman miðbæ og háskólasvæði. Fleiri eru á döfinni [1|2]. Þetta eru litlir og hægfara strætisvagnar en sennilega fínar staðbundnar lausnir. Áform um stærri rútur eru víða farin af stað [1|2].  

Flugrúturnar hafa dugað Íslendingum vel enda þola þær öll veður, eru oft þægilegar og rúmgóðar og verðlagið engin blóðtaka. Samkeppni er um rekstur þeirra og það kemur fram í sveigjanlegum ferðatímum og fínni þjónustu. Fólki er jafnvel skutlað alveg upp að anddyrum hótelanna. 

Fín viðbót við rúturnar væri meiri fjölbreytni á leigubílamarkaðinum. Uber og Lyft og fleiri slíkir aðilar gætu t.d. komið í stað skutlaranna svokölluðu þótt skutlarana megi ekki vanmeti. Þeir bjóða upp á mikilvæga og eftirsótta þjónustu (sem er því miður ólögleg). 

Með auknum sveigjanleika, meiri samkeppni og notkun nýjustu tækni mætti nýta þá innviði sem nú þegar eru til staðar mun betur. Færri finndu sig knúna til að keyra eigin bíl á fjarlægt bílastæði gegn háu gjaldi og gætu í staðinn hoppað í annan ferðamáta og látið keyra sig. Ekki þyrfti að leggja meira malbik, og hvað þá teina með tilheyrandi viðhaldi, umstangi og kostnaði. 

En nú ætla ég ekki að eyðileggja andrúmsloftið á Íslandsmeistaramótinu í hugmyndum um rándýra innviði. Stórhuga fólk má ekki letja, er það nokkuð?


mbl.is Fluglestin á biðstöð en áformin enn uppi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Það þarf nú mikið ímyndunarafl til að hugsa sér að
lausnir í umferðamálum í Reykjavík
muni ráðast af framboði og eftirspurn
með núvernadi meirihluta

Grímur Kjartansson, 20.5.2021 kl. 18:02

2 identicon

Ef Danir eru hættir að trúa á almenningssamgöngur, hefur greinilega gleymst að láta þá sjálfa vita af því.

Það eru tæp tvö ár síðan Danir luku stórum framkvæmdum á jarðlestarkerfinu í Kaupmannahöfn og opnuðu þar tvær nýjar línur. Framkvæmd sem kölluð hefur verið sú dýrasta í landinu síðan Kristján V. lét byggja Kristjánshöfn. Og nú stendur yfir bygging fimm nýrra stöðva á M4-línunni sem eiga að opna 2024.

Alexander (IP-tala skráð) 27.5.2021 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband