Sunnudagur, 9. maí 2021
Kryddið í annars bragðsdaufum graut
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, býður sig fram í 2. sæti í prófkjöri flokksins í Reykjavík. Ég vona að Sjálfstæðismenn styðji við hann og stuðli að því að Brynjar verði endurkjörinn til þings. Hann er nefnilega krydd í annars bragðdaufum graut.
Alþingi þarf fleiri þingmenn eins og Brynjar: Menn með starfsreynslu og nokkur ár á bakinu og þora að tjá sig. Þessir ungu þingmenn eru auðvitað alveg ágætir en þeir eru allir að stefna á frama sem stjórnmálamenn og vilja ekki rugga bátnum of mikið. Þeir vefja skoðunum sínum í óljós fyrirheit og styðja við allskyns furðumál sem gagnast engum en kosta auðvitað skattgreiðendur sitt.
Á þessu eins og öllu eru auðvitað undantekningar en þær eru alltof fáar.
Ef ég væri að taka þátt í kosningum til framboðslista væri ég líklegur til búa til stigakerfi til að vega og meta frambjóðendur, og væri það eitthvað á þessa leið:
- 1 stig fyrir hvert nei-atkvæði á þingi (flest þingmál eru bull og ber að hafna)
- 1 stig fyrir hvert ár á almennum vinnumarkaði (reynsla af raunveruleikanum skiptir máli)
- 1 stig fyrir hverja blaðagrein í fjölmiðli (þingmenn eiga að setja skoðanir sínar á blað fyrir kjósendur)
Gangi þér vel, Brynjar!
Býður sig fram í 2. sæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:49 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.