Hver á land landeigenda?

Landeigendur Hrauns og Ísólfsskála hafa mótað í grófum dráttum stefnu um aðkomu þeirra að rekstri og uppbyggingu á gossvæðinu í Geldingadölum, sem er á þeirra landi. Það eru góðar fréttir. En hvernig á að fjármagna uppbygginguna? Með fé skattgreiðenda sem sumir og sumir ekki ætla sér á gosstað í framtíðinni eða á kostnað þeirra sem njóta bættrar aðstöðu?

Kerið í Grímsnesi er svæði sem hefur tekið stakkaskiptum til hins betra eftir að landeigendur þar fóru að taka mjög hóflegt gjald af gestum og leggja sitt af mörkum til að verja umhverfið fyrir ágangi.

Sjálfsagt væri fyrir eigendur gossvæðis að gera það sama. Nokkrir hundraðkallar, e.t.v. fyrir 16 ára eldri, ættu ekki að hræða neinn frá gossvæði og um leið tryggja aðgengi, aukið öryggi og bætta umgengni við óspillta náttúru á gönguleiðum. Ekki þarf að reisa neinar girðingar. Á Þingvöllum, við Seljalandsfoss og á fleiri stöðum greiða menn einfaldlega fyrir bílastæði og gjaldið notað til að halda svæðinu við.

Það er ekki eftir neinu að bíða.


mbl.is Uppbygging áformuð á gosslóðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég myndi vilja lesa um hagsögu Íslands frá austurrísku sjónarhorni.

Kapitalisti (IP-tala skráð) 8.5.2021 kl. 21:30

2 identicon

Hverjum liggur á? Ekki landeigendum. Þeir gera þetta á sínum hraða og leggja ekki í meiri kostnað en þeir eru tilbúnir til. Á sínum forsendum en ekki til að fjölga ferðamönnum og auka tekjur ríkisins. Vilji aðrir eitthvað annað þá eru frjáls framlög sennilega vel þegin. Akstur á fleiri rútum og leiga á fleiri bílaleigubílum og hótelherbergjum skilar landeigendum ekki neinu. Sala á fleiri flugvélasætum, steikum og hvalaskoðunarferðum snertir þá ekkert. Þeir þurfa ekkert að gera frekar en þeir vilja.

Fegurðin við einkareksturinn og einkaframtakið er að þú færð að labba þar sem þú hefðir annars keyrt.

Vagn (IP-tala skráð) 9.5.2021 kl. 00:27

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Andvarp.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/05/09/setja_70_milljonir_i_uppbyggingu/?fbclid=IwAR3-XYFmmb9It2YvpcoDdlL0llEDmW8q5lFuS_RA09d5LfekYPDHniWEx2s

Geir Ágústsson, 9.5.2021 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband