Alið á útlendingahatri

Á Íslandi starfa og búa mörg þúsund útlendingar. Þeir eru ekki að ferðast að gamni sínu. Sennilega eru einhverjir að sækja pappíra frá heimalandinu og aðrir að fara í jarðarfarir. Ferðalög eru dýr og kosta líka marga daga í sóttkví. Þetta eru nauðsynleg ferðalög.

En þetta helvítis útlendingapakk smitar, ekki satt?

Að vísu er ekki talað um helvítis útlendingapakk heldur fólk að koma frá útlöndum sem er með heimili og atvinnu á Íslandi, eða álíka. 

Það er búið að hræða líftóruna út úr mörgum landanum og óbeint stuðla að útlendingahatri. Í boði yfirvalda.


mbl.is Öfgafull skilaboð vegna hópsmita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Skrýtið að hatursorðræðulöggan lét ekkert heyra í sér varðandi þetta.

Rúnar Már Bragason, 29.4.2021 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband