Þriðjudagur, 27. apríl 2021
Arðræningjar!
Í svolítilli frétt um risastóran þorsk kemur fram að örfáir menn mali nú gull úr sameiginlegri auðlind þjóðarinnar með því að gerast nánast ekki neitt, nema eiga veiðiheimildir!
Já, þessir kvótaeigendur. Þeir borga alls ekki nógu mikið í skatt og sitja bara á rassgatinu og kaupa og selja í gegnum netið. Fiskurinn syndir svo sjálfviljugur upp í körin hjá þeim sem eru seld fyrir uppsprengt verð á uppboðum örvæntingarfullra neytenda og veitingastaða sem hafa varla efni á fiskbitanum.
Nei, væri þá ekki betra ef duglegir borgarbúar, kennarar og háskólaprófessorar gætu eignast hlut í öllum þessum verðmætum. Þeir vita hvar bestu miðin eru fyrir hverja fisktegund og á hvaða árstímum þær eru gjöfulastar. Þeir vita hvar markaðurinn borgar best og hvernig má koma hráefninu á hann á sem skilvirkastan hátt. Þeir kunna að haga seglum eftir vindi, safna í sjóði þegar vel veiðir til að eiga fyrir stærri útgjöldum seinna.
Arðræningjar með risaþorsk ættu að skammast sín og reyna að setja sig inn í þarfir annarra landsmanna sem fá enga risaþorska til að selja.
(Fyrir óinnvígða er ég auðvitað ekki að meina orð af þessu. Mér finnst að sjómenn eigi að fá að eiga sín atvinnutæki eins og bændur og halda reykvískum Excel-skjölum eins langt frá daglegum rekstri þeirra og mögulegt er.)
Veiddu 51 kílós þorsk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ef Ísland væri í ESB þá gæti hvaða hálviti sem rekið þetta með styrkjum frá ESB
European Maritime and Fisheries Fund (EMFF), is specifically tailored to Europe's seas and coasts. Its EUR 6.4 billion budget making fisheries more profitable
Grímur Kjartansson, 27.4.2021 kl. 19:42
Grímur,
Já, gott ef ekki. Þýskir skattgreiðendur hafa sloppið vel frá niðurgreiðslum til íslenskrar útgerðar.
Annars velti ég því fyrir mér hversu mörg af áherslumálum FAO, The Food and Agriculture Organization of the United Nations, eigi við um Ísland. Ég held: Engin.
http://www.fao.org/fisheries/en/
Geir Ágústsson, 27.4.2021 kl. 20:42
Ef við lítum til sögunnar þá var smáríkið Ísland í raun brautryðjandi í sjálfbærum veiðum.
Við stugguðum Bretum út og lögðum Hull og Grimsby nánast í eyði en gátum auðveldlega bent á afleiðingar ofveiði í Norðursjó og fiskimiða við Kanada.
Hvað sem segja má um kvótakerfið þá erum við Íslendingar með því að stjórna nýtingu fiskistofna.
Það vilja flestallir einungis hunangið (arðinn hjá Samherja) sem býflugurnar framleiða (iðnustu kvikindi á jörðinni) en ég er að vinna að því að koma upp býflugum á sumarbústaðjörð til að auka frjósemina hjá gróðrinum til framtíðar - afleidd störf hjá sjávarútveginum?
Grímur Kjartansson, 28.4.2021 kl. 11:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.