Ávinningurinn hefur ekki skilað sér enn

Líkurnar á að smitast af Covid-19 minnka verulega eftir fyrri bólusetningu með bóluefnum AstraZeneca og Pfizer að því er fram kemur í niðurstöðum nýrrar breskrar rannsóknar. En mun það gera það að verkum að yfirvöld afnemi sóttvarnaraðgerðir? Það á eftir að koma í ljós.

Í dag er áherslan á Íslandi og víðar (síður í Danmörku) á smit.

Hópsmit!

Smit í samfélaginu!

Smit á landamærunum!

Smit í leikskóla!

Smit í togara!

Markmiðið er að útrýma veirunni. Útrýma smitum. 

Það er markmið sem sóttvarnarlæknir Íslands sagði að væri ómögulegt en er núna markmiðið. Markmiðið er sem sagt ómögulegt.

Gildir þá einu að aldraðir og þeir með undirliggjandi sjúkdóma hafi fengið bólusetningu og að sú bólusetning sé talin veita góða vörn.

Gildir þá einu að flest smita eru meðal ungs fólks sem veit oft ekki að það er að breiða út veiru og hvað þá að það verði lasið og ónáði hið ofurviðkvæma heilbrigðiskerfi sem allt í einu er ófært um að rækta hlutverk sitt.

Svo já, bóluefni eru útbreidd, komin í flesta sem eru viðkvæmir fyrir veiru og þau talin veita góða vernd. En Þjóðhátíð í Eyjum fær samt ekki að fara fram árið 2021. Það er mín spá.


mbl.is Umtalsverður ávinningur af bólusetningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

En staðir sem ekki hafa komið upp smit:
Kringlan og Smáralind,

Alþingi,

Laugardalshöll

Landlæknisembættið

Ráðuneytin

Lyfjastofnun

Seðlabanki

Fjármálaráðuneytið

Bæjarfskrifstofur

Ráðhús Reykjavíkur

o.fl.

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 26.4.2021 kl. 13:10

2 Smámynd: Þórhallur Pálsson

Einhverjir eru samt nógu lasnir af þessu til að vera spítalamatur.

Þórhallur Pálsson, 26.4.2021 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband