Hvenær fer veiran að sofa?

Í nafni sóttvarna hafa mörg ríki og ýmsar smærri stjórnunareiningar brugðið á það ráð að loka öllum veitingastöðum á sama tíma á stóru svæði.

Hugsunin er væntanlega sú að þar með segi allir góða nótt og fari heim til sín, þá helst án þess að rekast á þúsundir einstaklinga á sömu vegferð.

En hver hefur raunin verið? Jú, sú sama og þegar öllu var lokað á sama tíma á Íslandi þegar ég var unglingur: Götuhátíð! Þúsundir einstaklinga hrökklast út þaðan sem þeir voru dreifðir á fjölda staða og út á götu, og þjappast saman í stórt mannhaf.

Var engin athugasemd í Excel-skjölunum um að þetta gæti gerst?


mbl.is Vilja að ölið flæði fram á rauða nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta sama gerðist hér í Húsasmiðjunni - allt var hólfað niður, með þeim afleiðingum að allir hnoðuðust saman í einn bing.

Þjóðhátíðin var eins: í stað þess að hafa nokkurhundruð manns millandi um niðri í dal voru allir skikkaðir til að vera í þe´ttum hópum fyrir utan dalinn.

Og svo framvegis.

Þetta snýst um að beita valdi.  Ekki sóttvarnir.

Ásgrímur Hartmannsson, 25.4.2021 kl. 18:24

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Í mörgum löndum eru sett á útgöngubönn, t.d. á nóttunni, eða um helgar. Þannig verður auðvitað meiri samþjöppun þegar má fara út. Það gefur auga leið.

Lógíkin er nokkurn veginn svona held ég: 

1. Veiran hefur ráðist á okkur.

2. Við erum því í stríði.

3. Í stríði eru oft sett á útgöngubönn.

Ergo: Setjum á útgöngubönn.

Enginn veltir því vitanlega fyrir sér hvers vegna útgöngubönn eru stundum notuð í stríði.

Þorsteinn Siglaugsson, 25.4.2021 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband