Hraðpróf, einhver?

Í frétt segir að allt starfs­fólk leik­skól­ans Álf­heima á Sel­fossi fer í kór­ónu­veiru­próf í dag eft­ir að starfsmaður þar greind­ist smitaður í gær­kvöldi. Eins og gef­ur að skilja, skv. fréttinni, verður leik­skól­inn lokaður í dag á meðan starfs­fólk er skimað.

En hér er ekkert sem gefur að skilja.

Svokölluð hraðpróf eru nú til sem geta gefið niðurstöðu á 30-60 mínútum. Slík próf eru ekki eins nákvæm og hin öllu silalegri PCR-próf en t.d. dönsk og bresk yfirvöld nota þau til að fá breiða yfirsýn yfir smitútbreiðsluna og nota sem réttlætingu fyrir frekari opnanir í samfélaginu.

Af heimasíðu landlæknis (okt. 2020):

Nýlega mælti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) með ákveðnum hraðprófum/skyndiprófum fyrir COVID-19 en hingað til hefur stofnunin ekki mælt með slíkum prófum. Hraðpróf er önnur aðferð til að greina virka sýkingu en þau mæla ákveðinn próteinhluta veirunnar (mótefnavaka) og virka best þegar viðkomandi er mest smitandi. Hraðpróf hafa þann kost að vera ódýrari og fljótlegri í framkvæmd en PCR-próf. 

Af heimasíðu Lyfjastofnunar:

Prófin eru sambærileg PCR kjarnsýruprófum, en eru hraðvirkari og ódýrari. Óvissuþáttur þeirra er þó aðeins hærri m.t.t. falskra neikvæðra prófa. 

Slík próf mætti t.d. nota til að halda leikskólum opnum í stað þess að senda fullorðna og börn í sóttkví og rífa daglegu rútínuna úr sambandi, allajafna að óþörfu.

Heilbrigðisráðuneytið hefur heimilað sölu hraðprófa á Íslandi en það er óljóst fyrir mér hvort neikvætt hraðpróf hleypi í raun einstaklingum úr stofufangelsi og út í samfélagið. Kannski einhver geti svarað mér því.

Eftir stendur að það er ekkert sem gefur að skilja að heilum leikskóla sé lokað. Kannski fyrir ári, þegar menn vissu ekkert og kunnu minna, en ekki lengur.


mbl.is Tæplega 50 starfsmenn leikskóla skimaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Elsku besti Geir minn, snýst þetta ekki um að þú getur verið smit, og smitað, án þess að mælast í hinum nákvæmustu prófum.

Hvaða lausn er þá í hraðprófum, sem er ekki eins nákvæm og hin flóknari??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.4.2021 kl. 13:02

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ómar,

Veldu á milli tvenns konar ónákvæmni:

1) Hraðpróf sem grípur ekki þá á upphafsstigum veirusýkingar og heldur ekki þá sem hafa náð sér af veiru 
2) Silalegt próf sem grípur allt, líka dauðar veiruleifar sem bíða þess eins að verða skolað úr líkamanum

Aðferð 1) (e.t.v. í bland við 2) ef 1) grípur veiru sem þarf að staðfesta) er að breiðast út.

Aðferð 2) sem eina úrræðið er harkalegasta mögulega aðförin að samfélaginu.

Geir Ágústsson, 20.4.2021 kl. 13:48

3 identicon

Heilum leikskóla er lokað vegna þess að menn vita meira en þær úreltu 6 mánaða gömlu upplýsingar sem þú miðar við. Og ekkert próf kemur í veg fyrir að fólk fari í nokkurra daga sóttkví. En ef próf er neikvætt að lokinni sóttkví þá er fríi á launum lokið og aftur þarf að mæta í vinnuna og börnin að rífa sig upp snemma, úrill og pirruð.

Vagn (IP-tala skráð) 20.4.2021 kl. 13:54

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Búinn að segja dönskum og breskum yfirvöldum að með tíma og rannsóknum viti menn minna og minna?

Geir Ágústsson, 20.4.2021 kl. 14:04

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður aftur Geir.

Að því gefnu að þú sért ekki að selja þetta hraðpróf, þá skil ég ekki alveg það sem þú segir um prófin í samhengi við efni pistils þíns um sóttkví.

Vissulega þarf maður eftir skimun að fara varlega, halda sig til hlés, sem þýðir til dæmis að maður mætir ekki til vinnu og svo framvegis, en niðurstöðurnar koma samdægurs.

Hraðprófið gæti stytt þann tíma og ef það telst öruggt, þá ætti að sjálfsögðu að nota það.  Af hverju það er ekki gert??, hlýtur að hafa eitthvað með öryggi þeirra að gera.  Samt sem áður þá trúi ég því heitt og innilega að mannsandinn eigi eftir að þróa svona próf, sé hann þá ekki þegar búinn að því.

En það kemur sóttkví ekkert við, hún er meðan beðið er eftir seinni skimun.

Og hraðpróf fá þar engu um breytt, heldur að þekking okkar getur ekki greint veiruna með öruggum hætti fyrstu dagana eftir smit.

Því eins og þú veist Geir, maður sem kann stærðfræði, þá dugar ekki að ná næstum því öllum, þegar smit dreifast eftir veldisvexti.

Það þarf að ná öllum.

Og á meðan þekkingin ræður ekki við það, þá er það annaðhvort eða, sóttkví eða faraldur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.4.2021 kl. 14:54

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Ómar,

Sú persónulega skoðun þín að það þurfi að það þurfi að ná "öllum". Enda fullkomlega óraunhæft. Meira að segja litla Ísland með gríðarlega áherslu á smitrakningu fær yfirvöld oftar en ekki til að segja, "það er smit í samfélaginu, við vitum ekkert hvaðan það kom".

Danir segja t.d. að á meðan smitfjöldinn er stöðugur eða ekki á markverðri uppleið, og spítalar með pláss, þá megi leyfa fólki að lifa lífinu (umorðað léttilega).

Þú lýsir sennilega svokallaðri sóttvarnaráætlun Íslands vel en það er áætlun íslenskra yfirvalda, ekki einhver alheimsáætlun sem allir geta kinkað kolli við.

Geir Ágústsson, 20.4.2021 kl. 18:17

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Geir þetta kallast að fara úr einu í annað, en svarar svo sem því sem blasti við, að hraðpróf þitt hefur ekkert með hvort fólk fari í sóttkví eða ekki, það er ekki hægt að sleppa því úr sóttkví fyrr en það er öruggt hvort það smiti eða ekki.

Hins vegar virðist þú ekki átta þig á að ef þúsund manns eru í sóttkví, og það er ekki tryggt að allir séu smitlausir þegar henni er aflétt, er sóttkví til einskis.  Því þannig séð skiptir það ekki máli hvort einn eða þúsund séu smitaðir, því það þarf ekki nema eitt smit til að ná alsmiti á x tíma.

Þetta vita jú allir sem hafa lært stærðfræði.

Það er síðan ekki skoðun að það sé hægt að útrýma veirum, ef þær eru ekki í umhverfinu, þá er einföld fræði á bak við aðferðafræðinni að skera á smitleið.  Byggist á þeirri þekkingu að veirur lifa ekki sjálfstæðu lífi án hýsils.

Og að sjálfsögðu hefur þetta verið milljón sinnum gert, þar á meðal í þessum faraldri, það er ekki einu sinni feiknews að halda öðru fram.

Sóttvarnaáætlanir eru hins vegar mannanna verk, byggjast á mati.

Og þessi leið Dana, að reyna tempra fjölda smita, er líka gjörþekkt leið, má segja að sé evrópska leiðin.

Og hvernig tókst hún Geir, ef út í það er farið???

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.4.2021 kl. 18:56

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Ómar,

Hún hefur þannig tekist að sum ríki hafa misst marga og önnur ekki, og að þetta hafi verið mismunandi eftir svæðum en er mikið til að jafnast út. Þannig er Svíþjóð undantekning Norðurlanda en undir meðallagi meginlandsins. Austur-Evrópa greip vorið á undan veirunni 2020 en fékk tvöfaldan skell um haustið - átti veiruna inni.

Allt þetta er samt liðin tíð. Bóluefni eru komin sem að sögn verja þá viðkvæmu og öldruðu. Sum ríki taka því trúanlega og opna í takt við bólusetningar (t.d. Danmörk og Bretland), önnur tala um að bólusetja en halda samt öllu læstu (t.d. Ísland). 

Sóttkví er ekki bara róleg vika með Netflix í gangi. Þetta er múr á milli fjölskyldumeðlima og vina. 

Geir Ágústsson, 20.4.2021 kl. 19:05

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Geir, þarna hefur þú sett á þig gleraugun hans Lúðvíks, þau lönd sem hafa farið vel út úr þessu, gripu strax til strangra sóttvarna, ekki undir þeim hatti að leyfa veirunni að malla, bæði innanlands sem og á landamærum.

Vísan þín í Dani er til dæmis að þeir eru að koma undan löngum sóttvarnavetri, langtum strangari en var hér þar sem meginorkan fór í að hindra smit inní landið.

Það er lönd eins og Bretland, Þýskaland, ferðamannalöndin í Suður Evrópu, löndin í Mið Evrópu eins og Tékkland og Slóvakía sem reyndu þessa stefnu í sumar og eitthvað fram eftir hausti.

Svo lokuðu þau algjörlega með tilheyrandi tjóni, bæði á efnahag og lýðheilsu.

Svo erum við löndin í Austur Asíu sem liðu ekki veiruna frá fyrsta degi, langtum minna efnahagslegt tjón, sem og í mannslífum.  Þar er tjónið í raun eingöngu tengt stærð ferðamannaiðnaðarins, en ekki í lokun á þjónustu eins og hér í Evrópu og Bandaríkjunum.

En Geir, ég er alveg sammála þér að það eigi að leita allra ráða til að þefa uppi veiruna án þess að fólk sé lokað inni árum og áratugum saman.

Ágreiningur okkar snýst um að á meðan það er ekki hægt, þá liggur það í eðli veirusmits og þess veldisvaxtar sem liggur að baki, að mannkynið kann ekki aðra tækni en að skera á smitleiðir, fyrst innanlands, og síðan með því að verja landamæri.

Þetta er ekki ósk mín, og þetta er alveg skelfilegt.

En ég tem mér ekki að rífast við raunveruleikann, ég er hins vegar mjög hrifinn af öllum ævintýrum, er Star Wars og Star Trek aðdáandi, sagnaheimur Tolkiens, hef gaman af UFO myndum, elska Will Smit eftir að hann rotaði geimveruna í Sjálfstæðisdeginum, er alveg sannfærður að einn daginn vinni ég í lottói, og ætla þá að gerast sérvitringur.

En þegar dauðans alvara er annars vegar, þá held ég mig við staðreyndir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.4.2021 kl. 19:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband