Margur gerist sóttvarnarlæknirinn

Landamærin! Já, það er orsökin! Uppruninn!

Eða hvað? Nýlega sagði sóttvarnarlæknir Íslands að veiran væri í samfélaginu. Sem sagt, lægi í laumi og blossaði upp, og rakningarteymi standa á gati.

Þarna hitti sóttvarnarlæknir auðvitað naglann á höfuðið, ótrúlegt en satt. Veiran er orðin landlæg. Hún fer ekkert. Þar til nýlega var þetta alveg vitað en núna er talað um að hægt sé að útrýma henni með margföldum skimunum og innilokun á fólki og hvaðeina, jafnvel í trássi við lög og alþjóðlega samninga um mannréttindi.

Kannski Herra Hnetusmjör verði nú hluti af fimmeykinu (Fálkaorðu-þríeykið + heilbrigðisráðherra + Kári Stefánsson). Sexeykið skal það heita. Þetta fer að nálgast fjöldann sem fylgdi hringnum úr hlaði áleiðis að Mordor. Það var skáldsaga sem endaði vel. Við lifum í raunveruleikanum. Held ég.

Í öðrum fréttum er það helst að Danir opna barina á morgun, ætla að rýmka takmarkanir á landamærum og telja sig, með allar sínar tengingar við umheiminn, í lofti og á láði, hafa náð tökum á ástandinu þökk sé takmörkunum og skimunum. Enda búið að vera veðurblíða, fólk mikið úti og vor í lofti. Sennilega eintóm tilviljun eins og sú sem rambar í hendur íslenskra yfirvalda í lok maí, eins og í fyrra.

En úbbs, þarna gerðist ég enn einn sóttvarnarlæknirinn! Því fleiri því betra. Herra doktor Sviðasulta, góðan daginn.


mbl.is Smit hjá leikskólabörnum fyllti mælinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er rosalegt svokallað "deuce move" hjá þessum gaur, hann vill loka öllum ferðamannabransanum svo að hann geti haldið tónleika, ég veit að hann verður ekki fyrir valinu í skemmtinefndinni hjá mér í framtíðinni, svona eiginhagsmunaseggi hef ég lítinn áhuga á styrkja.

Halldór (IP-tala skráð) 21.4.2021 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband