Takk fyrir samstarfið

Hvað ætli þurfi að gerast til að fleiri fari að kalla á nýja kokka í eldhúsinu? Þeir sem þar eru núna byrjuðu vel og fólki fannst maturinn bragðast vel en nú er eins og það sé bara verið að hella meira og meira salti í pottinn og vona að lélegt hráefnið bragðist betur.

Áður en vikan er úti verður byrjað að tala um 5. bylgjuna og öllu skellt í lás aftur.

Fáar en háværar raddir munu halda áfram að skammast út í réttarríkið og heimta löggjöf sem útvíkkar valdheimildir lögreglu töluvert. Stjórnmálamennirnir bogna auðvitað í hvelli og hleypa öllu í gegn.

Enginn mun tala um nýjar nálganir, eða að senda þríeyki (eða fjór- eða fimmeyki séu önugur forstjóri og heilbrigðisráðherra taldir með) heim í langþráð frí. 

Enginn mun tala um að færa áhersluna frá smitum og yfir á álag á heilbrigðiskerfið. Enginn mun tala um aldur þeirra smituðu og úrræði til að halda smituðum eins ungum og hægt er og breiða þannig út veiruna og mótefnamyndun til sem flestra án þess að ógna viðkvæmum, sem er vel á minnst bráðum búið að bólusetja frá toppi til táar.

Enginn mun tala um að fólki eigi að bjóðast gott aðgengi að hraðprófum, jafnvel heimaprófum, svo hver og einn geti betur áttað sig á smithættu vegna sjálfs síns.

Enginn mun tala um lyf sem hjálpa fólki að verjast veirusýkingu og gera nánast skaðlausa.

Nei, þrí-, fjór- og fimmeyki sjá bara eina lausn: Að loka fólk inni og einangra. Og setja á það grímur þess á milli á meðan öllum fyrirtækjum er lokað.

Þetta var kannski vinsælt fyrir ári síðan, og talið vera eina úrræðið, en tímarnir hafa breyst úti í hinum stóra heimi og hægt að læra af því. Ef maður vill.

En fyrst þarf að senda þríeyki heim. Takk fyrir samstarfið.


mbl.is Yfir 20 smit í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Alveg sammála þér enda talað um það í allan vetur. Það er léleg stjórnun að hafa ekki viðbragsáætlanir tiltækar. Það mætti ætla að slíkt væri til staðar en miðað við viðbrögð í fjölmiðlum þá er alltaf brugðist við hverjum atburði fyrir sig á sama hátt þe. að komin sé krísa.

Athyglisvert grein í Mogganum í dag um að engar rannsóknir hafa verið gerðar (fyrir utan eina) um gagnsemi gríma. Ef þessar reglur eiga að virka svona vel af hverju eru þá ekki gerðar fleiri rannsóknir á því til að sýna gagnsemina?

Rúnar Már Bragason, 19.4.2021 kl. 11:01

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Það er nottla augljóst að Covid-Kommúnistar eru heiðarlegt fólk og munu sjálfir láta af því að nota til lengdar það snilldar stjórnkerfi sem þeim heppnaðist (alveg óvart) að smala okkur inn í síðustu 14 mánuði.

Svo munu þeir endurreista vísindin 2026; Heiðarlega, Gegnsætt, og Grandvarlega. Þá verður þegar komin upp þreföld bronsstytta af ástsælum andlegum foreldrum okkur Slóttólfi, Genakára og Svanlokadísi.

Guðjón E. Hreinberg, 19.4.2021 kl. 13:57

3 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Þetta er til rannsakað og er þekkt Rúnar. það passar bara ekki við pólitíkina og afhjúpar algera vanhæfni og fávitaskap stjórnvalda á vesturlöndum. Til að þurfa ekki að horfast í augu við það er bar ekki talað um það.

Grímur virka í báðar áttir, þær fækka smitum en fjölga sjúkrahúsinnlögnum og dauðsföllum í smitaða hópnum. Þórólfur Guðnason sagði sjálfur frá þessu í fjölmiðlum áður en á hann rann æðið.

Þetta var því allt vel þekkt fyrir Covit-æðið og tölfræði frá Bandaríkjunum 2020 styður þetta líka ágætlega, þar virðast vera 15% færri greind smit en 20% fleiri sjúkhúsinnlagnir í fylkjum með grímuskyldu.

Sem mundi þíða fyrir ísland ef aldrei hefði verið sett upp gríma að 7200 væru búnir að greinast smitaðir í staðin fyrir 6300 en 270 verið lagaðir inn á sjúkrahús í stað 330. 

Guðmundur Jónsson, 19.4.2021 kl. 14:33

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hér er ein rannsókn enn: https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC7680614/

gagnslaust.

Ásgrímur Hartmannsson, 19.4.2021 kl. 14:49

5 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Hárrétt hjá Gumðmundi Jóns. Hollesnkir læknar vöruðu í byrjun faraldurs

fólki yfir fimmtugu að nota grímur þar sem líkur á blóðtappa myndu

hvorki meira né minna en aukast um 60-70%.

Það þarf ekki mikla rökhugsun til þess að komast að þeirri

niðurstöðu. Andaðu að þér 50-60% prósent af skítnum sem

þú ert að reyna að anda frá þér. Hvað skeður.

Blóðið í skrokknum á þér fær ekki nægt súrefni og hætta á

blóðtappa stóreykst.

Allskonar öndunarfærasjúkdómar og ofnæmi myndast þegar þú ert

að anda að þér innan við helming þess súrefnis sem þú þarft.

Semsagt hættulegra að nota en sleppa.

Ragnar Reykás (Þórólfur) þarf að rifja upp það sem hann 

sagði fyrir rúmu ári síðan.

Sigurður Kristján Hjaltested, 20.4.2021 kl. 08:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband