Ekki hræða held­ur fræða

„Ekki hræða held­ur fræða“ seg­ir Stef­an Octa­vi­an Gheorg­he sem er einn af þeim Íslend­ing­um sem hafa verið með aðgang á sam­fé­lags­miðlin­um On­lyf­ans og birt þar efni. Hann hefur líka leikið í klámmyndum

„Ekki hræða held­ur fræða“ eru góð ráð en því miður alls ekki í tísku. Alls ekki. 

Til dæmis er verið að hræða börn með ýmsum hætti. Þeim er sagt að losun manna á koltvísýringi sé að leiða af sér hamfarahlýnun. Hamfarahlýnun!

Þeim er sagt að heimsfaraldur sé að stráfella fólk. Milljónir dauðsfalla!

Þeim er sagt að heilu heimshlutarnir séu fastir í sárri fátækt og þurfi neyðaraðstoð til að framfleyta sér. 

Margir fullorðnir trúa líka þessum stanslausa hræðsluáróðri. Skiljanlega. Hann er borinn á borð í hverjum einasta fréttatíma stóru miðlanna. Þar er ekki að finna neinn nothæfan fróðleik, bara hræðsluáróður.

Svo já, „ekki hræða held­ur fræða“ eru heilræði sem fleiri mættu mjög gjarnan taka til sín. Góð byrjun væri að taka þetta próf Humanprogress.org eða láta efnið á Gapminder.org ögra aðeins viðteknum hugmyndum.


mbl.is Fólk þarf að fara varlega í klámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í grunninn er það sem þú ert að segja: kennum börnum umferðarlög og reglur en hræðum þau ekki með því að segja þeim hverjar afleiðingarnar geta verið ef ekki er farið eftir þeim. Kennum fólki hvernig lofttegundir og geislun sólar vinna en hræðum það ekki með því að segja hverjar afleiðingarnar verða ef jafnvægi raskast. Kennum fólki hvernig alkohol virkar á yfirborð vírusa, ördropar dreifast og viðloðunarhæfni húðar en hræðum það ekki með því að segja hverjar afleiðingar smits geta verið.

„Ekki hræða held­ur fræða“ góð ráð þegar fólk vill fría sig ábyrgð með því að það hafi ekki vitað hverjar afleiðingarnar yrðu, enginn sagði þeim hvað gæti skeð. Ekki þeim að kenna því þeir hlusta bara á fræðslu en ekki hræðslu.

Vagn (IP-tala skráð) 18.4.2021 kl. 18:24

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Þú ert greinilega barnlaus og kannski sem betur fer.

Geir Ágústsson, 19.4.2021 kl. 01:36

3 identicon

Kraftaverk, og ekki þér að þakka, ef þín lifa það að setjast á þríhjól.

Vagn (IP-tala skráð) 19.4.2021 kl. 02:37

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Lof mér aðeins að hjálpa þér að skilja hvað dynur á börnum þessa dagana og af hverju það er skaðlegt:

Veirutalið stanslausa, grímuskyldur, endalaus handþvottur, hólfaskipting á árgöngum skólakrakka, lokun á íþróttastarfi, hræddir foreldrar sem vilja ekki leyfa börnum sínum að leika við önnur og fjarkennsla sem setur krakkana fyrir framan tölvuskjá í 6 klst á dag hefur verið skelfing fyrir börnin. Ég hef þurft að róa minn son niður ítrekað og sem betur fer gekk það vel frá upphafi. Hann má leika við alla sem mega leika við hann og t.d. um helgina gisti vinur hjá honum á aðfaranótt laugardags og svo gisti hann sjálfur hjá öðrum vini á aðfaranótt sunnudags. Ekkert grímu- og þvottatal, ekkert rugl um fjarlægðartakmarkanir. Ég reyni að veita honum eins eðlilegt og afslappað líf og hægt er á meðan dómsdagsspámennirnir reyna að minna á boðskap sinn við hvert tækifæri. Í skólanum fylgir hann allskyns hundakúnstum en fær a.m.k. að umgangast bekkinn sinn óhindrað, og gott ef hann hafi ekki fengið fleiri skóladaga en jafnaldrar hans á Íslandi, enda er hérna spyrnt mun hressilegar við fótum þegar yfirvöld eru að loka eða tala um að loka á yngstu bekkina. 

Sem betur fer hafa Danir hlustað á þau vísindi sem sýndu að börn smita minna og smitast síður, og sem betur fer gengur enginn með grímu úti á götu. Bara í örfáa daga er búið að loka á leikskóla dóttur minnar og þar er enginn með grímu, enda finnst henni óþægilegt að umgangast fólk með grímu og ef ég þarf að fara með hana í búð, sem ég reyni að forðast, og í grímuæðið þar þá kíki ég stundum á hana og dreg grímuna frá og hendi í bros eða búh. Hún er of ung til að hlusta á dómsdagsræðurnar en grímurnar eru andlitslaus her ókunnugra sem ég reyni að lágmarka umgengni hennar við.

En veistu Vagn, af öllu sem vellur úr þér ertu hérna kominn á alveg óvenjuþunnan ís og talar af óvenjulitlu viti um veruleika sem miðaldra opinber starfsmaður í reykingaskúr úti á bílastæði veit greinilega ekkert um.

Geir Ágústsson, 19.4.2021 kl. 08:19

5 identicon

Þó þú sért búinn að ala upp sinnisveik og taugaveikluð börn, hvort sem þar sé uppeldi eða erfðum um að kenna, þá á það ekki við alla, reyndar fæsta. Og flest börn hafa tekið þessu með jafnaðargeði og ekki látið þetta trufla sig í þroska og námi. Fyrir önnur börn en þín verða engin eftirköst.

Í mannkynssögunni er þetta að leika sér við önnur börn en systkini sín frekar nýtt og þekktist aðeins þar sem bæir og þorp höfðu myndast. Sama er að segja um skólagöngu. Það er ekki eðlislæg hvöt heldur lærð hegðun, þvinguð hegðun, að leika sér við aðra en sína nánustu og læra í stofnunum.

Vagn (IP-tala skráð) 19.4.2021 kl. 16:32

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Eins ógeðfellt er lesa svívirðingar þínar um fallegu heilbrigðu æðislegu vel liðnu kláru börnin mín sem standa sig mjög vel í lífinu þá ætla ég samt að leyfa orðum þínum að standa, sem vitnisburð um þig.

Geir Ágústsson, 19.4.2021 kl. 18:05

7 identicon

Ég hef ekkert nema þínar lýsingar og sögur að styðjast við. Sé sú mynd öðruvísi en "hlutlaust" mat þitt á börnum þínum þá hefur þú verið að lýsa einhverjum öðrum börnum í þínum bloggfærslum. Sennilegast hefur þú þá verið að blekkja og kríta liðugt og til að sanna eitthvað sem á sér enga stoð í raunveruleikanum og haldið að enginn mundi tengja "fullkomnu" börnin þín við sögurnar af tilbúnu börnunum þínum....ef þú ert þá ekki barnlaus eftir allt saman.

Vagn (IP-tala skráð) 19.4.2021 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband