Er ekki bara hægt að slökkva á sjónvarpinu?

For­svars­menn The Simp­son hafa verið gagn­rýnd­ir fyr­ir að ýta und­ir staðalí­mynd­ir með per­són­unni Apu. Auðvitað. Núna eru allir að biðjast afsökunar á öllu til að þóknast hópi fólks sem verður aldrei ánægður. Aldrei. Allt skal eyðilagt og gert að einhverjum fórnarlambaleik.

En gott og vel, leikum þennan leik.

Í kvikmyndinni Hostel er íslensk persóna: Kjaftaglaður maður sem berar á sér rassinn og stundar kynlíf á baðherbergi, og sem endar vitaskuld á því að vera drepinn, eins og raunar flestar persónur myndarinnar. Þarf ekki að biðjast afsökunar á þeirri persónu? 

Í Danmörku er lopapeysa með munstri kölluð "islandsk sweater". En sú staðalímynd! Eins og Íslendingar klæðist ekki öðru en lopapeysum! Á þessu þurfa Danir auðvitað að biðjast afsökunar.

Svo er auðvitað upplifun Dana af Íslendingum sú að þeir séu drykkfelldir og jafnvel svolítið ofbeldishneigðir, enda með víkingablóð í æðum. Á þessu þarf að biðjast afsökunar.

Sumir Danir halda meira að segja að Ísland tilheyri ennþá Danmörku. Ég var spurður að því fyrir ekki löngu síðan. Hneyksli!

En nei, þetta er þvæla. Fyrir nokkrum árum leigði Indverji hjá mér herbergi í gegnum Airbnb. Ég vildi vita hvað honum fannst um indverska hreiminn minn og fékk mjög góða endurgjöf þar. Hann skildi eftir sig mjög jákvæða umsögn um dvölina og fór ekki fram á afsökunarbeiðni. Auðvitað ekki. Venjulegt fólk tekur ekki þátt í þessum fórnarlambaleik, en fórnarlambaleikurinn er að eyðileggja margt í okkar samfélagi.

Að lokum vil ég mæla með því að ef fólk sér bók sem það vill ekki lesa eða þátt sem það vill ekki horfa á að þá snúi það sér að einhverju öðru.


mbl.is Biðst afsökunar á Apu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Svo sammala. Thessi fornarlambaleikur er kominn ut fyrir alla

skynsemi og thetta ae ae aumingja eg er buid ad misnota

alveg nog. Ef thu villt ekki sja, heyra eda lesa eitthvad sem

veldur ther svona gifurlegum onotum, gerdu tha eitthvad annad

og i gudanna baenum leyfdu okkur sem enn hofum humor fyrir allt

og ollu ad hafa thad i fridi.

Sigurður Kristján Hjaltested, 14.4.2021 kl. 10:01

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Elsku besti Geir minn.

Ofboðslega ertu góður þegar þú vilt vera góður.

Þá er ég að vísa í skarpa greiningu þína og orðræðu, en ég efa ekki að dagsdaglega sértu góður, bæði sem manneskja og sem faðir.

Já Geir, það er illa komið fyrir samtíma okkar, jafnvel Púrítanar mótmælendaofstækisins á dögum Cromwells eru umburðarlyndir, víðsýnir sem hafa ekki vott af kreddum og ofstæki, miðað við rétttrúnað góða fólksins í dag, sem hefur étið upp háskóla okkar, og vekur upp sterklegar efasemdir um hvort rétt hafi verið að mennta konur yfir höfuð.

Eða hvaða skýring er önnur??

Að ég spyr.

En sú spurning var ekki erindið, aðeins að þakka fyrir góða greiningu í góðum pistli.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.4.2021 kl. 13:10

3 Smámynd: Þórhallur Pálsson

Oftast nær skrifar þú bölvaða steypu (grín), en í þetta sinn er pistillinn þinn afar edrú (grín).  Ég meina, - ég er sammála þér :)

Þórhallur Pálsson, 14.4.2021 kl. 13:35

4 identicon

Góð pæling Geir,svo satt,þessi þvæla hjá réttrúnaðar liðinu á sér enginn takmörk.

Björn. (IP-tala skráð) 14.4.2021 kl. 16:58

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Sigurður,

Hjartanlega sammála. Næsta skref hinna hneyksluðu ef eflaust að stinga nefinu inn í svefnherbergi fólks og hafa skoðun á því sem þar fer fram. 

Ómar,

Ég þakka hlý orð. Já, ég er mjög góður, satt að segja. Að því marki að þegar yrirtækið mitt leysti úr læðingi herferð gegn áreiti um daginn þá bauð ég vinnufélögum mínum að áreita mig ef þeim vantaði útrás. En það var nú ekki eintóm góðmennska. "Mátulegt áreiti" er hluti af daglegu lífi og þeir sem þola það ekki þurfa að læra það.

Þórhallur,

Þessi pistill var að vísu skrifaður þegar ég var edrú. Takk fyrir að taka eftir því!

Björn,

Rétt. Engin takmörk, nema þau sem við hin setjum því.

Geir Ágústsson, 14.4.2021 kl. 18:12

6 Smámynd: Grímur Kjartansson

Ég á erfitt að sjá meiri topp á þessum rétttrúnaði en það sem kom fram í frétt um daginn. Svarta stúlkan sem flutti ljóð við innsetningu Biden
Heimtar að þeir sem þýða þetta ljóð á önnur tungumál
skuli vera svartir

Grímur Kjartansson, 14.4.2021 kl. 19:13

7 identicon

Grímur, mér finnst eins og það sé til annað orð yfir þetta en rétttrúnaður, kallast þetta ekki rasismi hjá þessari svörtu stúlku!

Halldór (IP-tala skráð) 15.4.2021 kl. 01:09

8 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er ekki hægt að slökkva á sjónvarpinu Geir, trúðu mér, eina ráðið er að henda því fram af svölunum. Annars freistastu til að kveikja á því aftur og þá mun vera í því sama lygin og þú freistaðist til að trúa síðast.

Magnús Sigurðsson, 15.4.2021 kl. 06:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband