Hugmynd að tækjakaupum

Hver sjúkra­flutn­ing­ur tengd­ur Covid-19 er tíma­frek­ur því þrif og frá­gang­ur eft­ir slík­an flutn­ing tek­ur oft­ast tölu­vert lengri tíma en flutn­ing­ur­inn sjálf­ur seg­ir á Face­book-síðu slökkviliðs höfuðborg­ar­svæðis­ins.

„Jafn­vel þótt við sem heil­brigðis­stofn­un séum und­anþegin þegar kem­ur að sjúk­ling­um og heil­brigðisþjón­ustu þá er nátt­úru­lega mjög margt sem fer fram inn­an spít­ala, fund­ir og kennsla og ým­is­legt þar sem við verðum að hlíta al­menn­um regl­um eins og um fjölda sem má koma sam­an og fjar­lægð á milli fólks, viðveru í mat­söl­um og svo fram­veg­is,“ seg­ir Már Kristjáns­son, yf­ir­lækn­ir á smit­sjúk­dóma­deild Land­spít­ala.

Já, þessar sóttvarnaraðgerðir. Þær valda greinilega miklu álagi á heilbrigðiskerfið, einar og sér og í fjarveru veirunnar sem aðgerðirnar eiga að bíta á.

kerraEn hvað gera verslanir sem rúlla hundruðum viðskiptavinna inn og út um dyrnar hjá sér á hverjum degi?

Jú, láta svolítið útfjólublátt ljós skína á innkaupakerrurnar. Málið leyst!

Mörg fyrirtæki bjóða upp á lausnir til að drepa veirur með ljósi [dæmi|dæmi]. 

Sennilega eru fæstir svokallaðir Covid-19 sjúkraflutningar flutningar á Covid-19 smituðum einstaklingum. Má ekki kaupa eins og eitt UV-vasaljós og minnka aðeins umstangið? Það er nógu slæmt að sóttvarnaraðgerðir lami samfélagið. Að þær lami líka heilbrigðiskerfið er aukreitis slæmt.


mbl.is 25 Covid-flutningar á sólarhring
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband