Nýyrðasmíðin

Undanfarna 12 mánuði hefur fjöldi nýrra orða í íslensku tali vaxið svo mikið að þeir hjá íslenskri orðabók hljóta að vera vinna langa daga að halda utan um þau.

Hin nýju orð eiga margt skylt með eldri orðum. Tökum orðið gæsluvarðhald sem dæmi:

tímabundin frelsisskerðing sem beitt er í þágu rannsóknar sakamáls, varðhald

Síðan er það orðið sóttkví:

1
það þegar maður þarf að halda sig fjarri öðrum vegna hættu á útbreiðslu smitsjúkdóms
2
það þegar dýr er vistað á sérstökum stað í ákveðinn tíma vegna hættu á útbreiðslu smitsjúkdóms
 
Og auðvitað skyldumæting:
 
það að e-m er skylt að mæta
 
Blöndum svo orðunum gæsluvarðahald, skilgreiningu 2 á sóttkví (sú sem gildir um dýr) og skyldumæting saman og þá fæst orðið skyldudvöl, sem gæti þá verið skilgreint svo:
 
tímabundin frelsisskerðing sem e-m er skylt að sæta á sérstökum stað í ákveðinn tíma vegna hættu á útbreiðslu smitsjúkdóms
 
Hér er frelsisskerðingin lykilatriði. Það skiptir ekki máli hvort hún sé í myrkri dýflissu, í þakíbúð í Skuggahverfinu, á hóteli eða í bílskúr sóttvarnarlæknis.
 
Og höfum á hreinu að orðabókin talar um sérstakan stað fyrir sóttkví eingöngu í tilviki dýra. En eru menn ekki dýr? Svo virðist vera.
 
Nú er auðvitað viðbúið að hraðsoðin löggjöf verði sett á sem gerir það sem nú er ólöglegt löglegt. Það má ekki sleppa tökunum svo stuttu fyrir kosningar og kjósendur hæstánægða með óreiðuna.
 
Og auðvitað þarf að uppfæra orðabókina. Það sem gilti fyrir ári síðan gildir ekki lengur.

mbl.is Skyldudvöl dæmd ólögmæt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband