Mánudagur, 29. mars 2021
Mikilvægi valkosta í stafrænni umræðu
Hlaðvarpsstjórnandinn, sagnfræðingurinn, bókahöfundurinn og ræðumaðurinn/fyrirlesarinn Tom Woods tók nýlega viðtal við mann að nafni Ivor Cummins, sem hefur talað manna hæst gegn harkalegum sóttvarnaraðgerðum, sérstaklega í heimalandi sínu (Írlandi), og birt mikið af efni á Youtube og annars staðar þar sem hann ber gögn saman við ummæli, spádóma og aðgerðir.
Ég benti á þetta viðtal í færslu í gær og vísaði á hlaðvarpssíðuna, sem betur fer, því ef ég hefði vísað á Youtube-útgáfu viðtalsins hefði ég þurft að breyta færslunni. Af hverju? Jú, því viðtalið, sem ber yfirskriftina "Ivor Cummins Answers Forbidden COVID Questions", hefur verið afmáð af Youtube. Ritskoðað!
En hlaðvarpsstjórnandinn kann ráð við rifi hverju, og sömuleiðis viðmælandi hans. Þeir hlaða vissulega myndböndum inn á Youtube, Facebook, Twitter og slíka miðla en eru yfirleitt með plan B ef ritskoðunin er virkjuð, og það gerist oftar og oftar.
Við, sem neytendur, þurfum líka að vera með augu og eyru opin fyrir valkostum ef internetið á ekki að breytast í einn stóran bergmálshelli meginstefsins.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:23 | Facebook
Athugasemdir
Þeir eru að senda svo mikið af viðskiftum til samkeppnisaðila með þessu veseni í sér.
Minds, Gab & Parler væru sennilega ekki til ef ekki væri fyrir massa ritskoðun hjá Twitter & FB.
Bitchute á auðveldlega 90% af fylgi sínu ritskoðun youtube að þakka.
Ásgrímur Hartmannsson, 29.3.2021 kl. 21:50
Auðvitað er það hárrétt. En það tókst nú samt að sundra umræðunni. Facebook var um hríð "the place to be" - þar voru bókstaflega allir. En nú þarf ég að fara á MeWe til að fylgjast með umræðum í kringum Tom Woods og Telegram til að sjá hvað Mikhaila Peterson er að brasa, og svo framvegis. Kannski það hafi alltaf verið markmiðið því allir hljóta að vita að valkostir við "Big Tech" hlytu að koma fram.
Geir Ágústsson, 30.3.2021 kl. 06:11
Það væri forvitnilegt að vita hvað það er sem fær fólk til að leita til lífsstílbloggara með gráðu í efnaverkfræði eftir áreiðanlegum upplýsingum um jafn sérhæft og flókið efni og faraldsfræði og sóttvarnir á meðan völ er á efni frá fólki sem starfar við fagið og hefur sérhæft sig í því.
Grímur (IP-tala skráð) 30.3.2021 kl. 06:33
Grímur,
Það er nú það. Þeir faraldsfræðingar sem hafa þorað að tjá sig gegn meginstefinu segja, fullum fetum, að flestir faraldsfræðingar séu sammála þeim. En það er þetta með að missa vinnuna sem heldur aftur af einhverjum þeirra.
Geir Ágústsson, 30.3.2021 kl. 07:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.