Þriðjudagur, 16. febrúar 2021
Er spilaborgin orðin of stór?
"A nation, therefore, has no right to say to a province: You belong to me, I want to take you. A province consists of its inhabitants. If anybody has a right to be heard in this case it is these inhabitants. Boundary disputes should be settled by plebiscite."
Ludwig von Mises, Omnipotent Government, p. 90
Sjálfstæðissinnar, eða aðskilnaðarsinnar, eru víða að fá meiri vind í seglin. Í Katalóníu á Spáni er hreyfing sem fer síst af öllu minnkandi. Undir Trump töluðu sífellt fleiri um aðskilnað hinna og þessara sambandsríkja frá alríkinu. Meðal annars kallaði ríkisstjóri Kaliforníu ríki sitt "þjóðríki" og vildi með því leggja áherslu á að ríkið gæti gripið til aðgerða í óþökk alríkisins (nokkuð sem stjórnarskrá Bandaríkjanna heimilar tvímælalaust enda hafi alríkið ekki önnur völd en þau sem sambandsríkin framselja til þess).
Víða í Evrópu eru mislanglífar hreyfingar aðskilnaðarsinna sem virðast sumar hverjar stundum ætla að brjótast í gegn og fá a.m.k. kosningar um baráttumál sitt. Brexit er auðvitað angi aðskilnaðarhreyfingar.
Hvernig stendur á þessu í heimi sem efnahagslega er sífellt að bráðna meira saman?
Kannski má skrifa þetta á sífellt valdaþyrstari og miðstýrðari ríkjasambönd. Alríki Bandaríkjanna er t.d. alltaf að sópa til sín fleiri völdum, nú seinast með nýju Bandaríkjameti í útgáfu svokallaðra "presidential execetive orders" (síðan Roosevelt). Evrópusambandið er auðvitað frægt fyrir sívaxandi umsvif sín. Kannski þungi miðstjórnarvaldsins leiði til þess að spilaborgin undir því hrynur og spilin þjóta hvert í sína áttina.
Kannski er einfaldlega um hefðbundinn hjónaskilnað að ræða. Tveir aðilar semja þá um að slíta samvistum og deila eingöngu með sér sameiginlegum verkefnum, svo sem uppeldi barna, og reyna í kjölfarið að eiga í vingjarnlegum samskiptum og uppbyggilegu samstarfi þegar þess gerist þörf (eða gerast svarnir óvinir og fylla líf sitt af heimatilbúnum vandamálum). Aðskilnaður er oft friðsælasta leiðin til að vinna saman. Þá getur annar aðilinn keypt og borðað beinar og lífrænt ræktaðar gúrkur en hinn kaupir og borðar bognar áburðargúrkur.
Þetta er þróun sem hefur bara fengið byr undir báða vængi seinustu ár og ég held að eigi enn nóg inni og muni jafnvel leiða til róttækra breytinga á landamærum víða um heim. Sjáum hvað setur.
Sjálfstæðissinnar með meirihluta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:15 | Facebook
Athugasemdir
nyttland.is ;)
Guðjón E. Hreinberg, 16.2.2021 kl. 15:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.