Þessi blessuðu smit

Smit, smit, smit! 

Er þetta í alvörunni það eina sem kemst að eftir 11-12 mánuði af veiru sem er búið að kortleggja að innan og utan í smáatriðum?

Menn hafa rökstutt ýmsar fyrirbyggjandi aðgerðir sem draga úr alvarleika sýkingar vegna smits.

Menn hafa prófað óteljandi tegundir þekktra lyfja og blöndu þeirra á allskonar aldurshópum og fólki í mismunandi líkamlegu ástandi og fundið skilvirkar leiðir til að slá á veirumagnið.

Menn hafa komist að því að börn þola veiruna mjög vel og vita jafnvel ekki alltaf af henni í eigin líkama.

Það er held ég á hreinu að almenn grímunotkun gerir ekkert nema búa til falska öryggistilfinningu og getur jafnvel leitt til vandamála í sjálfu sér.

fl

Lokanir eru að rústa geðheilsu fólks - sérstaklega barna - og auðvitað hagkerfinu. 

En samt kemst ekkert annað að en smit! 12. mánuðinn í röð!

Eru einhver hagsmunaöfl hérna að ríghalda í ástandið? Stjórnmálamenn sem neita að viðurkenna mistök? Lyfjafyrirtæki sem sjá fram á mikinn hagnað? Blaðamenn sem stunda engar rannsóknir aðrar en viðveru á upplýsingafundum hins opinbera?

Ég er alveg gáttaður á hinni hrópandi þögn almennings. Hafa foreldrar fermingarbarna engar áhyggjur af páskavikunum? Vill ástfangið fólk ekki fara að henda í brúðkaup? Vill fólk ekki losna úr atvinnuleysi? Vilja unglingar ekki fara í fjölmenn partý og á dansleiki? Vill íþróttaáhugafólk ekki komast á völlinn og hvetja sitt lið áfram? Vill sá sem er að detta í stórafmæli ekki blása til stórrar veislu? Vill ferðalangurinn ekki komast til útlanda og heim aftur án þess að sjá á eftir heilli viku í stofufangelsi?

Eða trúa svona margir því enn að um óþekkta og stórhættulega drepsótt sé að ræða sem slær flensuna margfalt út, og að seinustu 12 mánuðir hafi ekki fært okkur neitt nothæft?

Í alvöru?


mbl.is Reyndust vera með bráðsmitandi afbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Það vill engin deyja það er málið.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 15.2.2021 kl. 09:44

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Þorsteinn,

Þá er atvinnuleysi, þunglyndi, félagsleg einangrun, gjaldþrot og bóluefni byggt á lítið prófaðri tækni sennilega ekki málið.

En að taka nóg lýsi og halda sér hraustum og lífsglöðum vænlegri leið.

Annars má gróflega lýsa áhættunni þannig:

Ertu undir sjötugu? Nánast engar líkur á að veiran drepi þig.

Ertu yfir sjötugu? Læknarnir luma á mörgum lyfjum og meðferðum og nánast engar líkur á að veiran drepi þig.

Geir Ágústsson, 15.2.2021 kl. 09:47

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er síðasta skýringin sem er sú rétta. Óttinn drífur áfram aðgerðir stjórnmálamanna. Ég held að þetta sé svolítið eins og flughræðsla. Það eru engin skynsamleg rök fyrir henni. Líkurnar á að maður deyi í flugslysi eru algerlega hverfandi. En flugvélar geta jú mögulega hrapað. Og sama hversu ólíklegt það er þá hverfur ekki hræðslan. Myndi hún hverfa ef sýnt væri fram á með óyggjandi hætti að útilokað væri að flugvél gæti hrapað? Ég er ekki viss um það.

Athugasemd nafna míns hér að ofan lýsir held ég því sem við er að etja. Fólk er upp til hópa búið að sannfæra sjálft sig um að það sé dauðans matur ef það smitast af kóvít. Það skiptir engu máli hversu hverfandi líkurnar eru. Óttinn hefur tekið völdin rétt eins og hjá þeim sem er haldinn fóbíunni, hvort sem það er flughræðsla, ótti við köngulær eða annað.

Þorsteinn Siglaugsson, 15.2.2021 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband