Miðvikudagur, 27. janúar 2021
Brjálæðingurinn á götuhorninu
Árið er 1836. Staðurinn er Boston á vesturströnd Bandaríkjanna. Einhver brjálæðingur frá einhverjum jaðarsamtökum labbar um og tala um að afnema þrælahald. Hann fær sömu svör frá öllum:
"Það er óhagkvæmt! Hvað gerum við án þrælanna? Hver ætlar að tína bómullina?"
"Þú ert bara einhver öfgamaður með hugsjónir! Við lifum í raunveruleikanum!"
"Hver ert þú að tala gegn því viðtekna? Farðu í holuna þína!"
"Þú ert bara einhver brjálæðingur! Ég vil ekkert við þig kannast og vona að þú hrökklist í burtu!"
Svona eftir á að hyggja vildu flestir slíkir öfgamenn verið hafa, en fæstir voru. Og fæst okkar í dag hefðu verið slíkir öfgamenn þá.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.1.2021 kl. 06:57 | Facebook
Athugasemdir
Sum jaðarsamtök telja að 4 frelsið muni kollvarpa lýðræðisþjóðfélögum
Það að geta flutt fjármagn, vinnuafl, vöru og þjónustu þangað sem skilar þér sem eiganda sem mestum arði
skilur litla manninn eftir í djúpum skít
Grímur Kjartansson, 27.1.2021 kl. 21:45
Er ekki viss um að Demókratar í bandaríkjunum hafi verið jaðarsamtök á sínum tíma. Það voru jú þeir sem börðust hvað harðast gegn frelsun þræla. Stofnuðu líka KKK.:)
Kannski má flokka þá sem öfgasamtök í dag þó.
Jón Steinar Ragnarsson, 28.1.2021 kl. 02:34
Nú er "jaðarinn" auðvitað bæði fjölbreyttur og síbreytilegur.
Þeir sem vildu afnema einveldi konungs hafa verið jaðarhópar. Og eins þeir sem vildu lýðræði og almennan kosningarétt.
Þeir sem vildu afnema þrælahald voru jaðarhópur mjög lengi, og jafnvel úthrópaður.
Og svo eru það ýmsir aðrir jaðarhópar sem vilja beita ríkisvaldinu eins og kylfu til að knýja á um ákveðna samfélagsgerð: Kommúnistar, nasistar, græningjar, "big reset"-fólkið og hvaðeina.
Það skiptir máli að hafa hugmyndafræðilegar rætur í einhverri hugsjón sem leiðbeinir okkur og góða og slæma jaðarhópa.
Persónulega fylgi ég svokölluðu "non-aggression principle" eða "live and let live principle", og það eru mínar leiðbeiningar. Og ég get því leyft mér að vera "jaðarhópur" sem berst fyrir réttlæti, gegn óréttlæti.
Geir Ágústsson, 28.1.2021 kl. 09:38
Voru ekki kristnir menn jaðarhópur í 300 ár?
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 28.1.2021 kl. 10:45
Sæll Geir.
Þú ert jaðarsettur í dag en grósseri og milljóner á morgun.
Hvort nær yfirhöndinni, réttlætið sem áður
var barist fyrir eða eigin hagsmunir að breyta þvert
á upprunaleg markmið?
Húsari. (IP-tala skráð) 28.1.2021 kl. 11:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.