Miðvikudagur, 13. janúar 2021
Bankar og ríki
Óli Björn Kárason, þingmaður, skrifar athyglisverða grein í Morgunblaðið í dag (aðgengileg áskrifendum blaðsins hér).
Nokkrar tilvitnanir:
- Engin ríkisstjórn hefur haft það á stefnuskrá að ríkið sé alltumlykjandi á íslenskum fjármálamarkaði og bindi hundruð milljarða króna í áhættusömum rekstri
- Það er aðeins í Rússlandi, Kína, Norður-Kóreu, ríkjum í Norður-Afríku og Suður-Ameríku sem fyrirferð hins opinbera á fjármálamarkaði er svipuð eða meiri en hér á landi
- Tap ríkisins af starfsemi Íbúðalánasjóðs á síðustu tíu árum slagar upp í verðmæti bankanna tveggja [Landsbanka og Íslandsbanka]
- Á sama tíma og ríkissjóður safnar skuldum er skynsamlegt að losa um eignir, ekki síst þær sem ríkið hefur aldrei ætlað að eiga til lengri tíma
Auðvitað á ríkið að selja bankana - hvert einasta hlutabréf í þeim. Nú eða afhenta almenningi eignahluti sína í þeim.
Á meðan sumir líta á bankana eins og gæsir sem verpa gulli eru aðrir sem líta á þá sem akkeri sem hvenær sem er geta sokkið og dregið skipið með sér í dýpið.
Á meðan sumir sjá eignarhald ríkisins á hverju sem er í dag sem eins konar náttúrulögmál eru aðrir að benda á að eignarhald ríkisins skekkir markaðinn sem hefur slæmar afleiðingar, ef ekki til skemmri tíma þá lengri.
Að selja eignir upp í skuldir er eitt elsta húsráðið. Því ber að fylgja.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Að selja eignir upp í skuldir er eitt elsta húsráðið. Því ber að fylgja.
Það er vissulega gott og blessað, en ef eignin er að skila tekjum þá er málið ekki jafn klippt og skorið.
Afhverju ætti ríkið að selja þessar tekjur á klink, sem klárlega verður gert og ég er ekki bjartsýnn á að salan muni verða notuð upp í skuldir, væntanlega verður fundið eitthvað gæluverkefni sem þarf að framkvæma.
Niðurstaðan : vildarvinum "gefinn" banki, tekjur af sölu notaðar til að kaupa þjónustu af öðrum vildarvin.
Halldór (IP-tala skráð) 13.1.2021 kl. 12:47
Halldór,
Ef þú selur málverk á uppboði, hvað er "rétt" verð? Jú, það hæsta sem býðst, auðvitað!
Nema auðvitað almenningur fái hlutabréfin "sín" án frekari vafsturs.
Póstþjónusta skilaði ríkinu tekjum þar til hún gerði það ekki lengur. Hvenær verður það?
Bankaskattar, tekjuskattar af launum, fjármagnstekjuskattar af arði osfrv. osfrv. blóðmjólkar öll fyrirtæki, þar á meðal bankanna.
Hver er ávinningurinn af því að ríkið fái "meiri tekjur", í raun? Meiri eyðsla, í eitthvað allt annað en grunnþjónustu. Til dæmis senda sjúklinga í sjúkrabíl, keyra framhjá skurðstofu í Ármúla og út í Keflavík, og inn á sænska einkarekna skurðstofu.
Geir Ágústsson, 13.1.2021 kl. 13:24
Ég tel ávinningin vera þann að á meðan ríkið er að fá aðeins tekjur þarna þá er verið að seilast minna í minn vasa til að borga fyrir gæluverkefnin. En ég viðurkenni það alveg fúslega að það gæti verið bjartsýni hjá mér að svo sé.
Ef þú virkilegar spáir í því, það hlýtur að vera hagstætt fyrir almenning að ríkið fái sínar auka tekjur þarna, því að ef bankinn er seldur þá þýðir það bara að skuldasöfnun ríkissins á eftir að aukast hraðar.
Hvað varðar hagræðingu í rekstri ríkisins er síðan allt annar pakki, það er það góða við bankana í eigu ríkissins, þeir eru reknir eins og einkafyrirtæki og stjórnmálamenn eru ekki með puttana í þeim rekstri að öðru leiti en þeir hafa alltaf verið, í gegnum lög og reglur (mögulega eitthvað sem breytist eftir því sem bankinn er lengur í eigu ríkissins).
Halldór (IP-tala skráð) 13.1.2021 kl. 16:41
Hafandi sagt það þá ekki misskilja mig að því leitinu til að ég sé fylgjandi miklum ríkisrekstri, að mínu mati mætti taka all verulega til í þessu útblásna bákni sem ríkið er í dag og draga svo sannarlega VERULEGA úr því, en ég væri til í að það sem er að skila hagnaði væri það seinasta sem færi út.
Ég er einnig á því að það eru sumir hlutir sem eiga ekki að vera einkareknir þó að það væri meiri hagræðing þar, því græðgin hjá einkareknur sér vanalega til þess að hagræðingin er farin fljótt í hærra verð til að greiða fleiri krónur til eigenda. T.d rafmagn og hiti, heilbrigðiskerfið, vegakerfið og meira. En ég er einnig á móti því sem þú minnist á að það sé verið að senda fólk út í lækningar þegar það væri hægt að kaupa þá þjónustu hér heima.
Halldór (IP-tala skráð) 13.1.2021 kl. 16:45
Ef ríkið selur bankann núna fær það fjármagn strax. Það fjármagn nýtist til að lækka skuldir. Bíði ríkið með að selja bankann þarf meiri skuldsetningu. Því meiri sem skuldsetning ríkisins er, því meiri er áhætta þeirra sem lána því, og vextir því hærri sem því munar. Á endanum er svo lykilatriðið að markaður sé fyrir eignina og verðið sé hæfilegt.
Þorsteinn Siglaugsson, 13.1.2021 kl. 18:44
Hér má draga svolitla kanínu upp úr hattinum sem oft er notuð til að réttlæta hærri skatta og fleiri boð og bönn:
Hvernig væri að líta til frændsystkina okkar á Norðurlöndunum?
Og selja bankana!
Geir Ágústsson, 14.1.2021 kl. 09:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.