Laugardagur, 26. desember 2020
Tilraunin mikla
Bóluefni Pfizer gegn SARS-CoV-2 smiti er "first-ever authorized vaccines that use mRNA" (What is mRNA?). Bóluefni Moderna notar sömu tækni.
Hvernig stendur á því? Tæknin er áratugagömul!
"But as elegant a mechanism as this is in theory, mRNA vaccines have faced real biological challenges since they were first developed in the 1990s. In early animal studies, for instance, the vaccines caused worrisome inflammation."
Þá höfum við það.
Ef Íslendingar bjóða sig fram í risastórri tilraun á nýrri tegund bóluefnis - glænýrri tegund! - þá er það auðvitað greiði við heiminn. Þá er hægt að sjá hvernig mismunandi hópar (aldur, kyn, heilsa, ólétta, brjóstagjöf osfrv.) bregðast við bóluefninu og þegar búið er að kortleggja áhættuhópana er hægt að vara umheiminn við.
Nú þegar er búið að benda á að fólk með bráðaofnæmi (gegn lyfjum, mat eða öðrum bóluefnum) ætti að láta Pfizer-bóluefnið eiga sig.
Fleira á eftir að bætast á þann lista eftir því sem hin glænýja tegund bóluefnis nær inn í fleiri handleggi.
Sjáum hvað setur.
Þórólfur: Vonandi sér Pfizer kosti Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:45 | Facebook
Athugasemdir
Ef að fólk tekur þessi bóluefni inn í sig að þá er ekki aftur snúið.
Þá eruð þið búin að eyðileggja ykkar DNA að eilífu og ykkar afkomenda:
https://www.youtube.com/watch?v=XW3H6PBkrbU&fbclid=IwAR1K6R8rqDo_Yu6hDb9ovmw4E9Ef1O-irR8em1mdvk-7d7GNDk0ip1AdDj0
Jón Þórhallsson, 26.12.2020 kl. 14:06
Er ekki allt betra en þetta helvítis ástand sem heimurinn er í.
Látum skeika að sköpuðu því allt er verra en einhverjar aukaverkanir.
Þú mátt alveg drepast Jón fyrir mér ef þú vilt.
Ég fer hinsvegar í bólustningu daginn sem mér býðst það því þetta ástand er ekkert líf.
Halldór Jónsson, 26.12.2020 kl. 21:09
Bretar byrjuðu að dæla þessu í sig skilst mér fyrir að verða 3 vikum.
Hef ekki heyrt að neinn hafi breyst í zombí, en örfáir hafa víst fengið flog.
Ásgrímur Hartmannsson, 26.12.2020 kl. 21:45
Ég styð það fullkomlega að þeir sem vilja fari í bólusetningu, rétt eins og ég styð það að menn noti kókaín, heróín, áfengi, tóbak, lýsi, jurtate og sojafæði. Og fái flensusprautuna.
Það sem ég óttast er að tónleikar, flugferðir og partý verði stöðvuð nema menn hafi sýnt fram á notkun á kókaíni, heróíni, áfengi, tóbaki, lýsi, jurtatei, sojafæði, og glænýju bóluefni.
Geir Ágústsson, 26.12.2020 kl. 21:59
Gæti trúað að best væri að eiga bréf af Hydroxychloroquine eða Ivermectin í baðherbergisskápnum þar til traust bóluefni koma á markaðinn. Hvort nokkur læknir þori að skrifa upp á það læt ég vera með að fullyrða.
Bíð spennt að heyra hver niðurstaðan með Astra/Zeneka verður, en tilkynning um leyfið á að koma á miðvikudag. Það bóluefni er hefðbundið, en hversu virkt það er ætti þá að liggja fyrir.
Ragnhildur Kolka, 27.12.2020 kl. 02:08
Gamalmenni á borð við Halldór Jónsson ættu ekki að hika við bólusetningu. En ungu fólki myndi ég aldrei ráðleggja það.
Þorsteinn Siglaugsson, 28.12.2020 kl. 00:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.