Fleiri myndrit

Ég get því miður ekki rakið uppruna myndritsins hér að neðan öðruvísi en að segja að ég hafi fengið það sem áskrifandi á póstlista Tom Woods, en skil það eftir til umhugsunar:

deaths

Margar túlkanir eru í boði og ég vona að einhverjir skilji eftir sínar í athugasemdum en ein gæti mögulega verið: Sóttvarnaraðgerðir geta kannski frestað för veirunnar að þeim viðkvæmu í stuttan tíma, en ekki stöðvað hana.

Það væri því ráð að hleypa henni í þá sem þola hana og byggja varnarvegg í kringum þá viðkvæmustu frekar en að fórna framtíð þeirra hraustu án árangurs fyrir þá viðkvæmu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Geir, mér dettur í hug að þessi veiran gæti verið skálduð myndlíking, á við þetta myndrit sem þú sýnir.

Það er vitað að þú getur fengið næstum hvað sem er t.d. út úr spálíkani, fer bara eftir því hvaða forsendur eru settar inn.

Dauðsföll er hægt að skrá með ýmsum hætti, t.d. skilst mér að ef einhver deyr úr lungnabólgu en hefur greinst með covid-19 þá sé lungnabólga ekki dánarorsökin. Það sama gæti hugsanlega átt við hjartaáföll ofl.

Það gerðist fyrir ca 20 árum eða svo að læknar í Ísrael fóru í verkfall og var ein ástæðan til þess að semja ekki við þá á þeirra forsemdum, sögð að  dauðsföllum hefði fækkaði í landinu meðan á verkfallinu stóð.

Læknarnir í Ísrael vildu meina að það væri einungis fyrir það að þeir hefðu ekki gefið út dánarvottorðin.

Magnús Sigurðsson, 24.12.2020 kl. 08:19

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Magnús,

Vissulega er flensan árlega að mestu horfin, i öllum aldurshópum. Og það þrátt fyrir að við vitum að flensan er yngra fólki verri en kóvið, og kóvið verra eldra fólki en flensan.

Geir Ágústsson, 24.12.2020 kl. 10:26

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Svo deyr fólk síður úr elli eftir því sem dánarvottorðin eru nákvæmari.

Magnús Sigurðsson, 24.12.2020 kl. 11:12

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Skv. Pandata.org eru dauðsföll á Íslandi ár svona skipt (topp 11):

Hjartasjúkdómar: 724 (viðbúið að hækkai vegna frestunar aðgerða)
Krabbamein: 640 (viðbúið að hækki með fækkandi skimunum í ár)
Elliglöp ("demetia"): 232 (viðbúið að hækki vegna einangrunar aldraðra og hröðun á andlegri hrörnun)
Öndunarfærasjúkdómar: 112
Öndunarfærasjúkdómar neðarlega í lungum: 93
Meltingafærabilanir: 64
Sjálfsmorð: 39 (hér er sennilega töluverð seinkun í gögnunum)
Parkinsons: 39
COVID-19: 28
Nýrnabilun: 26
Sykursýki: 22

Mín spá, byggð á sæmilega upplýstum ágiskunum, er sú að COVID-19 muni óbeint drepa margfalt fleiri en beint, þegar fram líða stundir. Og margir að vara við slíku nú þegar.

Sóttvarnaraðgerðir eru banvænni en veiran sem þær beinast gegn.

Geir Ágústsson, 24.12.2020 kl. 21:21

5 identicon

Gallinn er hinsvegar sá að jafnvel þeir hraustu deyja. Þú veist ekki fyrirfram hvort sá sem smitast lifir af, sama þó hraustur sé. Afreksíþróttamenn á besta aldri hafa fallið. Feður og mæður frá ungum börnum. Og efnilegir námsmenn með framtíðina fyrir sér. Vissulega eru hópar sem eru viðkvæmari og í þeim hópum falla fleiri. En lítil hætta þýðir ekki engin hætta eins og sumir halda. Og meðan svo er þá er ekkert vit í öðru en að hafa öflugar sóttvarnir hjá öllum hópum. Við Íslendingar þurfum ekki að láta nokkra tugi eða hundruð deyja og setja tugþúsundir í stranga einangrun svo einhverjir geti stundað pöbbarölt eins og fullir Svíar. Og það er engin framtíð eyðilögð þó ungmennin geti ekki kvartað í nokkra mánuði yfir að þurfa að mæta í skóla og sé gert að læra heima.

En varðandi myndritið þá er ekki verið að bera saman sambærilegar tölur, endanlegar tölur fyrri bylgju og sí hækkandi tölur seinni bylgju. Fyrri bylgjan er yfirstaðin en hin síðari er það ekki og mis langt komin hjá hverju ríki. Myndritið var orðið úrelt og rangt daginn eftir að það var gert. Til dæmis stefnir Svíþjóð í fleiri dauðsföll en í fyrri bylgjunni ef ástandið batnar ekki mikið næsta mánuðinn. Og Danir voru að toppa sig í daglegum dauðsföllum og útlit er fyrir að það met verði fljótt slegið.

Svo er hæpið að dauðsföllum vegna hjartasjúkdóma fjölgi vegna frestunar aðgerða. Nauðsynlegum hjartaaðgerðum var ekki frestað, öflugar sóttvarnir gerðu sjúkrahúsunum kleift að starfa og þjónusta aðra en covid sjúklinga. Krabbameinsskimanir í ár eru á pari við önnur ár þó ekki hafi verið skimað nokkrar vikur, mistök í greiningum fyrir nokkrum árum síðan og eftirköst þess höfðu meiri áhrif á starfsemina en covid. Og elliglöp ("demetia")stjórnast ekki af vikulegri sunnudagsheimsókn einhverra ættingja í klukkutíma áður en farið er í bíó. En alger einangrun a la Geir og Great Barrington gæti vel magnað upp elliglöp.

Vagn (IP-tala skráð) 24.12.2020 kl. 23:58

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Já, eins og með alla aðra sjúkdóma - jafnvel þá sem eru vel kortlagðir - þá eru undantekningar frá reglunni. Í tilviki COVID-19 er um 0,5% dauðsfalla einstaklingar yngri en 70 ára. Svo ég andmæli því auðvitað ekki. 

Þegar þú talar um að létta aðgerðum til að opna á pöbbarölt þá er ég að tala um að létta á aðgerðum til að fólk geti sótt sér menntun, ferðast, unnið og hitt fjölskyldu sína og vini. Lífið sjálft. Intróvertar í fjarvinnu heima hjá sér eru auðvitað í verndarhjúp og finnst það bara fínt en eiga ekki að fá að ráðskast með aðra.

Það er rétt með myndritið en þótt tölurnar séu ekki upp á seinustu sálina í dag þá er því sennilega bara ætlað að sýna "trend". Ég þarf að finna uppruna þess - kannski er því haldið við.

Vegna dauðsfalla vegna annarra sjúkdóma þá eru einfaldlega til tölur sem sýna færri skimanir og fleiri dauðsföll í heimahúsum vegna hjartasjúkdóma (kannski að hluta vegna frestana og að hluta vegna ótta fólks að fara á sjúkrahús - nægur er jú hræðsluáróðurinn). En sú tölfræði er eðli málsins samkvæmt lengur að koma fram. Sjáum hvað setur, og vonum það besta.

"Focused protectoin" er ekki "alger einangrun". Lestu nú GB Declaration - hún er til í íslenskri þýðingu og er mjög stutt. Læt nú samt flakka tilvitnun:

"Aðgerðir til að vernda hina viðkvæmu ættu að vera meginmarkmið viðbragða gegn COVID-19. Til dæmis ættu hjúkrunarheimili að notast við starfsfólk sem þegar hefur náð ónæmi og framkvæma tíðar PCR prófanir á öðru starfsfólki og gestum. Breytingar á starfsmannahópi ættu að vera sem minnstar. Eldra fólk sem býr heima ætti að fá matvöru og aðrar nauðsynjar sendar heim. Þegar mögulegt er ætti það að hitta ættingja utandyra fremur en innandyra."

Geir Ágústsson, 25.12.2020 kl. 14:13

7 Smámynd: Geir Ágústsson

0,5% í fyrri athugasemd var röng. Íslenska talan er 0,08% (dauðsföll undir sjötugu án tillits til undirliggjandi sjúkdóma).

Og Svíþjóð virðist ætla að fletjast út bráðlega en það fer auðvitað eftir því hvað tekst vel að verja þá eldri. Smáatriðin hér:

https://experience.arcgis.com/experience/09f821667ce64bf7be6f9f87457ed9aa/page/page_0/

Geir Ágústsson, 25.12.2020 kl. 14:18

8 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta sýnir auðvitað glöggt að sóttvarnaraðgerðir hafa lítil sem engin áhrif á útbreiðslu veirunnar - það er ekki að sjá að neitt samhengi sé þarna á milli, Bretland var t.d. með mjög stífar aðgerðir í vor, en mikinn fjölda dauðsfalla. En þær valda ómældum hörmungum. Hérlendis má búast við að atvinnuleysi einvörðungu vegna lokunar landsins valdi 100-200 dauðsföllum. Þetta bætist við heilsufarslegar afleiðingar, bæði til skemmri tíma, og til lengri tímar, þar sem tekjuhrun og gegndarlaus útgjöld ríkisins verða til þess að skaða heilbrigðiskerfið langt inn í framtíðina. Hefði ráðum Barrington-þremenninganna verið fylgt hefði mátt láta pestina ganga yfir á 3-4 mánuðum. Vitanlega hefði það valdið einhverjum dauðsföllum, en langtum færri en aðgerðirnar valda.

Þorsteinn Siglaugsson, 25.12.2020 kl. 14:22

9 Smámynd: Geir Ágústsson

Þorsteinn,

Mér skilst að munurinn liggi ekki endilega í hópvarnaraðgerðum sem slíkum heldur útbreiðslu veirunnar. Ef hún er nú þegar byrjuð að hoppa og skoppa þá verður hún ekki stöðvuð. Það má verja ákveðna smitlausa hópa en áfram mun þurfa að dreifa mat og lyfjum, fylla á tankinn og margt fleira sem krefst þess að fólk er á ferð.

Að því sögðu: Síðan í vor er búið að sá fræjum tortímingar. Vonum að þau nái ekki að verða að næstu plágu - plágu fátæktar.

Geir Ágústsson, 25.12.2020 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband