Þriðjudagur, 22. desember 2020
Hugleiðingar um heilbrigðisþjónustu
Ég rakst fyrir tilviljun á viðtal við einn af stofnendum einkarekinnar skurðstofu í Oklahoma-borg í Bandaríkjunum.
Þar eru menn ekki á samningum við tryggingafélög og taka helst ekki við öðrum greiðslum en reiðufé frá skjólstæðingunum sjálfum.
Ekkert er niðurgreitt, ekkert er vafið inn í þunga pappírsvinnu og verðin eru gefin upp á heimasíðu skurðstofunnar og eru algjörlega gegnsæ.
Fyrir áhugasama um heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna er þetta alveg magnað viðtal. Meira að segja spyrill, sem þekkir svolítið til í heimalandi sínu og er með áratugareynslu sem hagfræðingur og samfélagsrýnir, lét koma sér á óvart - ítrekað!
Svolítið dæmi:
Aðgerð nokkur kostar á skurðstofunni einkareknu um 13 þús. dollara (og hefur gert það í 20 ár).
Fari heilbrigðistryggður einstaklingur til spítala á samning hjá hinu opinbera borgar hann töluvert minna en 13 þús. dollara en innan heilbrigðiskerfisins kostar aðgerðin 100 þús. dollara! Ef spítali framkvæmir aðgerð á ótryggðum einstaklingi fær hann engu að síður um 10 þús. dollara frá hinu opinbera (10% af fullu verði), eða sem nemur raunkostnaði einkareknu skurðstofunnar. 100 þús. dollara verðmiðinn er uppspuni og til þess gerður að mjólka sem mest út úr kerfinu, eða svo skilst mér.
(Þess má geta að ég þekki mann sem reyndi árangurslaust að komast að því hvað ein liðskiptiaðgerð kostar í hinu opinbera kerfi á Íslandi. Það var ekki nokkur leið að komast að því. Á meðan er verðskrá einkarekinna skurðstofa aðgengileg hverjum sem er.)
Og hverjir eru svo skjólstæðingar skurðstofunnar? Meðal annarra eru þar Kanadamenn sem eru á svo löngum biðlista í heimalandinu að þeir þola ekki lengur við. Fólk með tryggingar lætur líka skera sig upp á eigin kostnað vegna biðlista og annarra óþæginda.
En hvað með þá fátæku, spyr þá einhver. Viðtalið býður upp á fullt af svörum við því. Meðal annars er bent á að heilbrigðisþjónusta þarf ekki að vera svona dýr. Meira og meira er að fara í yfirstjórn og pappírsvinnu og minna og minna til heilbrigðisstarfsfólksins. Sjálfur hafði viðmælandi ekki hækkað verðin sín í 20 ár, meðal annars vegna hagstæðari samninga við birgja og auðvitað með því að byggja upp gott orðspor sem laðar að sér fleiri skjólstæðinga.
Ég mæli sem sagt eindregið með þessu viðtali. Það er mjög upplýsandi, sama hvar hlustandi er staðsettur á hinu pólitíska landakorti.
Lyfjaframboð á Íslandi í hættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Líklega er rótin að þess sú að hjá tryggingafélögunum er afsláttarprósentan sem fæst lykilmælikvarði á árangur þeirra sem semja við heilbrigðisstofnanir. Listaverðið færist því sífellt fjær hinu raunverulega verði.
Þorsteinn Siglaugsson, 22.12.2020 kl. 12:13
Það var einmitt eitthvað slíkt sem kom upp í umræðunni. Það eru hvatar að verki til að blása upp allt verðlag - gera 100 þús. að 200 þús.
Geir Ágústsson, 22.12.2020 kl. 13:41
Það er gott að geta valið viðskiptavini. Einkareknar stofur taka ekki við sjúklingum sem skila ekki hagnaði, sjúklingum sem passa ekki í verðskrána. Fleyta rjómann af og græða vel. Ríkið verður víst að taka við sjúklingi hvort sem aðgerð og eftirmeðferð kostar milljón eða fimm. Ríkið þarf meira að segja að vera með laus pláss á deildum og gjörgæslu til að taka við viðskiptavinum einkastofa. Þegar Landspítalinn fór á neyðarstig í haust gátu einkastofurnar ekki skorið í sjúklinga. Einkastofa með hlutaþjónustu og sjúkrahús sem veitir alþjónustu og þjónustar viðskiptavini einkastofurnar eru ekki sambærilegir aðilar og verða seint með eins verðskrár.
Vagn (IP-tala skráð) 23.12.2020 kl. 01:01
Vagn horfði ekki á viðtali, Kommarnir Katrín og Svandís sem tíndu pöntunablaðinu fyrir covit bóluefninu munu heldur ekki horfa á það. Guðlaugur þór sem áður var liðtækur í þessari baráttu er hættur nenna því og gérir bara eins og kommakengið segir.
Guðmundur Jónsson, 23.12.2020 kl. 07:56
Guðmundur,
Já þvi miður, amk í tilviki Vagns svokallaðs sem ég var að vonast til að gæti sagt mér hvað liðskiptiaðgerð hjá hinu opinbera kostar.
Svo virðist ekki mega semja í nægjanlegum mæli við sérhæfða verktaka á sviði heilbrigðisþjónustu þótt gangar séu fullir af öldruðum og biðlistar að lengjast. Nema þeir heiti Kári Stefánsson.
Geir Ágústsson, 23.12.2020 kl. 09:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.