Einmanaleiki er banvænn

Það er hægt að deyja úr ýmsu. Til dæmis er talið að einmanaleiki geti hraðað hrörnun vegna sjúkdóma eins og Alzheimers og jafnvel leitt til þeirra. Það mætti því segja að það sé hægt að deyja úr einmanaleika.

Sóttvarnaraðgerðir hafa stuðlað að einmanaleika og líklegt má teljast að heilbrigðiskerfið fái að finna fyrir því með fleiri heilabiluðum skjólstæðingum en ella þegar fram líða stundir.

Lífið snýst ekki bara um að halda lífi. Jólin snúast ekki bara um að rífa upp pakka sem einhver sendillinn bar að dyrum. Fjölskyldan er meira en bara sameiginlegt erfðaefni. Félagsskapur er meira en bara listi yfir tengiliði á samfélagsmiðlum.

Vonandi hittist fólk sem mest á jólahátíðinni hvað sem líður veirufréttum.


mbl.is Hefur áhyggjur af jólunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Orsakar meiri samvera hjóna einmannaleika? Verður fólk einmanna þegar það fær meiri tíma með börnunum en það hefur haft frá fæðingarorlofi? Átt þú von á því að verða einmanna ef gestir jólaboðanna hlaupa ekki á tugum? Verður þú einmanna þegar þú þarft að halda tveggja metra fjarlægð frá einhverjum ókunnugum í Hagkaup? Ert þú nú viss um að heilabilunin sé ekki nú þegar á alvarlegu stigi hjá þér?

Vagn (IP-tala skráð) 20.11.2020 kl. 19:35

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Úbbs, þú last ekki örstutta útdráttinn sem ég vísaði í. En allt í góðu, þú þarft þess ekki.

Geir Ágústsson, 20.11.2020 kl. 20:21

3 identicon

Örstutta útdráttinn frá 2007 sem hvergi minnist á að sóttvarnaraðgerðir hafi stuðlað að einmanaleika? Hvort sem einmannaleiki auki líkur á Alzheimer eða ekki þá er samt ekkert sem segir að sóttvarnaraðgerðir hafi stuðlað að einmanaleik. Fáránleg tengingin þín er því annaðhvort vísvitandi tilraun til blekkinga eða orsök heilabilunar. Og miðað við að þú hefur hvorki vit né hugmyndaflug til að reyna hið fyrra hallast ég að hinu síðara.

Vagn (IP-tala skráð) 21.11.2020 kl. 02:32

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Hvernig hefur það farið framhjá þér að einangrun aldraðra hefur aukið einmanaleika meðal þeirra? Vísvitandi blind ofurtrú á aðgerðir yfirvalda og afneitun á óbeinum afleiðingum þeirra? Eða er þér kannski bara skítsama?

Geir Ágústsson, 21.11.2020 kl. 06:48

5 Smámynd: Geir Ágústsson

En fyrir hina, sem er ekki skítsama, nokkrir fróðleiksmolar:

"A study analyzing the correlation between loneliness and risk of developing AD [Alzheimer's disease] revealed that lonely persons had higher risk of AD compared with persons who were not lonely. On the other hand, it has been reported that we can prevent cognitive decline and delay the onset of AD if we keep mentally active and frequently participate in social activities."
https://jbiomedsci.biomedcentral.com/articles/10.1186/s12929-018-0404-x

"The outbreak of COVID-19 will have a long-term and profound impact on older adults’ health and well-being. Social isolation and loneliness are likely to be one of the most affected health outcomes. Social isolation and loneliness are major risk factors that have been linked with poor physical and mental health status."
https://ghrp.biomedcentral.com/articles/10.1186/s41256-020-00154-3

"The results of this poll suggest that the COVID-19 pandemic has had a substantial impact on feelings of loneliness (lack of companionship and isolation) and social connections among older adults."
https://www.healthyagingpoll.org/report/loneliness-among-older-adults-and-during-covid-19-pandemic

"Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og félagsmálaráðuneytið hafa undanfarið styrkt fjölmörg verkefni sem miða að því að vinna gegn félagslegri einangrun og einmanaleika aldraðra. Einmanaleiki og félagsleg einangrun er algeng hjá öldruðum og er styrkjunum ætlað að bregðast við þeirri stöðu og styðja við fjölþættar aðgerðir sem miða við að draga úr félagslegri einangrun og einmanaleika þessa hóps."
https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/10/06/Fjolbreyttar-adgerdir-til-ad-vega-a-moti-einmanaleika-og-felagslegri-einangrun-aldradra/

Geir Ágústsson, 21.11.2020 kl. 08:14

6 identicon

Hefur það farið framhjá þér að einangrun aldraðra hefur í flestum tilfellum aðeins fækkað stuttum heimsóknum ættingja um helgar og hefur því lítil áhrif haft á einmannaleika þeirra? Hvort ættingjar koma sjaldan eða ekki eða meiga ekki koma skiptir ekki öllu máli. Eftir sem áður umgangast þeir mestmegnis starfsfólk og aðra vistmenn. Sumarfrí og ferðalög ættingja og starfsmanna hafa sennilega ekki minni áhrif. Félagsleg einangrun og einmanaleiki aldraðra er margra áratuga viðvarandi vandamál, covid og sóttvarnaraðgerðir hafa litlu við það bætt, og það verður áfram vandamál eftir að sóttvarnaraðgerðum linnir. Covid og sóttvarnaraðgerðir hafa beint kastljósinu á þetta vandamál en sköpuðu það ekki. Svo eru stakar breskar skoðanakannanir og tilgátur ekki marktækur mælikvarði.

Mér er ekki skítsama. En meðan þú kemur bara með órökstuddar fullyrðingar, óskynsamlegar ályktanir og heimskulega þvælu sem stenst ekki skoðun þá er ekkert sem þú segir og leggur til lausn á vandamálinu. Félagsleg einangrun og einmanaleiki aldraðra verður ekki leyst með fleiri jarðarförum.

Vagn (IP-tala skráð) 21.11.2020 kl. 18:57

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Þú mátt gjarnan rökstyðja eitthvað sjálfur öðruvísi en að blása á raunverulegar mælingar á líðan raunverulegs fólks. 

Geir Ágústsson, 21.11.2020 kl. 19:35

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Og svo því sé haldið til haga: Sóttvarnaraðgerðir með núverandi nálgun eru ekki að fækka jarðaförum. Sú réttlæting rann út fyrir nokkrum mánuðum.

Geir Ágústsson, 21.11.2020 kl. 19:40

9 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Við erum öll einmana, við fæðumst ein og deyjum ein. Versti einmanaleikinn er í hóp og sá eitraði er tvennu. Margir sem eru einir, eru aldrei einmana.

Það er hins vegar gríðarlegt ofbeldi - og jaðrar við "genocide" af hálfu heimsmarxismans að þvinga til einveru milljónir fólks sem ekki kann að höndla hana.

Guðjón E. Hreinberg, 22.11.2020 kl. 14:37

10 identicon

Færri jarðarfarir:Af línuritinu má lesa að það sem af er þessu …

Vagn (IP-tala skráð) 22.11.2020 kl. 15:31

11 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég held að allir kannist við skammtímaáhrifin. Þeim er vel haldið á lofti. Ég bjóst við meiru af þér, Vagn.

Geir Ágústsson, 22.11.2020 kl. 16:58

12 identicon

Frá því snemma í Maí hafa dauðsföll verið færri en meðaltal síðustu 50 ára, þökk sé sóttvörnum. Núna 137 jarðarförum færri en meðaltal síðustu 50 ára. Hvernig rímar það við: "Og svo því sé haldið til haga: Sóttvarnaraðgerðir með núverandi nálgun eru ekki að fækka jarðaförum. Sú réttlæting rann út fyrir nokkrum mánuðum."  137 jarðarförum færri telst fækkun hjá flestum öðrum en þér. Og fyrir alla þá sem ekki voru jarðaðir eru það velkomin skammtímaáhrif.

Þú ert gjarn á að bulla helbera endemis vitleysu sem maður þarf að beita sig hörðu til að kalla ekki vísvitandi tilraunir til manndrápa með lygum og blekkingum. Að þú skulir hafa svo mikið sem grunnskólapróf vekur furðu. Það eina sem vantar er að þú haldir því fram að jörðin sé flöt, en sennilega er það bara tímaspursmál. Sem bendir til þess að þú sért búinn að vera ótrúlega einmanna ofboðslega lengi.

Vagn (IP-tala skráð) 22.11.2020 kl. 19:22

13 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Aftur veldur þú mér vonbrigðum. Þú hefur ekki komið inn á blikur á lofi vegna sjálfsvíga. Þú hefur ekki nefnt yfirvofandi brottföll í skólakerfinu. Atvinnuleysi er á rjúkandi uppleið en hunsað af þér. Þú hefur ekki nefnt langtímaáhrif frestana á krabbameinsskimunum. Og margt annað. Engin langtímahugsun. Bara sú töfralausn að halda fólki aðskildu þannig að þeir öldruðu sem hefðu fengið veiru í ár fá hana seinna. Og báðu sennilega ekki um að sleppa við hana gegn því að sjá barnabörnin oftar, eða spurðir þú?

Að því ónefndu að kúrvan sem þú sýnir er óeðlilega lág, sérstaklega í heimsfaraldri svokölluðum. Hvað var að meðaltalinu?

Geir Ágústsson, 22.11.2020 kl. 20:33

14 identicon

Það er rétt, ég hef ekkert komið inn á svartsýna órökstudda framtíðarsýn ykkar spámannanna. Og öll bíðum við enn eftir þessari flóðbylgju sjálfsvíga sem átti að koma í haust. Og brottfallið sem þú hræddist svo mjög varð að met aðsókn í flesta skóla þar sem færri komust að en vildu. Og þú mátt ekki vera svona súr og svekktur þó gamla fólkinu hafi verið forðað frá smiti og nú sé komið bóluefni sem gerir fyrri rök þín og hvatningar til fjöldasmita að morðtilraunum.

Svo má benda þér á það að gamla fólkinu var frjálst að fara þó mögulegum smitberum hafi verið meinaður aðgangur að hjúkrunarheimilum og öldrunarstofnunum. Ef áhyggjur þínar af einmannaleika þeirra væri ekki bara í nösunum á þér þá hefðir þú geta fengið afa og ömmu barna þinna, pabba þinn og mömmu eða tengdó inn á þitt heimili ef þau hefðu kært sig um að hitta þig. Kannski færðu samt jólakort.

Kúrfan er vissulega óeðlilega lág miðað við fullyrðingar þínar og spár frá upphafi sóttvarna. En hún notast við nokkuð sem þér er óskiljanlegt og framandi, tölulegar staðreyndir. Við gerð kúrfunar var ekkert af gagni hægt að veiða úr skolpinu sem fyllir þinn haus og því varð að fara þá leið. En það var ekkert að meðaltalinu, góð ár lenda undir því og slæm yfir því, meðaltalið er það sem helst má búast við í meðalári.

Vagn (IP-tala skráð) 23.11.2020 kl. 00:16

15 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Vonum að þú og þinn sorakjaftur hafi rétt fyrir þér og að sjálfsvíg haldist á venjulegu reiki (eða neðar), að frestun krabbameinsskimana og annarra skimana á lúmskum sjúkdómum leiði ekki til fleiri dauðsfalla, að geðheilsa og andleg heilsa aldraðra fari ekki of illa út úr ástandinu og óttanum sem er hellt yfir samfélagið vegna veiru sem flestir dusta frekar auðveldlega af sér (með fáum en fréttnæmum undantekningum), að brottfall ungmenna úr skólakerfinu verði ekki að alvarlegu vandamáli fyrir þroska þeirra og framtíð og að allir sem hafa tjáð sig um alvarlegar afleiðingar einangrunar, atvinnuleysis og takmarkana á samfélaginu séu einfaldlega svartsýnisrausarar. 

Og að allt þetta muni að lokum bjarga einhverju fólki á áttræðis-, níræðis- og tíræðisaldri frá því að fá þessa veiru (þótt það sé líklegra að það sé óumflýjanlegt ef hjarðónæmi fær ekki að byggjast upp í samfélaginu).

Ég vona að rósrauð bjartsýni þín sé rétt og að svartsýni mín sé röng.

Þrátt fyrir að þú kunnir mjög illa að tjá þig eins og yfirveguð, fullorðin manneskja.

Geir Ágústsson, 23.11.2020 kl. 07:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband