Veirusagan og gullfiskaminnið

Árið 2009 herjaði veira á flest samfélög. Mikill ótti greip um sig. Landspítalinn fylltist af allskyns veirusjúklingum og ástandið þótti tvísýnt. Lyfjafyrirtæki fengu stórar fjárhæðir til að hraðsjóða bóluefni og sífjölgandi mælingar sýndu sífellt fleiri smit en sífellt færri dauðsföll - svokallaður tilfellafaraldur (e. casedemic). 

Veiran gekk að lokum yfir, enda fékk hún yfirvöld ekki til að fletja út hagkerfið og samfélagið. Í kjölfarið fóru að heyrast raddir um blekkingaleik í boði lyfjafyrirtækjanna og annarra hagsmunaaðila sem höfðu áhrif á ákvarðanatöku opinberra aðila sem eyddu svimandi fjárhæðum til að berjast við veiru.

Svolítil frétt um rannsóknir sem kallað var eftir má sjá hér.

Síðan eru liðin 10 ár og allt er þetta gleymt og grafið. Sagan er að endurtaka sig, en úrræði gegn veiru hafa orðið þeim mun róttækari. Árið 2009 var því hafnað að setja heilbrigt en mögulega smitað fólk í sóttkví. Öll nálgun smítsjúkdómalæknis var yfirvegaðri, jafnvel þótt teikn væru á lofti um fjölgun sjúklinga.

Sænsku leiðina, núna takk!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flensuveiran 2009 hefði kallað á sömu viðbrögð og covid 19 ef flensa hefði verið óþekkt, ekkert vitað um hvernig ætti að gera flensu bóluefni og engin lyf við flensum. Sem betur fer þá var til lyf við flensum og vitað hvernig átti að gera bóluefni 2009 og meðhöndla sjúklinga. 2020 var ekkert vitað um covid 19, engin lyf til og ekkert vitað um framleiðslu bóluefna, meðhöndlun sjúklinga og endingu mótefnis. Vírusarnir 2009 og 2020 eru því ekki sambærilegir. Viðbrögðin voru því frábrugðin þó báðar veirurnar væru hættulegar og gætu valdið fjölda dauðsfalla án lyfja og bóluefna.

Vagn (IP-tala skráð) 16.11.2020 kl. 10:09

2 Smámynd: Geir Ágústsson

 Hafa menn ekkert lært á 9 mánuðum hvernig á að meðhöndla COVID-19 sjúklinga? Jú, auðvitað.

Geir Ágústsson, 16.11.2020 kl. 11:15

3 identicon

Jú, menn hafa lært það að þetta er engin flensa og að sóttvarnaraðgerðir hafi mátt vera meiri. Það er ekki auðvelt að meðhöndla sjúkdóm þegar ekkert lyf er til, jafnvel eftir níu mánuði, þá er lítið hægt að gera annað en lina þjáningar og vona hið besta.

Vagn (IP-tala skráð) 16.11.2020 kl. 12:43

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Ég vona að þú sért ekki að tala niður lækna til að ýta undir ótta. Hér er hughreysting:

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/09/03/eg_er_thessi_karl_a_attraedisaldri/

Geir Ágústsson, 16.11.2020 kl. 13:21

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mig minnir að bóluefnið fyrir sars hafi drepið miklu fleiri en veiran sjálf átti þó að vera 90% öruggt og árangursríkt.

Ég ætla að hinkra og sjá áður en ég þigg skammtinn.

Annars gæti verið að ég sé ónæmur fyrir þessu. Á 15 manna vinnustað sem ég starfaði var gert slembipróf á mannskapnum og 6 reyndust með kóvid án þess að hafa grænan grun um það. 10 daga vinnutap var minn skaði en engin veira þótt ég hafi verið alveg ofan í hálsmáli þeirra sýktu í fleiri daga.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.11.2020 kl. 21:12

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Geir.

Sænska leiðin lokaði í gær. Svíþjóð er svo illa farin.

Til að opna hana aftur þarf maður að hringja í Sigríði og biðja um samband við Brynjar að handan - og þá tekur hún fram andaglasið með gullfiskunum.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 17.11.2020 kl. 00:54

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Gunnar,

Mér finnst nú kannski fullgróft að segja að Svíþjóð hafi lokað. Nokkur dæmi:

"The new limit applies only to public events and not private gatherings, with Prime Minister Stefan Löfven saying "we can't regulate every social gathering" but urging people to follow the new limit at all kinds of events."

"More than eight people will still be allowed in restaurants at the same time (although not as part of the same group) but the change means restaurants will in practice not be able to host events such as music performances due to the eight-person limit on events."

Engum fyrirtækjum lokað en fólk hvatt til að fara ekki í ræktina og þess háttar. Hvatning, ekki valdboð.

Dauða- og gjörgæslukúrfurnar líka flatar eða á niðurleið þótt smitkúrfan sé á himinflugi. Nú grunar mig að stjórnmálamennirnir hafi látið smittölurnar hræða sig og stunguð sóttvarnalækni sínum inn í skáp. Mér gæti þó skjátlast enda finn ég ekkert áþreifanlegt um það.

Landamærin óbreytt. Það er nú eitthvað.

Geir Ágústsson, 17.11.2020 kl. 08:14

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Geir.

Nú gilda mjög svo hertar reglur í 21 léni af 22 lénum Svíþjóðar. Fólk er hvatt til að ferðast ekki að ástæðulausu á milli léna og ónauðsynlegar ferðir á milli léna eru svo gott sem bannvara, sem þýðir að ferðaþjónustu er lokað, hafi hún yfir höfuð verið til staðar, því næstum engir nema þeir allra ferðanjálgsplöguðu, skrifborðshershöfðingjar, einhleypingar og fólk með frekar tóma hausa ferðast að ástæðulausu núna, eins og við fengum að finna fyrir hér á landi síðsumars.

Fólk í Svíþjóð er hvatt til að forðast alla sem það er ekki í heimili með og íþróttum er lokað, veitingahúsum er lokað nema að því leytinu að þau nenni að hafa opið fyrir nokkrar hræður. Síðan er það allt hitt sem sænska ríkisstjórnin kynnti og mun kynna á næstu dögum, því þetta á að taka gildi þann 24. nóvember og vara fram á aðfangadag jóla.

Síðan komu einnig hagvaxtartölur Svíþjóðar fyrir þriðja fjórðung ársins og reyndist sænskur hagvöxtur vera sá næst lélegasti í öllu Evrópusambandinu, af þeim löndum sem þegar hafa tilkynnt tölur sínar í þeim efnum.

Sænska ríkisstjórnin er búin að gefast upp á ruglinu og ekkert nema stórkostlegur og ónauðsynlegur aukafjöldi dauðsfalla Svía sem alla æfi hafa greitt hæstu skatta í heimi og fengu ekkert fyrr þá nema líkkistuna eina að þökkum, hefur hafst upp úr rugli hennar. Segja má að hún hafði verið plága á þjóðinni í tæplega 100 ár.

Landamæri Íslands eru opin. Allir sem synda inn fyrir efnahagslögsöguna fá það og fá jafnvel að koma í land, fari þeir eftir reglunum. Allar nauðsynlegar skipaferðir eru leyfðar sé reglum um sóttvarnir hlýtt. Eini staðurinn þar sem ekki má stíga inn í landið okkar á auðveldan hátt, nema að vissum skilyrðum uppfylltum er, á flugvöllum Íslands.

Við Íslendingar getum ferðast eins og okkur sýnist innanlands. Miklu betra en í Svíþjóð - og öruggara fyrir okkur öll og hagkerfi okkar. Aldrei á neinum tímapunkti hefur Ísland verið lokað. Út og innflutningur og póstsamgöngur hafa gengið fullkomlega fyrir sig og tekist hefur að mestu leyti að manna áhafnir skipa og báta og forðast að íslenskar fiskafurðir veiruspillist og verði þar með óútflutningshæfar. Ég get farið hvert á land sem ég vill og fengið ferðaþjónustu sé hún á annað borð opin.

Og nú fer að líða að jólum og verða þau sennilega ekki eins og í Svíþjóð. Vonandi ekki.

Gunnar Rögnvaldsson, 17.11.2020 kl. 10:07

9 Smámynd: Geir Ágústsson

Gunnar,

Hefur sóttvarnarlæknir Svía stutt þessa vegferð upp á síðkastið? Mér sýnist vera búið að ýta honum til hliðar:

https://www.reuters.com/article/health-coronavirus-sweden-tegnell/second-wave-same-strategy-swedish-covid-19-czar-defiant-despite-surge-idINL1N2HZ1YJ

Það hlýtur líka að vera, því tölurnar eru töluvert vægari en í fyrri bylgju, ef smitfjöldinn er undanþeginn (en misræmi milli smita og veikinda/dauða eykst og eykst).

Annars vil ég mótmæla því að skreppitúr til Íslands, þar sem 5 dagar fara í sóttkví, sé "opið land". Og hið sama gerðu nánast allir flugfarþegar síðan 19. ágúst.

Geir Ágústsson, 17.11.2020 kl. 10:20

10 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Geir:

Ríkisstjórn Svíþjóðar ræður yfir sóttvarnarlækninum og öllum öðrum í landinu svo lengi sem Svíþjóð er fullvalda ríki Svía. En sem Svíþjóð náttúrlega ekki er, eftir að þeir gengu í Evrópusambandið í hræðslukastinu mikla 1992-1994. ESB gæti fundið upp á hinu og þessu í þessum efnum sjái nómenklattúra þess erlendis og innan Svíþjóðar sér pólitískan hag í því. Fimmtu herdeildirnar eru þannig.

Ekkert land er meira opið en heimili íbúanna sem mynda þar ríki. Til dæmis er mitt heimili ekki opið neinum nema fjölskyldu minni og þeim gestum sem ég býð eða koma og banka á og sem ég met hvort að sé óhætt að hleypa inn. Komi þeir inn og byrji að mublera um og heimta hitt og þetta þá hendi ég þeim út og þeir fá ekki að koma inn aftur.

Eins er það með lönd. Þau eru lönd ríkisborgaranna sem þar hafa myndað með sér ríki. Allir sem ekki eru ríkisborgarar eru gestir svo lengi sem þeim er heimlit að vera gestir á þjóðarheimilum annarra.

Eins og er, viljum við ekki taka á móti gestum sem fara ekki eftir þeim reglum sem settar hafa verið. Lengra nær það ekki. Og þetta gildir einnig um okkur sjálf þegar við erum gestir annarra þjóða. Ég var til dæmis í 25 ár gestur í Danmörku, sem mér skilst að þú sért búsettur í núna. Ég fór eftir reglum Dana og datt reyndar aldrei neitt annað í hug.

Gunnar Rögnvaldsson, 17.11.2020 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband