Miðstéttin færir sig um set

Blaðamaður vekur athygli á því að frambjóðandi demókrata sé í fyrsta sinn að sigra í ríkinu Arizona síðan árið 1996. Sennilega tengir blaðamaður það við persónutöfra Biden án þess að segja það berum orðum en hver ætli raunverulega ástæðan sé?

Kannski er hún sú að fólksflóttinn frá Kaliforníu ("California exodus") og til t.d. Arizona sé farinn að hafa áhrif á atkvæðavægið (Demókratar unnu Arizona með litlum 11 þús. atkvæðum). Þeir sem flýja taka með sér atkvæðaseðlana sem benda á demókrata. Það breytist ekki. Vinstrimenn verða áfram vinstrimenn þótt þeim takist að flýja skatta vinstrimanna.

Árið 2019 flutti yfir hálf milljón Kaliforníubúa inn í Texas. Trump tók Texas með um 600 þús. atkvæða mun. Hvað gerist ef hálf milljón bætist við í ár og aftur það næsta? Vinna Demókratar þá Texas, eitt höfuðvígi Repúblikana? Eða munu innfæddir í Texas endurmennta nýju nágrannana sína? Tíminn mun leiða það í ljós.

En Demókratar eru ekki bara að breiða úr sér með því að óánægðir demókratar í Kaliforníu hreiðri um sig í öðrum fylkjum til að flýja háa skatta demókrata í Kaliforníu en kjósa svo með háum sköttum frá demókrötum í Washington. Þeir hafa líka uppi áform um að bæta Puerto Rico og District of Columbia við Bandaríkin sem fullgildum ríkjum og þar sem kjósendur þessara svæða eru yfirgnæfandi vinstrisinnaðir þá mun slík aðgerð tryggja Demókrötum völdin í öldungaþingi Bandaríkjanna um ókomna framtíð. Snjallt, ekki satt?

Bandaríkin eru að breytast á róttækan hátt. Vonum að það muni á einn eða annan hátt verða því ágæta fólki sem þar býr til góðs, þótt ég telji það ólíklegt.


mbl.is Biden tryggði sér sigur í Arizona
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mikill er máttur fjölmiðlanna. Það er reyndar ekki búið að telja í Arizona og og opinber niðurstaða ekki komin, þótt fjölmiðlar segi annað. Það er 0.4% munur enn og búið að kæra til endurtalningar.

I't aint ower till it's ower.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.11.2020 kl. 11:34

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Jón Steinar,

Svona, svona, þú ert þá ekki að segja að George W. Bush hafi svindlað í Flórída, og að kosningakerfið í USA sé opið fyrir slíku?

Nú eða finnast það grunsamlegt að í mörgum ríkjum tók Bidan yfir á blálokasprettinum með bréfatkvæðum og endaði örfáum þúsundum atkvæðum fyrir framan Trump? Eins og það sé eitthvað grunsamlegt að menn sigri ítrekað með nefbroddinum í hlaupakeppni?

En það er búið að ákveða niðurstöðuna, óháð því hvort eitthvað gruggugt hafi verið á ferðinni eða ekki. Nú fá demókratar aftur að spreyta sig, þ.e. þegar er búið að sverja Biden inn og síðan ýta honum til hliðar og hleypa þar eins konar Ólínu Þorvarðardóttur Bandaríkjanna, konu sem skilur eftir sig illdeilur og ósætti.

Geir Ágústsson, 13.11.2020 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband