Sjálfsmorðsbylgjan sem mun eyða fleiri mannslífum en veira

„Við erum að sjá trausta náms­menn í Berg­inu sem aldrei hafa verið í vand­ræðum í skóla upp­lifa mik­inn vanda til að ná utan um náms­efnið eins og ætl­ast er til,“ skrifar Sig­urþóra Bergs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Bergs­ins headspace, á Face­book.

Sjálfsmorðsbylgja er hafin og skammdegið, brottfallsbylgja úr framhaldsskólum, atvinnuleysið og jólahátíð á atvinnuleysisbótum er ekki að fara hægja á henni.

Fjölgun sjálfsmorða ungs fólks miðað við meðaltalsár verður miklu meiri en mannfall vegna veiru. Með öðrum orðum: Óbeinar afleiðingar sóttvarnaraðgerða munu taka miklu fleiri mannslíf en sjálf sóttin, og jafnvel sóttin án lífshættulegra sóttvarnaraðgerða ef miðað er við ríki eins og Svíþjóð. 

Því vissulega þarf að bregðast við sótt með aðgerðum. En að innleiða bannvænar aðgerðir? Þá er betur heima setið en af stað farið.

Blaðamenn eru aðeins byrjaðir að ranka við sér úr rotinu eftir að fólk í framlínunni fór að benda á fjölgun sjálfsvígshugsana og sjálfsvíga og benda á aukið brottfall úr skólum og mannskemmandi aðstæður unga fólksins sem hefur verið þjakað af vanlíðan og þunglyndi síðan í vor.

Hið opinbera var með eitt verkefni - eitt verkefni! ("you had one job!"): Verja viðkvæma hópa. Það mistókst í haust eins og myndin hér að neðan sýnir (heimild) og síðan hafa nokkrir einstaklingar, allir yfir áttrætt, látist. En sú tölfræði sem er ekki mjög aðgengileg er fjölgun sjálfsvíga, sett í samhengi við sóttvarnaraðgerðir, og auðvitað brottfallið úr skólum og íþróttum. Hið stóra samhengi er ekki í boði.

onejob

Blaðamenn, boltinn er hjá ykkur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ætli sé enhver refsing fyrir að þvinga fólk út í að taka eigið líf?

Eða er maður friðhelgur hafi maður fengið fálkaorðu?

Þorsteinn Siglaugsson, 6.11.2020 kl. 10:15

2 identicon

Reyndar virðist stefna í það að þrátt fyrir að hafa komið í veg fyrir nokkur hundruð covid dauðsfalla þá verði fjöldi dauðsfalla vegna covid ekki langt frá fjölda sjálfsvíga.

Og mælikvarðinn á árangur sóttvarna er ekki hversu margir látast heldur hversu margir látast ekki sem annars hefðu látist. Það er einstaklega heimskulegt að segja að afnema beri sóttvarnir vegna þess að svo fáir hafi látist.

Vagn (IP-tala skráð) 6.11.2020 kl. 10:25

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

"Nokkur hundruð dauðsföll", úr hvaða hatti dróstu þá kanínu?

Geir Ágústsson, 6.11.2020 kl. 10:34

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Tók annars að gamni saman gögn um dauðsföll síðan 1. september og hérna stendur Ísland sig næstverst Norðurlanda:

Land

Mannfjöldi

Dauðsföll frá 1. sep.

Dauðsföll/mannfjölda
frá 1. sep.

SE

10343403

202

1,95294E-05

IS

356991

8

2,24095E-05

DK

5760694

109

1,89213E-05

NO

5295619

20

3,77671E-06

(Óþarf að taka fram að frá upphafi eru dauðsföll/mannfjölda langflest í Svíþjóð en þar misstu menn veiru á hjúkrunarheimili í upphafi faraldurs. Íslendingar eru að gera það núna.)

Geir Ágústsson, 6.11.2020 kl. 10:45

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Þetta kom ekki mjög vel út. Prófa aftur:

Land     Mannfjöldi  Dauðsföll frá 1. sep.     Dauðsföll/mannfjölda

                                                  frá 1. sep.

SE       10343403        202                   1,95294E-05

IS        356991            8                    2,24095E-05

DK        5760694          109                   1,89213E-05

NO        5295619           20                   3,77671E-06

Geir Ágústsson, 6.11.2020 kl. 10:47

6 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Mun fleiri eru að deyja vegna covid heldur en þeir sem deyja úr covid. Þessi staðreynd á eftir að vera skráð á núverandi stjórnvöld og WHO.

Tómas Ibsen Halldórsson, 6.11.2020 kl. 10:48

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er merkilegt hversu margt fólk á erfitt með að skilja að veirusjúkdómur af þessum toga lýkur við að dreifa sér um samfélagið og smita og draga fólk til dauða. Það að hægja á útbreiðslu er ekki það sama og "koma í veg fyrir dauðsföll", það seinkar aðeins dauðsföllum. En um leið veldur það margfalt fleiri dauðsföllum. Og það er eitthvað ákaflega einkennilegt við þessa algengu tilhneigingu til að loka augunum fyrir því.

Og það getur vel verið að markmið sóttvarna sé að koma í veg fyrir að fólk deyi úr tiltekinni pest (eða raunar seinka því). En markmið almennrar lýðheilsustefnu á að vera að lágmarka dauðsföll og heilsutjón af hvaða völdum sem er, ekki bara vegna eins tiltekins sjúkdóms.

Þorsteinn Siglaugsson, 6.11.2020 kl. 11:27

8 identicon

Ein ástæða þess að þó ekki fleiri hafi dáið er að það er pláss á spítulum og ekki síst gjörgæslum. Það er ekki sjálfgefið, nú eru 4 af 16 gjörgæsluplássum á Landspítala með Covid sjúklinga og hefur komið fram að álag af öðrum orökum sé mikið. Því má lítið út af bregða og þess vegna eru aðgerðir nú harðar.

Í Svíþjóð eru núna 92 á gjörgæslu (m. Covid) og hefur fjölgað um þriðjung síðustu viku í takt við gríðarlega aukningu smita. Langflestir þeirra sem hafa verið lagðir inn þar eru á vinnualdri. Tæpur fjórðungur ekki með undirliggjandi áhættuþætti.

ls (IP-tala skráð) 6.11.2020 kl. 13:49

9 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ég er algjörlega ósammála þessari túlkun. 

Í fyrsta lagi með sjálfsmorðin, það er ekki hægt að kenna þríeykinu um öll sjálfsmorð sem verða framin í svona ástandi. Ég er nokkurnveginn viss um það að ungir menn fremja sjálfsmorð vegna sjúks stjórnmálaástands í landinu og heiminum öllum, út af jafnaðarfasismanum og femínismanum. 

Það eru aðallega ungir karlmenn sem fremja sjálfsmorð, og þetta er karlafjandsamlegt samfélag eins og við vitum. 

Í öðru lagi fremur fólk sjálfsmorð þegar væntingarnar til lífsins og veruleikans eru meiri en hversdagslífið býður uppá. Samfélagið er sjúkt, ofdekur er allsráðandi, börnin fá ekki að kynnast aga eða hefðum, og þau verða fyrir persónulegum áföllum þegar margt er ekki eins og þau óska sér í lífinu. Þetta eru vandamál sem eru Covid-19 alls óviðkomandi. 

Covid-19 leiðir einungis í ljós bresti og gjörsamlega eyðilagt samfélag af röngu uppeldi og hryllilegu menningarástandi, stjórnmálaástandi.

Það er alrangt að leggja alla ábyrgðina á skólakerfið. Menntun þroskar ekki fólk heldur þvert á móti virkar eins og innræting á kennisetningu og trúarsetningu. Unglingarnir breytast í einlita hjörð, sem samþykkir boðskap menningarmafíunnar og fjölmiðlanna. Þessi áróður hefur ekki sama boðskap og Göbbels boðaði, en aðferðirnar eru þær sömu, heilaþvottur. 

Það eina sem Lilja Alfreðsdóttir hefur áhyggjur af er að femínísk innræting verði minni ef framhaldsskólarnir halda ekki áfram í Covid-19 og að börnin kunni að fara að hugsa sjálfstætt.

Í öðru lagi, dauðsföll meðal aldraðra og að vernda viðkvæma hópa. Það hefur mistekizt að einhverju leyti, en við stöndum okkur þó skár en margar þjóðir ennþá, myndi ég segja. 

Ómar Geirsson hefur verið hrópandinn í eyðimörkinni gegn þeirri trumpísku vitleysu sem margir hér halda fram, og þú Geir meðal annars.

Ingólfur Sigurðsson, 6.11.2020 kl. 14:40

10 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er einkennileg afneitunarárátta að reyna sífellt að kenna einhverju öðru um þegar vísbendingarnar frá fólki sem til þekkir og gögnin sýna áhrif þessara aðgerða á sjálfsvíg. Auk þess er það nú eiginlega hlutur sem maður getur sagt sér sjálfur að þegar ungt fólk er einangrað í hrönnum, atvinnumöguleikar hverfa, skólanám er lagt í rúst, að það hafi áhrif á þetta fólk. Það er óttalega kjánalegt að reyna að kenna einhverju ofdekri eða feminisma um slíkt.

Hvað innlögnum eftir aldri líður. Vitanlega eru miklu fleiri sem smitast og eru lagðir inn á vinnualdri, enda er fólk á vinnualdri óvart langstærsti hluti samfélagsins. Það er auðveldasti hlutur í heimi að blekkja fólk með tölfræði, sem botnar ekki í tölfræði.

Þorsteinn Siglaugsson, 6.11.2020 kl. 15:23

11 identicon

"Nokkur hundruð dauðsföll", úr hvaða hatti dróstu þá kanínu?" Úr þeim hatti sem inniheldur þau ríki sem litlar varnir hafa viðhaft. Þú hefur væntanlega séð þau í sjónvarpinu, fjöldagrafirnar og stafla af líkum í kæligámum. Og 1. september er ekki fyrsti smitdagur í neinu ríki og því varla marktækur sem viðmið. Aðeins helmingurinn af nærri 30 sinnum hærri dánartíðni í Svíþjóð en hér er hægt að rekja til þess að þeir misstu veiru á hjúkrunarheimili í upphafi faraldurs. Og ekki þurftu Bandaríkjamenn að missa veiruna inn á elliheimili til að missa fjölda sem svarar til að hér hefðu yfir 200 látist vegna covid, eða nærri einn á dag frá fyrsta smiti hér.

Það er merkilegt hversu margt fólk á erfitt með að skilja að skæður veirusjúkdómur af þessum toga lýkur við að dreifa sér um samfélagið og smita og draga fjölda fólks til dauða mjög hratt ef ekkert er gert til að hefta framgöngu hans. Fólki sem annars hefði mátt bjarga. Því það að hægja á útbreiðslu er það sama og að "koma í veg fyrir dauðsföll" meðan sjúkrahúsin ráða ekki við neina aukningu, hvað þá sprengingu. Hluti af því að bjarga mannslífum er að geta veitt covid sjúkum heilbrigðisþjónustu og verið samt með starfhæf sjúkrahús til að taka við öðrum alvarlegum tilfellum og slysum. Og ef bóluefni er að koma innan vikna eða mánaða þá er enn nauðsynlegra að draga sem mest úr útbreiðslunni. 

Vagn (IP-tala skráð) 6.11.2020 kl. 15:27

12 Smámynd: Geir Ágústsson

Það blasir við að margir þurfi að senda reiðiskeyti á fyrrverandi sóttvarnarlækni, Harald Briem, sem sendi engin minnisblöð sem urðu að lögum og reglum og drápu fyrirtæki og ungt fólk í unnvörpum. Svínaflensan var jú skæð, yfirfyllti spítala, drap aldraða sem voru veikir fyrir veirum af öllu tagi og hratt af stað vinnu við að hraðsjóða bóluefni sem margir munu aldrei ná sér af.

Geir Ágústsson, 6.11.2020 kl. 15:46

13 identicon

Kom svínaflensa til Íslands?

Hafi það gerst hafa þær ráðstafanir sem þá hafa verið gerðar greinilega dugað.

Covid-19 drepur ekki bara aldraða og ekki bara veika. Nú ruglar þú saman covid og inflúensu en hún getur verið hættuleg mjög veiku fólki.

ls (IP-tala skráð) 6.11.2020 kl. 16:58

14 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Bóluefnið já, óskhyggjan er söm við sig. Már Krisjánsson smitsjúkdómalæknir lýsti þessu heiðarlega á fundi Velferðarnefndar á miðvikudaginn. Kannski kæmi bóluefni, óvíst að það yrði bóluefni sem hjálpaði til við að ná ónæmi, kæmi kannski eftir 2-3 ár og kannski aldrei. Covid-19 drepur nánast eingöngu aldrað og veikt fólk. Auðvitað eru undantekningar, en þær eru líka undantekningar.

Þorsteinn Siglaugsson, 6.11.2020 kl. 19:22

15 identicon

https://www.ruv.is/frett/2020/11/06/vara-vid-holskeflu-smita-i-svithjod

Ætli Þorsteinn geti haldið námskeið í tölfræði með sænsku heilbrigðisstarfsmönnunum sem þarna er rætt við?

658 undir sjötugu látnir í Svíþjóð. Jú ætli það geti ekki kallast einhver skekkjumörk. Kannski reiknivilla?

ls (IP-tala skráð) 6.11.2020 kl. 19:34

16 identicon

Markmið aðgerða hér hefur verið að sjá til þess að heilbrigðiskerfið færi ekk yfirum. Þess vegna var slakað verulega á aðgerðum þegar um hægðist. En við hérna stóðun okkur greinilega ekki nógu vel hvert og eitt í okkar persónubundnu smitvörnum og því komu upp hópsýkingar, og ólíkt því sem sumir halda er ekki hægt að koma algjörlega í veg fyrir að smitsjúkdómur sem er í gangi í samfélaginu berist inn á heilbrigðisstofnanir. Og enn erfiðara þegar líka er reynt að einangra fólk ekki algerlega (m.a. af geðheilbrigðissjónarmiðum).

Það líður mörgum illa. Þeim þarf að hjálpa. Það er verið að hjálpa mörgum þeirra. Örugglega má gera það betur.

En íslensk stjórnvöld fundu ekki upp þessa veiru. Þau fundu heldur ekk upp aðgerðir eða aðgerðaleysi annara stjórnvalda. Þau fundu ekki upp ferðatakmarkanir annara ríkja. Túrisminn og ferðalög til og frá landinu í vor lögðust ekki af vegna aðgerða íslenskra stjórnvalda. Auðvitað hafa aðgerðir þeirra haft mikil og margvísleg áhrif, en að kenna þeim aðallega um atvinnuleysið núna er bara ekki sanngjarnt.

ls (IP-tala skráð) 6.11.2020 kl. 19:52

17 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Heilbrigðiskerfið er langt frá því að fara yfirum. Samtals hafa undir 300 manns lagst inn á spítala vegna kórónaveirunnar. Samtals innlagnir á síðasta ári voru 25.000. Það er einfaldlega fjarstæða að það sé eitthvert sérstakt álag á heilbrigðiskerfið vegna þessarar flensu og fjarstæða að markmið aðgerða hér sé að "sjá til þess að heilbrigðiskerfið fari ekki yfirum." 

Þorsteinn Siglaugsson, 6.11.2020 kl. 20:28

18 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ég skal viðurkenna að Covid-19 hefur áhrif á sjálfsvíg, en ég er að segja að aðrar grunnorsakir eru fyrir hendi. 

Ég held að Íslendingar hafi bara staðið sig býsna vel og þríeykið, sérstaklega ef atvinnulífið kemst í gang í næsta mánuði og það tekst að fækka smitum niður í viðráðanlega stærð fyrir sjúkrahúsin. 

Það er undarlegt að gagnrýna íslenzk stjórnvöld sem standa sig vel í þessum málum en hvað um hörmungarnar í öðrum löndum? 

Við skulum bara vona að yfirvöldum takist það sem þau ætla sér, að koma atvinnulífinu betur í gang bráðum.

Eins og margt skynsamlegt hefur nú komið frá þér Þorsteinn finnst mér það frekar rýrt að kalla það "óttalega kjánalegt" af mér að reyna að finna fleiri orsakir á þessum hræðilegu sjálfsmorðum en Covid-19 og aðgerðir stjórnvalda. 

Í sambandi við síðustu færsluna þína skil ég ekki alveg að kalla Covid-19 flensu. Ég held að flestir séu ósammála því.

Ingólfur Sigurðsson, 6.11.2020 kl. 20:43

19 identicon

Stefnir í örtröð á tölfræðinámskeiði Þorsteins. Hann þarf að taka íslenskt heilbrigðisstarfsfólk líka í kennslustund.

ls (IP-tala skráð) 6.11.2020 kl. 20:44

20 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Er maður voða sniðugur? Skoðaðu bara tölurnar kjáninn þinn, reyndu svo að vera sniðugur.

Þorsteinn Siglaugsson, 6.11.2020 kl. 21:12

21 identicon

Hef ekki séð neitt annað frá heilbrigðisstarfsfólki en að hvort sem litið sé til sjúkrahússins sjálfs eða starfsmanna sé álagið mjög mikið. Miðað við það sem Þorsteinn segir er ljóst að þau kunna bara ekki nóg í tölfræði.

En þar sem kann svona mikið í tölfræði hefur hann væntanlega tekið með að innlagnir eru misþungar, mislangar og svo miserfitt að útskrifa. Svo þarf að halda sér tölfræði fyrir gjörgæslu, 20 rúm á þrem stöðum og hvernig þau nýtist sem best, sérstaklega þegar koma án fyrirvara þrír sem þurfa innlögn núna afþví að einn var að keyra fullur.þetta allt veit væntanlega enginn betur en hann

ls (IP-tala skráð) 6.11.2020 kl. 22:08

22 identicon

Ég er á sjötugsaldri og ekki spenntur fyrir að fá c-19, en ég er farinn að hallast að þeirri kenningu að þeir sterku taki þetta og myndi skjöld fyrir þá sem treysta sér ekki.

Ég myndi gera sérstakar ráðstafanir fyrir mig sem og aðrir í mínum sporum á meðan þetta gengi yfir. Held að þetta sé mun betra en að hafa þetta hangandi yfir okkur lon og don. Það hefur enginn hugmynd um hversu skaðlegar þessar aðgerðir eru. Ég er nokkuð viss um að álagið á heilbrigðiskerfið yrði sáralítið meira.

Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 7.11.2020 kl. 18:21

23 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hann Magnús Sigurðsson, sem er án vafa skarpgreindasti maður sem ég hef kynnst hér á blogginu, sendi mér í dag þessa athugasemd, sem segir held ég það sem segja þarf: 

„Sæll Þorsteinn og þakka þér fyrir að deila góðri grein. Það getur líka verið affarasælt að leggja mat á stöðuna út frá eigin reynsluheimi, frekar en þeim sem upplýsingasamfélagið básúnar. Til þess getur þurft að slökkva á símanum og sjónvarpinu og bregða sér hinu merginn við skjáinn. 

Hvað mig varðar þá er ég sennilega um 10 árum eldri en þú og ætti því samkvæmt ritúaliniu að vera í meiri áhættu. Ég á auk þess við það að stríða að dæligeta hjartans út í líkamann skertist í 40% við hjartaáfall fyrir nokkrum árum. Var sagt að þar væri um viðvarandi skerðingu að ræða sem kallast hjartabilun, -sem hefur jú vissulega reynst mér erfið.

Mér hefur samt ekki dottið eitt augnablik í hug að aðrir ættu að skerða sitt líf vegna þess að ég sé skertur. Ef hjartaáfallið kenndi mér eitthvað, sem ég vissi ekki fyrir, þá er það að lífsgæði eru eftirsóknarverðari en lífslengd. Kóvítið er eitthvað það alleiðinlegasta tímabil sem ég hef upplifað.“

Þorsteinn Siglaugsson, 7.11.2020 kl. 20:34

24 Smámynd: Geir Ágústsson

Is,

Heilbrigðiskerfið fer reglulega í "yfirkeyrslu". Af hverju þá árið 2020, nokkrum mánuðum eftir að lýst var yfir heimsfaraldri og nægur tími til undirbúnings undir kalt haustið, á þá að drepa fólk með lokunum til að bjarga þeim sem vilja jafnvel ekki björgun ef það kostar þá mannlífið?

Geir Ágústsson, 8.11.2020 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband