Heilsan

Ég ætla ekki að gefa neinum heilsuráð en eftirfarandi virkar ágætlega fyrir mig:

  • Sofa 7-8 tíma á nóttu sem flestar nætur. 
  • Drekka vatn sem oftast.
  • 2 matskeiðar af lýsi á dag og 1 fjölvítamín.
  • Sleppa morgunmat og borða kvöldmat snemma og reyna að láta a.m.k. 16 tíma líða á milli kvöldverðar og hádegisverðar. Að fasta aðeins er hollt fyrir líkamann.
  • Borða þess á milli eitthvað sem er gott en er helst líka hollt. Venjulegur matur, í stuttu máli (með laktósa, glúten, fitu, dýraafurðum og salti).
  • Stunda einhvers konar hreyfingu sem oftast, t.d. að taka nokkrar armbeygjur daglega eða planka. Nota yfirleitt stigann og labba eða hjóla styttri vegalengdir (upp að 7 km).

Lengri er listinn ekki né flóknari. Hvernig heldur þú þínum skrokki við?


mbl.is Íslensk börn sofa mörg hver of lítið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Ég varð nú eiginlega úrvinda við að lesa listann?

En ég er líka með (smá) bumbu.

Guðjón E. Hreinberg, 25.10.2020 kl. 12:58

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Guðjón,

Ég tel mig hafa fundið svakalega skilvirka uppskrift til að hámarka líkamlega og andlega frammistöðu, og sparar krónur í þokkabót, fyrir utan lýsiskostnað.

Geir Ágústsson, 25.10.2020 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband