Mánudagur, 5. október 2020
Skrifræði, almenningur og upplýst andspyrna
Árið 1944 ritaði hagfræðingurinn Ludwig von Mises eftirfarandi hvatningu til almennings (Bureaucracy (1944), bls. 120):
The plain citizens are mistaken in complaining that the bureaucrats have arrogated powers; they themselves and their mandatories have abandoned their sovereignty. Their ignorance of fundamental problems of economics has made the professional specialists supreme. All technical and juridical details of legislation can and must be left to the experts. But democracy becomes impracticable if the eminent citizens, the intellectual leaders of the community, are not in a position to form their own opinion on the basic social, economic, and political principles of policies. If the citizens are under the intellectual hegemony of the bureaucratic professionals, society breaks up into two castes: the ruling professionals, the Brahmins, and the gullible citizenry. Then despotism emerges, whatever the wording of constitutions and laws may be.
Hvatningin gekk í stuttu máli út á að almenningur kynnti sér grundvallarlögmál hagfræðinnar og almennt gangverk samfélagsins og myndaði upplýsta andspyrnu við yfirgang ríkisvaldsins og skrifræðisins.
Í þessu felst meðal annars að efast. Af hverju er ríkiseinokun viðhaldið? Hver eru rökin? Hver er valkosturinn? Einu sinni skoðaði ríkið bíla og framleiddi sement. En ekki lengur. Af hverju þarf íslenska ríkisvaldið að selja áfengi í fyrirkomulagi ríkiseinokunar? Til hvers eru öll þessi eyðublöð? Af hverju þarf að fá samþykki á svona mörgum stöðum innan hins opinbera?
Stundum er kannski hægt að rökstyðja en oft ekki. Oftast er bara um venju að ræða. Svona hefur þetta alltaf verið! Við fanga sem situr saklaus bak við lás og slá fær hann einfaldlega svarið: Þú ert á bak við lás og slá núna og þarft að sanna af hverju þú átt að sleppa. En á meðan heldur allt áfram eins og það hefur verið.
Ég vona að sem flestir taki hvatningarorð Mises til sín. Það er eina haldbæra viðspyrnan gegn skrifræðinu.
Höfum séð blóðuga sóun úti um allt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.