Sjúkdómur ríka fólksins

Í Indlandi tala menn um COVID-19 sem sjúkdóm ríka fólksins. Hinir fátækari eru þá sennilega svo umkringdir af veirum og skít að kórónavírus hefur ekkert í þá sem á annað borð lifa af daglega lífið. Hinir ríku eru kannski með veikara ónæmiskerfi og sennilega fleiri lifandi einstaklinga í áhættuhópum svo veiran hrellir þá í meiri mæli.

Annars gleyma blaðamenn alltaf að setja hluti í samhengi. Skoðum aðeins dánarorsakir á Íslandi undanfarin ár. Að jafnaði deyja um 1800-2200 Íslendingar af einhverjum sjúkdómi eða líffærabilun eða einhvers konar sjálfsskaða. Sem dæmi má nefna að illkynja æxli í maga drepur um 15-40 manns, á ári! Vísvitandi sjálfsskaðar drepa um 30-50 manns á ári. Í fyrra voru sjálfsvígin 39 og hefur fjölgað um 67% í ár, og metið árið 2000 sennilega rækilega slegið með vel yfir 60 sjálfsvígum þegar árið er úti.

Sjalfsvig1996-2020

(Ég hef þann fyrirvara á þessu grafi að tölurnar sem ég finn í gögnum Landlæknis passa ekki alveg við tölur sem eru nefndar í frétt um fjölgun sjálfsvíga, en í fréttinni er talað um ákveðna tíma ársins sem ég get ekki séð í gögnunum, og um leið getur verið að sumir vísvitandi sjálfsskaðar séu ekki flokkaðir sem sjálfsvíg. Óháð því þá er kannski hægt að gera sér í hugarlund hvaða hneigð er í gangi.) 

Tölfræðin mun svo sennilega líka taka flugið þegar kemur að dánarorsökun eins og hjartaáföllum þar sem fólk finnur fyrir einkennum en veigrar sér við að hringja á sjúkrabíl og deyr einfaldlega úr einhverju sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Hið sama gildir um krabbamein og aðra lúmskari sjúkdóma. 

Það er margt sem við vitum ekki um COVID-19 en um leið margt sem við vitum ágætlega. Látum nú það sem við vitum ráða gjörðum okkar, ekki það sem við vitum ekki.


mbl.is Þrír á gjörgæslu, þar af tveir í öndunarvél
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Takk fyrir þetta - fín vinna.

Ef maður finnur fyrir fyrstu einkennum flensu, þá er ekki séns að maður láti nokkurn lifandi mann komast að því.

Guðjón E. Hreinberg, 1.10.2020 kl. 11:46

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Nú er kominn nýr vinkill á þetta Covidfár. :) 
Neanderthal genin skipta máli, 50% Asíubúa eru sagðir hafa þau. (S.s. Indland). 
En semsagt; þessi gen eru þá væntanlega ríka fólksins í Indlandi, spurning hvort gróðagenið sé líka Neanderthal.?

Kolbrún Hilmars, 1.10.2020 kl. 14:29

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er reyndar athyglivert að sjá að þessi gen virðast afar fátíð í Kína. En algengari meðal fólks af indó-evrópskum uppruna. Það rennir stoðum undir hina skemmtilegu kenningu um að dreifing veirunnar sé með ráðum gerð.

Þorsteinn Siglaugsson, 1.10.2020 kl. 22:35

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hér má sjá athygliverðar staðreyndir um málið: https://swprs.org/facts-about-covid-19/

Þorsteinn Siglaugsson, 1.10.2020 kl. 22:54

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Tekur einhver annar eftir því, að á þessu grafi þarna, stefnir trendið upp?

Þið getið tékkað á hvort það er ekki örugglega þannig með því að setja þetta til dæmis í R, en það sést með berum augum.

Ásgrímur Hartmannsson, 2.10.2020 kl. 20:30

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Àsgrímur,

Ef þú getur fundið kyng- og aldursgreind gögn þá held ég að þú getir fundið það sem ég hef séð kallað sjalfsmorðsfaraldur ungra karlmanna - samfélagsmein sem enginn ræðir.

Geir Ágústsson, 3.10.2020 kl. 05:53

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Hérna er eitthvað aðeins nánara um sjálfsvíg:

https://www.landlaeknir.is/tolfraedi-og-rannsoknir/tolfraedi/danarorsakir/sjalfsvig/

"Þannig skýrðu sjálfsvíg um þriðjung andláta einstaklinga á aldrinum 15-29 ára undanfarinn áratug..." og yngri karlmenn alveg sérstaklega áberandi í tölfræðinni.

Tálmanir barnsmæðra, ferkantað skólakerfi sem hendir strákum út á götu í stórum stíl og eilíft innræti fjölmiðla og femínista er að kála mörgum ungum manninum. Og nú seinasta heimatilbúið atvinnuleysi og örvænting.

Geir Ágústsson, 3.10.2020 kl. 07:36

8 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þorsteinn kemur með mjög áhugaverða athugasemd. Ef dreifing veirunnar er með ráðum gerð og það sannast verður að telja slíkt þjóðernishreinsun á ákveðnum hópum eða þjóðamorð, og fyrir slíkt yrði að dæma alþjóðlega. Vekur upp miklar spurningar. Er verið að ráðast á Trump og hans fylgi sérstaklega, koma þeim öflum frá þeim styðja hann með svona hroðalegum aðgerðum? 

Ingólfur Sigurðsson, 3.10.2020 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband