Þriðjudagur, 22. september 2020
Friðsöm mótmæli listamanna
Bubbi Morthens, tónlistargoðsögn á Íslandi, var í viðtali og lætur gamminn geysa.
Spurður um hvort við verðum ekki að fara að læra að lifa með faraldrinum án þess að breyta öllu segist Bubbi á þeirri skoðun.
Ég segi: Auðvitað!
Úti í hinum stóra heimi eru listamenn farnir að mótmæla yfirgangi ríkisvaldsins með friðsömum hætti.
Meðal annarra má nefna aðra goðsögn, Van Morrison. Hann segir:
Come forward, stand up, fight the pseudo-science and speak up.
Og það er ekki nóg með hvatningarorð. Hann ætlar að skrifa lög til að mótmæla lokun samfélagsins.
Er til betri leið til að hafa áhrif á ástandið? Varla.
Ég henti í smávegis leirburð fyrir listamenn sem þeir geta notað að vild.
Allir smitast, enginn veikist,
afhverju að verja þá,
sem hósta ekki, hnerra ekki,
hugsanlega kommaþrá.
Gangi ykkur vel, listamenn!
![]() |
Eins og Bubbi fallinn sé búið að raungerast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það má gera ráð fyrir þrjátíu dauðsföllum fyrir hverja þúsund sem lenda í viðjum atvinnuleysis. Þá eru ótalin dauðsföllin sem verða vegna þess að fólk fær ekki viðeigandi heilbrigðisþjónustu, vegna þess að ef heldur fram sem horfir verður heilbrigðis-, mennta- og velferðarkerfið hálflamað árum saman.
Það hafa tíu dáið úr flensunni, enginn síðan í júní.
Þröngsýni er ekki bara heimskuleg. Hún er lífshættuleg!
Þorsteinn Siglaugsson, 22.9.2020 kl. 19:45
Þarf ekkert að segja meira en ÞORSTEINN...
Sigurður Kristján Hjaltested, 22.9.2020 kl. 22:27
Æ-æ
https://www.svt.se/nyheter/lokalt/stockholm/region-stockholm-om-coronalaget
ls (IP-tala skráð) 22.9.2020 kl. 23:01
Bubbi er kommúnisti, frábært tónskáld, en samt kommúnisti. Kommúnistar hafa aldrei iðkað gegnsæi og heilindi.
Frábær vísa og gott að minna á baráttu Van Morrison en honum er ekki hægt að lýsa.
Guðjón E. Hreinberg, 23.9.2020 kl. 02:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.