Kylfan og hækjan

Ríkisvaldið má eiga það. Það er duglegt í því að brjóta fætur manns og rétta honum svo hækjur og segja: Sjáðu nú bara hvað ríkisvaldið er gott og nauðsynlegt fyrir þig! Án þess hefðir þú ekki fengið hækjur!

Forsætisráðherra hefur ranglega sagt að veiru væri hvergi nærri lokið, og bætti við: „En þegar henni lýk­ur er okk­ar mark­mið að hægt verði að segja að sam­an hafi okk­ur tek­ist að vernda heilsu, efna­hag og frelsi okk­ar þannig að þjóðlífið allt verði fyr­ir sem minnst­um skaða og þjóðinni tak­ist að vinna hratt til baka það sem tap­ast hef­ur í þess­um far­aldri,“ og býður þar með fram hækjur svo samfélagið geti gengið á ný.

Það er rétt að í upphafi faraldurs var gengið rösklega til verks.

En í framhaldinu tók eitthvað annað við en upphaflega stóð til: Að fletja út kúrfu. Allt í einu varð markmiðið að halda loftborinni og bráðsmitandi veiru alveg í burtu, jafnvel þótt það hafi fljótlega komið í ljós að hún fer aðallega illa í mjög aldrað fólk og fólk með veikt ónæmiskerfi af ýmsum ástæðum.

Allt í einu töldu íslensk yfirvöld sig geta stjórnað veðrinu, ef svo má segja.

En blaðamenn eru byrjaðir að spyrja og veita aðhald. Það er gott. 


mbl.is Forgangsraða heilbrigði þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Þór Emilsson

hér voru amk. 133 hné brotin.

https://www.visir.is/g/20202005846d/133-starfsmonnum-isavia-sagt-upp

eitthvað munu hækjurnar kosta.

Emil Þór Emilsson, 28.8.2020 kl. 20:13

2 identicon

Það verður áhugavert að sjá hvaða skatta hún kata hækkar til að ná til baka covid kostnaðinum. Gleymum því ekki að að hennar mati þá á hún og hennar ríkisstjórn öll launin í landinum og við megum teljast heppin að fá eitthvað í okkar hlut, við þau sem vinnum inn launin.

Halldór (IP-tala skráð) 30.8.2020 kl. 10:29

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Það þarf einfaldlega að hætta þessum leik. Þegar menn hættu að einbeita sér að fjölda dauðsfalla og álagi á heilbrigðiskerfið og fóru í staðinn að einblína á smit þá fór öll aðferðafræðin í ranga átt. Smit eru fyrir flesta ekkert vandamál. Margir sem lesa þessi orð hafa jafnvel fengið smit og náð sér, jafnvel án þess að hafa tekið eftir því. Í austurríska skíðabænum þar sem margir drógu í sig veiruna til að dreifa um allan heim könnuðust fæstir íbúar við að hafa fengið smit, þó sýndu mótefnamælingar annað.

Það er ennþá ekki of seint. En það þarf hugrekki sem finnst sennilega ekki í Stjórnarráðinu í dag.

Geir Ágústsson, 31.8.2020 kl. 06:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband