Einn þingmaður í stjórnarandstöðu

Ég hef tekið eftir því undanfarnar vikur að það er að trappast upp í svolitla stjórnarandstöðu á Alþingi eftir frekar daufa frammistöðu þar í tíð þessarar ríkisstjórnar.

Þessi nýja stjórnarandstaða er að veita mjög málefnalega og yfirvegaða gagnrýni á störf meirihlutans og gjarnan þingsins í heild sinni. Á sama tíma er hún hvöss og ætti að hitta í mark hjá viðeigandi aðilum. 

Þessi stjórnarandstaða er um leið ekki stjórnarandstaða því hún er hluti af ríkisstjórnarflokki, og stjórnarandstaða þessi styður sitjandi ríkisstjórn. Það mætti frekar kalla þessa stjórnarandstöðu aðhaldshóp sem tekur þátt í því góða sem lagt er fram á Alþingi en spyrnir við fótum ef eitthvað óheppilegt er á leið í meðferð þess eða er í gangi hjá stjórnsýslunni.

Það var löngu orðið tímabært að á Alþingi risi einhvers konar málefnaleg en um leið hvöss gagnrýni upp úr þessum hefðbundnu skotgröfum. Það er öllum til hagsbóta.

Takk Óli Björn Kárason fyrir að standa í lappirnar, og til hamingju með afmælið í gær!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

(Þurfti hér að eyða út athugasemd í fyrsta skipti því persónuníðið var slíkt að það þarf að finna sér nýtt heimili. Notandi hefur sömuleiðis verið bannaður.)

Geir Ágústsson, 27.8.2020 kl. 10:41

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

(Nú þorir enginn að skrifa hjá þér athugasemd aftur)

Þorsteinn Siglaugsson, 27.8.2020 kl. 18:26

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Engar áhyggjur, notandinn var Þ. Briem og níð hans var um þingmanninn. Orðið er opið!

Geir Ágústsson, 28.8.2020 kl. 05:40

4 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Til hamingju með að vera laus við þetta spam tröll af annars ágæti bloggsíðu þinni

Hreinn Sigurðsson, 28.8.2020 kl. 18:57

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Hreinn,

Takk fyrir kveðjuna. 

Geir Ágústsson, 29.8.2020 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband