Uppskriftin

Um daginn birtist í Viðskiptablaðinu ágæt grein eftir Steinar Þór Ólafsson, fyrrverandi markaðsstjóra Orkunnar og núverandi sérfræðings hjá Viðskiptaráði Íslands. Þar ræðir hann reynslu Eista af umbótum í hagkerfinu og segir meðal annars:

En hver ætli séu innihaldsefnin í þessum áhrifaríka eistneska áburði? Með takmarkaðar náttúruauðlindir var ákveðið að búa þannig um jarðveginn að hann væri sem næringarríkastur fyrir einstaklingsframtakið. Má þar nefna flatan tekjuskatt, niðurfellingu opinberra gjalda, aðhald í kostnaði hins opinbera og auðvelda stofnun og rekstur fyrirtækja. Innan menntakerfisins hefur frelsið svo að miklu leyti verið sett í hendur kennarans frekar en staðreyndarlærdóm aðalnámskrár. Eins og við þekkjum t.d. frá Finnlandi.

Mikið rétt, en það er svolítið meira á bak við þessa sögu og það hvernig Eistland bókstaflega flaug úr gráum rústum kommúnismans og inn í velmegandi og opið hagkerfi. Meðal annars segir á öðrum stað (áhersla mín):

Laar [prime minister] was politically naïve enough to put the theories into practice. Instead of worrying about winning trade wars, he unilaterally disarmed by abolishing almost all tariffs. He welcomed foreign investors and privatized most government functions (with the help of a privatization czar who had formerly been the manager of the Swedish pop group Abba). He drastically cut taxes on businesses and individuals, instituting a simple flat income tax of 26 percent.

Einnig:

These reforms were barely approved by the legislature amid warnings of disaster: huge budget deficits, legions of factory workers and farmers who would lose out to foreign competition. But today the chief concerns are what to do with the budget surplus and how to deal with a labor shortage.

Takið eftir: Við stjórnvölinn var sögukennari sem hafði lesið eina bók eftir Milton Friedman, skoðað og hugleitt af hverju sum ríki eru auðug á meðan önnur eru það ekki, las uppskriftina að auðsköpun og fylgdi henni.

Eða eins og segir á Wikipedia:

Laar claims the only book on economics he had read before becoming prime minister at the age of 32 was Free to Choose by Milton Friedman.

Meira þurfti ekki til, í raun. Eistland þaut inn í nútímann og er í dag talið meðal frjálsustu hagkerfa heims á mælikvarða efnahagslegs frelsis [1|2] (í flokki með Norðurlöndunum og Norður-Evrópu). 

Í Eistlandi fundu menn uppskrift og fylgdu henni. Á meðan Eistarnir halda því áfram er framtíð þeirra björt. Og hið sama gildir um aðrar þjóðir. Þetta er ekki flókið nema fyrir stjórnmálamenn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeim gengur vel eftir inngönguna í Evrópusambandið, og upptöku allra þeirra reglna sem því fylgir, og tengingu við Evruna. Laar var heldur ekki einráður og þurfti að þyggja ráð og fara eftir því sem betur lesnir menn sögðu og vildu. Þess má einnig geta að Eistland er láglaunaland. Meðallaun þar eru þriðjungur af því sem þau eru á Íslandi og kaupmáttur nærri helmingi minni og aðeins 83% af meðal kaupmætti innan Evrópusambandsins.

Vagn (IP-tala skráð) 31.8.2020 kl. 10:26

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Eistland gekk í ESB árið 2004. Þá var uppgangur þeirra kominn vel af stað. Enga vitleysu. Og raunar er ekki hægt að sjá að ESB-aðildin hafi gert neitt til að hvorki hægja á né flýta hagvextinum þegar litið er á graf, enda helstu viðskiptaþjóðirnar þær sömu árið 2003 og 2005.

Annars góðar ábendingar en til að komast í Evrópusambandið, og til að geta tekið upp evruna, þá þurftu Eistar að vinna vinnuna. Og auðvitað var forsætisráðherra ekki einn um að vilja losa ríkisvaldið við eigur og starfsemi, sem betur fer. 

Þeir stóðu á krossgötum árið 1992 og gátu valið að fara sömu leið og Rúmenar, Hvíta-Rússland og Austur-Evrópa almennt, eða orðið "blátt svæði" eins og Norðurlöndin, Þýskaland, Holland, Bretland og Sviss (þegar ég hef í huga yfirlitskort yfir vísutölu efnahagslegs frelsis frá Fraser-stofuninni).

Og þeir lögðu einhliða niður tolla, svo þar hafa viðbrigðin við inngöngu í ESB sennilega verið þau helst að vörur Eista fengu líka að fara tollfrjálsar inn í ESB-ríkin. Innflutningur til Eistlands var orðinn tollfrjáls.

Ef Eistar halda áfram á sömu braut þá mun heilbrigður hagvöxtur þar bæta hag þeirra margfalt, á meðan efnahagsfrostið eilífa ríkir í ESB.

Geir Ágústsson, 31.8.2020 kl. 12:29

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Annars má ekki gleyma sér í þessu tæknilega (gjaldmiðill, sambandsaðild, blah blah blah), og þar með gleyma því að hérna var fyrst og fremst hugmyndafræði að verki. Menn ætluðu sér að breyta stefnunni, en ekki bara plástra kerfið eins og stjórnmálamönnum er helst tamt að gera, enda hvorki með hugsjónir né hugmyndir.

Geir Ágústsson, 31.8.2020 kl. 12:51

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Innganga í ESB hefur vafalaust hjálpað, en kannski ekki ráðið neinum úrslitum. Ástæðan fyrir því að nýfrjálsu löndin austur frá gengu inn var held ég fyrst og fremst stimpillinn - að vera í hópi Vesturlanda og inni í því yfirþjóðlega lagaumhverfi sem ESB hefur. En í dag skiptir þetta kannski ekki miklu máli.

Þorsteinn Siglaugsson, 31.8.2020 kl. 23:30

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

"Sambandsaðild" hefur að mörgu leyti gagnast Eistlendingum vel. Euroið breytti í sjálfu sér ekki miklu fyrir þá, enda var krónan þeirra bundin við Þýska markinu frá byrjun og síðan Euroinu eftir að markið hvarf.

Jurgen Liigi, fyrrverandi fjármálaráðherra lýsti því yfir þegar Euroið var tekið upp að Eistland hefði ekki efni á fullu sjálfstæði.

Það er hins vegar skemmtilegt að Toomas Ilves, sem var utanríkisráðherra og síðar forseti Eistlands, lýsti því yfir í viðtali að eitt af meginmarkmiðum þess að ganga í "Sambandið", hefði verið að auðvelda inngöngu landsins í NATO. 

En hann bætti við að aðildin hefði nýst vel að öðru leyti.

"In order to get into the EU, we needed to meet the so-called objective criteria. While in the case of NATO, what you need is a purely political decision: they either accept you or they don’t. I was convinced that Estonia needed to do all it takes to get into the EU – because once you’re in, the other member states cannot veto your NATO application. The consideration at the time was that being part of the European Union is beneficial anyway, while without it, we cannot deal with opposition from Russophile countries or those that fear Russia that at the time included Germany, France, Italy and the UK. Once we’re in, those countries can no longer veto our NATO accession. After that, it was a matter of convincing Norway, Turkey, USA and Canada."

https://news.postimees.ee/7041121/ilves-estonia-s-good-reputation-now-dull

En það er auðvitað nálægðin við Rússland og sögulegur yfirgangur þeirra sem litar öll stjórnmál í Eistlandi.

En það er rétt hjá Geir að uppgangurinn var byrjaður áður en til "Sambandsaðildar" kom, en vissulega hafa styrkir nýst til margra hluta. 

Eistland hefur enda verið þiggjandi þegar litið er til framlaga og styrkja.

En þeir sem vilja velta fyrir sér efnahagsmálum Eistlands, ættu að skoða skuldastöðuna, enda held ég að þeir séu enn með lægsta skuldahlufall innan "Sambandsins", en á erfiðum tímum er venjulega gætt ítrasta aðhalds í opinberum rekstri og niðurkurði beitt.

https://www.statista.com/statistics/269684/national-debt-in-eu-countries-in-relation-to-gross-domestic-product-gdp/

G. Tómas Gunnarsson, 1.9.2020 kl. 09:38

6 Smámynd: Geir Ágústsson

G. Tómas,

Takk fyrir fróðlega athugasemd. Ég get bent á þetta:

https://www.heritage.org/index/country/estonia

"In anticipation of reduced EU subsidies after Brexit, the government is planning to improve its targeting of subsidies for education, health care, and energy."

Hvað "targeting" þýði veit ég ekki en mig grunar að það eigi að varðveita eftir bestu getu fjármögnun menntunar, heilsugæslu og orku, og láta annað þá frekar sitja á hakanum. Forgangsröðun, kannski.

Geir Ágústsson, 1.9.2020 kl. 10:11

7 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Með öðrum orðum, að Eistar hafi grúskað í Alexandir Dugin og "fourth political theory" eins og Pútín reyndar einnig.

Guðjón E. Hreinberg, 1.9.2020 kl. 13:35

8 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Eistlendingar eru með besta menntakerfi(grunnskóli) í Evrópu, sé tekið mið af PISA niðurstöðum, þó að vissulega ber að hafa huga í að PISA er ekki endanleg eða hin eina rétta niðurstaða.

Það er því eðlilegt að þeir vilji standa vörð um það.  En það er líka vert að hafa í huga að það er ekki eins og þeir eyði meiri peningum en aðrar þjóðir.  Meira segja kennaralaun þykja almennt frekar lág í Eistlandi.

Heilbrigðiskerfið á meira undir högg að sækja, þó að miðað við fjármagn sem til þess er varið standi það sig vel.

En spekileki er mikill enda eiga Eistlendingar erfitt með að keppa í launum við nágrannalöndin eins og Finnland, Svíþjóð, Noreg og Þýskaland.

En þeir hafa brugðist við að hluta með því að leita eftir heilbrigðisstarfsfólki frá öðrum A-Evrópulöndum.

En Eistlendingar vilja forðast að verða háðir Rússum um orku, og standa sig þar mun betur en margar aðra Evópuþjóðir.

Eystrasaltsþjóðirnar standa oftast saman og hafa nú ákveðið sameiginlega að kaupa ekki orku frá Hvíta Rússlandi.

En NATO aðildin er hornsteinn utanríkisstefnu Eistlands, og að mörgu leyti frekar svo en "Sambandsaðildin"; þó að hún sé þeim mikilvæg.

Það var enda svo að stuðningur Bandaríkjanna var til staðar á meðan hernmámi Sovétríkjanna stóð, en flest Evrópuríki kusu að "gleyma" Eystrasaltsríkjunum.

Almennt talið eru líklega fáir ef nokkrir erlendir stjórnamálamenn í meiri metum á meðal Eistlendingar en Ronald Reagan, það er að segja á meðal þeirra sem muna baráttuna fyrir endurheimt frelsisins.

En saga og barátta Eystrasaltsþjóðanna er að mörgu leyti fróðleg og eftirtektarverð.

Ekki síður hvernig hernám Sovétríkjanna/Rússlands lék þau.

G. Tómas Gunnarsson, 1.9.2020 kl. 17:30

9 Smámynd: Geir Ágústsson

G. Tómas,

Takk aftur fyrir góðar pælingar.

Ég þekki stúlku frá Litháen sem sagði frá því hvernig foreldrar hennar þurftu að læra lestur og skrift á móðurmálinu í leynilegum skólum, í kjöllurum húsa, því móðurmálskennsla var bönnuð af Rússum, og ekki voru vægar refsingarnar. Skelfing. Svo skiljanlega líta menn frekar í vestur en austur þar á bæ. Vonandi gleyma nýjar kynslóðir ekki sögunni og byrja að laðast að birninum í austri, með allar sínar auðlindir, sinn hermátt og sína tilburði á alþjóðasviðinu.

Geir Ágústsson, 1.9.2020 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband