Miðvikudagur, 26. ágúst 2020
Tilfellafaraldur, ekki veirufaraldur
Nú safna menn undirskriftum gegn sóttkví ferðalanga. Það er gott. Umræðan um sóttvarnarúrræði þarf að vera galopin, gagnrýnin og snerta á öllum fletum málsins.
Um leið og ég fagna þessu innleggi í umræðuna vil ég benda á svolítið myndband sem er vægast sagt upplýsandi - sjá hér að neðan.
Þarna er í stuttu máli bent á að þótt menn séu að greina mörg tilfelli, af því menn eru að leita og prófa á fullu, þá er fjöldi dauðsfalla svo gott sem í núlli. Höfundur myndbandsins leggur á þetta þunga áherslu:
Fjöldi tilfella er ekki vísbending um fjölda dauðsfalla! Ekki lengur!
Menn eru einfaldlega að prófa mjög mikið og finna veirur, eða leifar af veirum, í fjölda manns sem er hreinlega við ágæta heilsu.
Hann kallar þetta "casedemic" sem einskonar andstæðu "epidemic" og sýnir mörg sannfærandi dæmi um slíkt. Sem dæmi má benda á myndina hér að neðan. "Hóllinn" sýnir fjölda tilfella, á meðan "dalurinn" sýnir fjölda dauðsfalla.
Í upphafi faraldursins náði veiran mörgum, sérstaklega þeim sem voru veikastir fyrir veirusýkingum (af öllu tagi; í Svíþjóð er meðalaldur þeirra sem hafa látist vegna COVID-19 nálægt níræðu). En svo gekk veiran einfaldlega yfir. En þá fóru menn að prófa aftur og fundu fjölda tilfella. Nýr "hóll" myndast, en enginn dalur!
Ég vona að menn séu að ná þessu og bregðist rétt við í kjölfarið. Mikið er í húfi.
Safna undirskriftum gegn sóttkví | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:17 | Facebook
Athugasemdir
Það er athyglivert að skoða tölurnar frá Indlandi núna. Tilfellum fjölgar mjög hratt, en dauðsföllum fjölgar sáralítið. En ég kemst ekki til Indlands. Það er lokað fyrir öllum nema diplómötum og blaðamönnum. Í Surat, sem ég ferðast yfirleitt til, segir fólk mér að þetta sé í rauninni gengið yfir.
Þorsteinn Siglaugsson, 26.8.2020 kl. 08:35
Sæll Geir,
Eftir því sem ég get lesið mér til um, þá telja menn að fall í dauðföllum vegna COVID-19 sé vegna þess að í augnablikinu er það yngra fólk sem er sýkjast en í byrjun faraldursins. Eins og með flensu og aðra árshátíðabundna sjúkdóma, þá er það almenn eldra fólk sem verður harðar fyrir barðinu á þessum veirum og sýkingum - og að öllu jöfnu í meirihluta þeirra sem láta lífið sökum þessa. Það sama virðist vera raunin með COVID-19. En eftir sem áður, þá er viðbragsðstigið eins og það er sökum þess hversu stór smithættan er af COVID-19 (og hvað veiran leggst þungt á eldri borgara og einstaklinga með langvinna sjúkdóma og/eða skert ónæmiskerfi) samhliða því að enn er óljós hver langtíma áhrif veirunnar eru fyrir þá sem sýkjast.
Persónulega finnst mér það vega þyngra en þarfir ferðamannaiðnaðarins.
Maður gæti spurt sig hvort að það væri jafnvel þörf á að endurhugsa dreifni atvinnuvega á Íslandi, til þess jafvnel að minnka viðkvæmni hagkerfisins við utanaðkomandi breytingum, áföllum, o.s.frv.? En það er annað og flóknara viðfangsefni.
Haukurinn, 26.8.2020 kl. 08:55
Haukurinn,
Af þeim ástæðum sem þú nefndir er einmitt mikilvægt að við sem yngri erum og almennt hraustari sjúgum þessa veiru í okkur, kennum ónæmiskerfi okkar á hana og stöðvum hana áður en hún nær til eldra fólksins, sem að öðrum kosti er óumflýjanlegt. Að við myndum varnarvegg fyrir þá sem eru veikari fyrir veirunni, þessari og öðrum.
Þarfir þúsunda einstaklinga sem starfa við ferðaþjónustu og afleidda atvinnuvegi (flug, akstur, veitingastaði, sölu á uppstoppuðum lundum) skipta miklu máli. Lífsviðurværi fólks skiptir máli, líka af heilsufarslegum ástæðum. En já hitt er rétt að það er alltaf gott að hafa eggin i mörgum körfum.
Geir Ágústsson, 26.8.2020 kl. 09:04
Skráð dauðsföll vegna Covid-19 í gær, 25.8.2020:
Bandaríkin 1.290,
Brasilía 1.215,
Indland 1.066.
Skráð dauðsföll vegna Covid-19 í fyrradag, 24.8.2020:
Bandaríkin 510,
Brasilía 679,
Indland 854.
Skráðum dauðsföllum vegna Covid-19 í þessum ríkjum hefur því ekki fækkað og fleira skiptir máli en dauðsföll hvað Covid-19 snertir.
Það verður því ekki flogið með marga farþega á milli Íslands og Bandaríkjanna á næstunni og mun líklegra að farþegaflug á milli Íslands og annarra Evrópuríkja aukist aftur nú í haust.
Þorsteinn Briem, 26.8.2020 kl. 09:17
Sjálfsagt er veiran ennþá að breiðast út um risavaxin svæði eins og Indland og Brasilíu, og þar að hefja um 3 mánaða ferli sitt, en flest þessi hlutfallslega litlu ríki í Evrópu eru búin með "skammtinn".
Geir Ágústsson, 26.8.2020 kl. 09:35
Geir,
Þú skalt ekki skilja athugasemd mína þannig að ferðamannaiðnaðurinn, og tengdar atvinnugreinar, skipti ekki máli - en að mínu mati vegur hinsvegar skjaldborgin í kringum þá sem veikari eru fyrir sýkingu og veikindum þyngra.
Hagkerfið og efnhagurinn mun að öllu jöfnu aðlaga sig að breyttum aðstæðum (og ytri áföllum) - sem er, eftir því sem ég kemst næst, kosturinn við hið frjálsa og opna auðvaldsskipulag. Gjaldþrot fyrirtækja og atvinnuleysi einstaklinga eru að sjálfsögðu af hinu illa, en eru vonandi skammtímavandamál, sem markaðslögmálin eiga eftir að rétta af þegar til lengri tíma er litið.
Hjarðónæmi (eins og þú hlekkjar til greinar um) er, eftir því sem ég hef heyrt og lesið, enn sem komið er nokkuð umdeild kenning. Þar eru veirufræðingar, læknar og aðrir læknisfræði/sjúkdómafræði/veirufræðilærðir menn á öndverðu meiði um hvort að hægt sé að ná hjarðónæmi í samfélagi og hvort að það borgi sig (sökum m.a. pressu á heilbrigðiskerfið og líkum á dauðsföllum hjá veikari borgurum).
Haukurinn, 26.8.2020 kl. 09:58
Haukurinn,
Ég velti því fyrir mér að hvaða marki menn eru að stefna.
Að reyna útrýma veirunni?
Að reyna halda fjöldanum á sjúkrahúsum eins nálægt núlli og hægt er?
Að ganga svo nærri hagkerfinu (300 milljarða hallarekstur ríkisvaldins virðist ekki duga) að það verður ekki peningur til að ráða hjúkkur til að sinna því aldraða fólki sem er verið að verja?
Það var mikill samhugur í fólki þegar "óþekkt veira" með "óþekktar afleiðingar" sem smitast á "ógnarhraða" og "gæti stráfellt fólk" fór á sjá í febrúar, en nú hefur hlaðist upp reynsla, innan allra ríkja og þvert á þau, innan og utan lækna- og vísindasamfélagsins, að það hlýtur að vera hægt að finna upp betri leið en "lok lok og læs". Ef ekki þá förum við fram af bjargi, og það bjarg verður ekki veirufaraldur.
Því fagna ég öllu því aðhaldi á stjórnvöld sem hægt er að veita því það heldur þeim á tánum og minnkar líkurnar á að þau taki enn heimskulegri ákvarðanir en ella.
Geir Ágústsson, 26.8.2020 kl. 10:33
Það er ekkert sem hindrar það að veikustu hóparnir séu verndaðir, en aðrir geti lifað bærilega eðlilegu lífi. Valið stendur því ekki á milli þess að vernda veikustu hópana og hindra að samfélagið verði lagt í rúst.
Þorsteinn Siglaugsson, 26.8.2020 kl. 11:24
Evrópusambandsríkið Ungverjaland á landamæri að sjö ríkjum og engan veginn erfiðara að loka þar landamærastöðvum en hér á Íslandi, enda þótt Ísland sé eyja.
Í Ungverjalandi eru dauðsföll vegna Covid-19 nú 64 á hverja milljón íbúa, einungis um tvisvar sinnum fleiri en hér á Íslandi (27).
Ísland og Ungverjaland eru Schengen-ríki og vegna aðildar Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu er Ísland de facto í Evrópusambandinu.
14.7.2020:
Red, Yellow, Green: Who Can Enter Hungary Now and Under What Conditions?
Ísland í dag, 26.8.2020:
"Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans sem birt er í ágústhefti Peningamála eru horfur á að landsframleiðslan dragist saman um 7% í ár og útlit er fyrir að atvinnuleysi verði komið í um 10% undir lok ársins."
"Verðbólga mældist 2,5% á öðrum fjórðungi ársins en var komin í 3% í júlí.
Áhrif ríflega 12% lækkunar á gengi krónunnar frá því að farsóttin barst til landsins vega þar þungt."
Líklegt að landsframleiðslan hér á Íslandi dragist saman um 7% á þessu ári
Ungverjar ætla að nota evruna sem gjaldmiðil sinn þegar Ungverjaland uppfyllir þau efnahagslegu skilyrði sem fyrir því eru sett.
Ungverjaland í gær, 25.8.2020:
"The GDP of Hungary in the last quarter fell by more than one and a half times more than it did during the 2008 economic crisis.
Hungary has now the highest inflation in the European Union, while the HUF [ungverska forintan] is still plummeting.
In Hungary a record budget deficit is expected this year, that could reach 7-9% of the GDP."
Frá síðustu áramótum hefur gengi íslensku krónunnar fallið gagnvart evrunni um 20% og gengi ungversku forintunnar um 7%.
Á sama tímabili hefur gengi evrunnar hins vegar hækkað um 6% gagnvart breska pundinu og 5% gagnvart Bandaríkjadal.
Og gengishrun íslensku krónunnar hefur valdið hér mikilli verðbólgu, til að mynda 18,6% í janúar 2009 þegar Davíð Oddsson var ennþá seðlabankastjóri.
Stýrivextir Seðlabanka Ungverjalands eru nú 0,6% en stýrivextir Seðlabanka Íslands 1% og hafa aldrei verið lægri hér á Íslandi en þeir voru komnir í 18% haustið 2008 þegar Davíð Oddsson var seðlabankastjóri og Seðlabankinn varð gjaldþrota.
Vegna mikils gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands, sem fyrst og fremst hefur komið frá ferðaþjónustunni, hefur hins vegar verið hægt að lækka hér stýrivexti verulega.
Og þeir sem flytja hér inn erlend aðföng og vörur hafa að miklu leyti getað tekið á sig gengishrun íslensku krónunnar á þessu ári vegna mikils góðæris síðastliðin ár, sem stafaði af stóraukinni ferðaþjónustu, "fjallagrasatínslunni".
Sumir hafa haldið því fram að hér á Íslandi dvelji flestir erlendir ferðamenn þegar gengi íslensku krónunnar er lágt en því hefur einmitt verið öfugt farið, því flestir erlendir ferðamenn dvöldu hér árin 2017 og 2018 þegar gengi íslensku krónunnar var hátt, einmitt vegna þess að þá dvöldu hér flestir erlendir ferðamenn.
"Störf í ferðaþjónustu og tengdum greinum eins og veitingarekstri eru yfir 22% allra starfa á Íslandi.
Sé tekið mið af meðaltali undanfarinna sjö ára gegna konur 54% þessara starfa en karlar 46%."
Ferðaþjónusturit Landsbankans - Mars 2015
Heildarfjöldi erlendra ferðamanna hér á Íslandi árin 2015-2019
Þorsteinn Briem, 26.8.2020 kl. 12:25
26.8.2020 (í dag):
Gengislækkun íslensku krónunnar eykur verðbólgu
Þorsteinn Briem, 26.8.2020 kl. 12:46
Þú mátt ekki gleyma því nafni, að ríkisstjórnin aðhyllist "kynjaða hagstjórn". Þess vegna er auðvitað reynt að fækka ... já, nei, bíddu ... kvennastörfum ???
Er það ekki ályktun sem er í samræmi við getu ráðamanna til rökhugsunar annars?
Þorsteinn Siglaugsson, 26.8.2020 kl. 17:29
samt eru þúusuuundirr að deyja í dag...
https://www.worldometers.info/coronavirus/
Þvílíkt bull hjá þér.
Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 26.8.2020 kl. 22:02
Það eru milljónir að deyja í dag, ekki þúsundir. Það deyja 60 milljón manns í heiminum á hverju ári. Næstum því allir úr einhverju allt öðru en þessari covid pest sem drepur tvo af hverjum þúsund sem fá hana. Flensa drepur einn af hverjum þúsund sem fá hana. Það deyr 1,5 milljón úr berklum á ári. Hvaða landamærum hefur verið lokað vegna þess. Hálf milljón deyr úr malaríu. Níu milljónir er það sem áætlað er að deyi úr hungri beinlínis vegna aðgerða út af ofsahræðslu við þessa flensu. Röklaus panikk hefur aldrei verið lausn á neinum vanda. En hún getur valdið vanda. Og það er hún svo sannarlega að gera núna - um allan heim.
Þorsteinn Siglaugsson, 26.8.2020 kl. 23:54
Birgir,
Fyrir utan það sem Þorsteinn Sig. hefur bent þér á þá vil ég benda á að skv. þessari síðu voru skráð 855 dauðsföll vegna COVID-19 í gær, þar af 626 í Mexíkó, 23 í Indlandi, 62 í Bólivíu og 49 í Úkraníu. Ef þú treystir tölum frá þessum ríkjum þá ættir þú að sjá að þetta eru frekar litlar tölur. Mundu að setja tölur í samhengi, og t.d. æfa þig í að segja: "Einhver veira felldi 23 Indverja í gær, af samtals 1,352,642,280 Indverjum. Best að skima alla við landamæri Íslands!".
Geir Ágústsson, 27.8.2020 kl. 06:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.