Árið er 2013 og ástandið er erfitt

Árið er 2013. Skæð flensa herjar á landsmenn, meðal annarra veira. Hún minnir helst á flensuna sem gekk árið 2009, svo slæm var hún! Forstjóri Landspítalans segir svo frá, í samtali við Fréttablaðið (bls. 6):

Björn Zoëga, forstjóri LSH, segir ástandið á spítalanum erfitt en viðráðanlegt. Tæplega fjörutíu sjúklingar eru í einangrun þar vegna inflúensu, RSveirunnar og nóróveirunnar. Hann segir ástandið svipa að hluta til ársins 2009 þegar svínaflensufaraldurinn gekk yfir landið. „Þá stóðum við í raun tæpar því það var svo mikið af fólki í öndunarvél og á gjörgæslu, en það er ekki eins mikið um það núna,“ segir hann. „En síðan þá höfum við þurft að minnka okkur og núna eru svo margir sem eru að bíða eftir einhverju öðru inni á bráðadeildunum. Það er töluverður munur.“

Erfitt, en viðráðanlegt. Maðurinn var sjálfur að sinna sjúklingum og fá upplýsingar beint í æð.

„Ég hitti mína sjúklinga, tala við fólk og fylgist með aðstöðunni,“ segir hann. „Svo maður sé ekki að fá þetta allt úr Excel-skjölum.

Vel mælt!

Spítalinn var einfaldlega að takast á við erfitt ástand. Ástandið var jú skárra en árið 2009 þegar rosalega margir voru í öndunarvél, vegna flensu og annars.

Í dag er einn einstaklingur á spítala vegna COVID-19 (sennilega eldri borgari með veikt ónæmiskerfi). Einn! Og enginn á gjörgæslu. Enginn! En ólíkt árinu 2009 og 2013 er nú búið að setja keðju utan um samfélagið til að verja það fyrir veiru sem menn eru, þrátt fyrir allt, komnir með svolitla reynslu af. Heilu fyrirtækin eru á leið í gjaldþrot og fyrir mörg þúsund Íslendinga blasir við atvinnuleysi.

Þegar menn setja hlutina ekki í samhengi þá missa menn sjónar af raunveruleikanum. Og raunveruleikinn er sá að það er búið að skera handlegginn af til að losna við sár á puttanum.


mbl.is Kannski fjórar en alls ekki tíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kóvítið bætist við flensuna núna í vetur og margir veiktust mjög mikið í flensunni hér á Klakanum síðastliðinn vetur. cool

19.8.2020 (í gær):

"Many people who have recovered from Covid-19 have ended up developing chronic fatigue syndrome and post-traumatic stress disorder, the chief epidemiologisst of Hungary said on Tuesday.

Roughly 20-25 percent of recovered Covid-19 patients have developed chronic fatigue syndrome (CFS) and 10 percent of those who were treated in intensive care have also ended up dealing with post-traumatic stress disorder (PTSD), János Szlávik of the Budapest South Pest Hospital told public news channel M1. cool

Recovered Hungarian patients have also shown signs of PTSD, he added.

As regards public discipline around the use of face masks, Szlávik said it was mainly young people who tended to neglect wearing them, adding that they needed to be reminded that it was not them who were primarily under threat from the virus but rather those they could infect."

Coronavirus - Chief Epidemiologist: Many Recovered Patients Dealing with Chronic Fatigue Syndrome, PTSD

Þorsteinn Briem, 20.8.2020 kl. 11:11

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

15.5.2020:

"The mortality rate for the flu is believed to be around 0.1%." cool

"The U.S. mortality rate for COVID-19 at this time is approximately 6.0% [nú 3,1%], based on CDC number of reported deaths divided by reported cases as of May 14, 2020." cool

"There is no vaccine for COVID-19."

"COVID-19 seems to be more contagious."

"
Unlike the influenza A and influenza B viruses responsible for annual seasonal flu epidemics, the virus that causes COVID-19 has never been encountered by the human body."

Comparing COVID-19 with the flu: More differences than similarities - Health Metrics

Þorsteinn Briem, 20.8.2020 kl. 11:15

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sæll Geir, þakka þér fyrir grein þína.

Þessi Kínverska kórónuveira er að setja alla heimsbyggðina á hliðina. Afleiðingar aðgerða stjórnvalda er mun alvarlegri en sjálf veiran. Fólk deyr úr ótta, fyrir eigin hendi og úr hungri vegna þessarar árans veiru. Fólk missir vinnuna, erfiðleikar herja á fjölskyldur og hjónabönd. Ég held að þessu hefur öllu verið komið á af mannavöldum. Sjáðu hvernig stjórnvöld allsstaðar bregðast við og allir hlíða, ekki Víði heldur WHO -alþjóða heilbrigðisstofnunni- sem kommúnisti frá Eþíópíu stjórnar í samvinnu við nokkra auðmenn.

Tómas Ibsen Halldórsson, 20.8.2020 kl. 11:51

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Það blasir við að þessi veira herjar verr á suma en aðra. Hið sama á við um inflúensuna

Bóluefnið á líka eftir að fara illa í suma. Að ætla gera glænýtt bóluefni að forsendum þess að allt megi opna er glapræði.

Annars er ánægjulegt að sjá að dánartíðnin er á rjúkandi niðurleið þótt fjöldi smita sé á uppleið. Menn eru því eitthvað búnir að læra, t.d. að vera ekki að troða fólki í öndunarvélar að óþörfu. Raunar vara dönsk yfirvöld við því að oftúlka ekki tölur um dánartíðni: 

"The mortality rate (Case Fatality Rate) in Denmark is approx. 5%. However, the real mortality rate is probably much lower if all infected (Case Infection Rate) are included, i.e. those who are not tested because they have no or mild symptoms."

Geir Ágústsson, 20.8.2020 kl. 12:13

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þessar dánartölur sem nafni minn er að tíunda eru auðvitað út í hött, og það vita allir sem nenna að kynna sér málið. Fjöldi staðfestra smita er fjarri því að vera raunverulegur fjöldi smita. Hérlendis er dánarhlutfallið tveir af hverjum þúsund (3600 smitast skv. ÍE, 10 látnir). Rannsókn í Þýskalandi sem var gerð í sumar bendir til 3 af hverjum þúsund. Í Bretlandi, þar sem mistókst hrapallega að verja elliheimilin er það 9 af hverjum þúsund. 6% dánarhlutfall er bara þvæla og ámælisvert að vera að dreifa slíkum þvættingi finnst mér. Dánartíðni er ekki það sama og "case fatality rate" einfaldlega vegna þess að það er bara brot af smitum sem greinist svona yfirleitt.

Þorsteinn Siglaugsson, 20.8.2020 kl. 13:41

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Velti fyrir mér fyrst menn eru að miða dánartíðni við greind smit, hvort það fari framhjá einhverjum ef einhver deyr úr þessu? Er fólk að deyja úr kóvíd sem ekki fellur inn í kategóríuna greind smit? Ef dánartíðnin er einungis bundin við greind smit er þá einhver dánartíðni hjá ógreindum?

Þessir tölfræðilegu loftfimleikar eru mér ógreindum ofviða.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.8.2020 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband