Breyttir tímar í flugrekstri

Það sem blasir við mörgum en mætti blasa við fleirum er að flugrekstur er undirorpinn stanslausum breytingum. Þegar ég var krakki var bara í boði að fljúga sjaldan og það kostaði mikið. Á móti kom að flugfreyjur voru með góð laun og um borð var í boði að drekka og borða eins og á hlaðborði. Einnig fylgdi alltaf með farangursheimild.

Þá datt einhverjum í hug að minnka þjónustuna, rukka fyrir máltíðina um borð og bjóða upp á lægra verð gegn því að sleppa farangursheimildinni. Og hvað gerðist? Jú, neytendur flykktust í þessar flugvélar. Þeir töluðu hátt og skýrt. Önnur flugfélög þurftu einfaldlega að aðlagast.

Samhliða þessu gerðist það að flugfreyjur sem stétt breyttist í samsetningu. Í stað langtímaráðninga komu skammtímaráðningar, flestar yfir hásumarið þegar flestir eru að fljúga á milli. Erlent vinnuafl fór líka að blasa oftar við Íslendingum og öðrum, og tungumál flugrýmisins varð enska. Þetta olli engum sérstökum vandræðum. Ég man eftir unga fólkinu í flugvélum Wow sem var bara í tímabundnu starfi samhliða námi eða yfir sumarið. Samt fengu farþegar sínar öryggisleiðbeiningar og bjór eftir pöntun.

Þetta er þróun sem heldur áfram að kvelja gömlu flugfélögin og mörg hafa raunar farið oft á hausinn en fengið nýtt líf í boði skattgreiðenda. Á meðan halda ný flugfélög áfram að spretta upp - flugfélög sem hlusta á neytendur sem eru fyrir löngu hættir að búast við máltíð um borð og vilja frekar komast ódýrt á áfangastaðinn og eyða peningunum þar en láta þjóna sér í svolítilli flugferð.

Það er í þessum veruleika að Icelandair er nú að reyna skipuleggja framtíð sína. Kannski þýðir það sársaukafullar breytingar fyrir þá sem litu á flugrýmið sem ævilangan vinnustað. En það ganga margar stéttir yfir margar breytingar, og menn annaðhvort aðlagast eða tapa áhuga neytenda og hrökklast í eitthvað annað.

Ég legg til að flugfreyjur á Íslandi hætti að reyna ríghalda í fjarlægja fortíð og byrji í staðinn að líta á starf sitt sem búbót samhliða einhverju öðru, eða árstíðarbundna vinnu. Að þær leggi ekki öll eggin í eina körfu sem getur dottið og rústað öllum framtíðaráformum. Að þær hætti að vera í vörn og leggi þess í stað til sína sýn á framtíð flugrýmisins og hlutverk sitt í því. 


mbl.is „Skein í gegn að fólk er í sárum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslenskar flugfreyjur, flugmenn, flugvirkjar og flugumferðarstjórar hafa góð laun, enda eru þessi störf gríðarlega eftirsótt. cool

En að sjálfsögðu kvarta flestir Íslendingar undan lágum launum, sama hversu há þau eru, og laun í ferðaþjónustunni hér á Íslandi eru hærri en í stóriðjunni hér.

Laun hérlendis og kaupmáttur þeirra hefur hækkað mikið síðastliðin ár vegna stóraukinnar ferðaþjónustu hér. cool

Þar af leiðandi hefur verið innistæða fyrir þessum launahækkunum en hér áður fyrr var oft engin innistæða fyrir þeim, sem leiddi til gengisfellinga og stóraukinnar verðbólgu.

Mörlenskir hægrimenn hafa hins vegar aldrei haft rétt fyrir sér um spár hvað snertir ferðaþjónustuna hér á Íslandi.

Og laun eru yfirleitt ekki hækkuð nema vegna verkfalla eða hótana um verkföll. cool

Þorsteinn Briem, 20.7.2020 kl. 16:06

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í miðju kóvítinu koma nú um tvö þúsund erlendir ferðamenn hingað til Íslands með flugi á degi hverjum en árið 2012 voru þeir um 1.500 á dag og mörlenskir hægrimenn hafa aldrei haft rétt fyrir sér hvað snertir spár um erlenda ferðamenn hér á Íslandi. cool

11.5.2017:

Starfsmönnum álversins í Straumsvík fækkað um eitt hundrað á nokkrum árum í 380

Hjá Norðuráli á Grundartanga unnu um 500 manns í árslok 2009, þar af um 400 félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness, og á vef félagsins er tekið sem dæmi að starfsmaður, sem unnið hefur í sjö ár hjá Norðuráli, hafi fengið 308.994 króna mánaðarlaun í nóvember 2010. cool

12.6.2008:

"Á vefsíðu Fjarðaáls kemur fram að meðallaun framleiðslustarfsmanna eru tæpar 336 þúsund krónur á mánuði, með innifalinni yfirvinnu, vaktaálagi og fleiru." cool

Samkvæmt launakönnun VR, sem gerð var í ársbyrjun 2009 og tæplega ellefu þúsund manns svöruðu, voru heildarmánaðarlaun á hótelum, veitingahúsum og ferðaskrifstofum 362 þúsund krónur, í samgöngum á sjó og landi og flutningaþjónustu 377 þúsund krónur og flugsamgöngum 391 þúsund krónur. cool

(Og í matvæla- og drykkjariðnaði voru heildarmánaðarlaunin 391 þúsund krónur, lyfjaiðnaði 411 þúsund krónur, ýmsum iðnaði og byggingastarfsemi 441 þúsund krónur, byggingavöruverslunum 363 þúsund krónur og stórmörkuðum, matvöruverslunum og söluturnum 352 þúsund krónur.)

Félagssvæði VR nær yfir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Seltjarnarness, Mosfellsbæjar, Álftaness, Kjósarhrepps, Akraness og nágrennis, Húnaþings vestra, alls Austurlands og Vestmannaeyja.

Launakönnun VR 2009 - Grunnlaun, heildarlaun og vinnutími á hótelum, veitingahúsum, ferðaskrifstofum, í samgöngum á sjó og landi, flutningaþjónustu og flugsamgöngum, bls. 23-25

Þorsteinn Briem, 11.2.2015:

Að minnsta kosti 1.600 íslenskir flugmenn, flugfreyjur, flugþjónar, flugvirkjar og flugumferðarstjórar starfa hér í ferðaþjónustunni við innanlandsflugið og millilandaflugið.

Þeirra laun hafa ekki verið tekin hér með í reikninginn og þau hækka að sjálfsögðu meðallaunin töluvert í ferðaþjónustunni.

Rúmlega 600 eru í Félagi atvinnuflugmanna (FÍA), rúmlega sjö hundruð í Félagi flugfreyja. um 200 flugvirkjar vinna hjá Icelandair og Flugfélagi Íslands og um 100 flugumferðarstjórar starfa hér á Íslandi.

Meðallaun flugmanna virðast vera um ein milljón króna á mánuði, samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar 2009 og þar má finna flugfreyjur með 400 og 500 þúsund krónur á mánuði, flugvirkja með 400 og 700 þúsund krónur á mánuði og flugumferðarstjóra með um eina milljón króna á mánuði.

Ræstingafólk vinnur í öllum fyrirtækjum, bæði í þjónustu- og framleiðslufyrirtækjum, álverum sem ferðaþjónustu.

Og á móti þeirra launum koma mun hærri laun flugmanna, flugfreyja, flugþjóna, flugvirkja og flugumferðarstjóra. cool

Þorsteinn Briem, 20.7.2020 kl. 16:09

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er nú ekki nýtt að álverið í Hafnarfirði sé á hvínandi kúpunni. cool

16.9.2015:

Álverið í Straumsvík rekið með tapi frá degi til dags og tapið fer vaxandi segir Rannveig Rist forstjóri

Á fjórða ársfjórðungi 2014 voru 185.700 manns á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaðnum hér á Íslandi, samkvæmt Hagstofu Íslands. cool

Hjá Norðuráli á Grundartanga unnu um 500 manns í árslok 2009, þar af um 400 félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness.

"Störf í ferðaþjónustu og tengdum greinum eins og veitingarekstri eru yfir 22% allra starfa á Íslandi. cool

Sé tekið mið af meðaltali undanfarinna sjö ára gegna konur 54% þessara starfa en karlar 46%."

Ferðaþjónusturit Landsbankans - Mars 2015

Heildarfjöldi erlendra ferðamanna hér á Íslandi árin 2015-2019

Gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum hér á Íslandi eru um ein milljón króna að meðaltali af hverri fjögurra manna fjölskyldu og laun í ferðaþjónustunni hér eru hærri en í stóriðjunni. cool

Útflutningsverðmæti ferðaþjónustunnar rúmlega fimm hundruð milljarðar króna árið 2017 - Um þrefalt meira en útflutningsverðmæti sjávarafurða

Þorsteinn Briem, 20.7.2020 kl. 16:15

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Þorsteinn Briem,

Ég skil ekki af hverju stjórnendur álvera, ferðaþjónustufyrirtækja og flugfélaga hafa þig ekki á launaskrá hjá sér að þylja upp fréttatilvitnanir. Þeir vaða greinilega í villu!

Eftir stendur engu að síður að flugreksturinn er að breytast. Í Þýskalandi hafa bæði flugmenn og flugfreyjur Lufthansa tekið á sig stórar launaskerðingar gegn því að halda vinnunni, svo dæmi sé tekið. Þeir sem neita að breytast þegar aðstæður breytast verða úti.

Geir Ágústsson, 20.7.2020 kl. 16:24

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

16.7.2020 (síðastliðinn fimmtudag):

"Á ár­un­um 2015-2018 töld­ust 752 fyr­ir­tæki vera í örum vexti, mælt í fjölg­un launþega.

Á ár­inu 2018 voru þessi fyr­ir­tæki með yfir 30 þúsund starfs­menn og 938 millj­arða í rekstr­ar­tekj­ur.

Af þeim voru um 10.700 starf­menn hjá fyr­ir­tækj­um sem starfa í ein­kenn­andi grein­um ferðaþjón­ust­unn­ar. cool

Til sam­an­b­urðar voru fyr­ir­tæki í örum vexti inn­an heild- og smá­sölu­versl­un­ar með 5.100 starfs­menn og í bygg­ing­ar­starf­semi og mann­virkja­gerð með 3.900 starfs­menn. Þetta kem­ur fram í töl­um Hag­stof­unn­ar.

Hjá fyr­ir­tækj­um í örum vexti voru fyr­ir­tæki í ein­kenn­andi grein­um ferðaþjón­ustu einnig með mest­ar rekstr­ar­tekj­ur árið 2018 eða rúm­lega 299 millj­arða. cool

Árleg­ur meðal­vöxt­ur þeirra í rekstr­ar­tekj­um yfir vaxt­ar­tíma­bilið 2014-2017 var 18% en lækkaði í 16% yfir vaxt­ar­tíma­bilið 2015-2018.

Hæst­ur ár­leg­ur meðal­vöxt­ur í rekstr­ar­tekj­um yfir vaxt­ar­tíma­bilið 2015-2018 var í bygg­ing­ariðnaði eða tæp 33%."

Þriðjungur starfa í örum vexti voru í ferðaþjónustu

Þorsteinn Briem, 20.7.2020 kl. 16:30

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

18.10.2013:

"Útflutningur vöru og þó einkum þjónustu hefur dregið vagninn frá hruni.

Mestu munar þar um hlut ferðaþjónustunnar, sem hefur vaxið langt umfram væntingar og hvert metið verið slegið á fætur öðru í komu erlendra ferðamanna. cool

Álverð hefur hins vegar lækkað skarpt frá því vorið 2011.

Verðið á tonni af áli var 1.820 dollarar í ágúst síðastliðnum en 2.600 dollarar í apríl 2011 [sem er verðlækkun um 30%]." cool

Þorsteinn Briem, 20.7.2020 kl. 16:42

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

27.9.2015:

"Ef ferðaþjónustan hefði ekki komið til væri hagsveiflan sennilega á enda, þar sem vöruskiptajöfnuður er orðinn neikvæður á nýjan leik. cool

Ferðaþjónustan hefur gegnt algjöru lykilhlutverki í að byggja upp gjaldeyrisforða Seðlabankans." cool

Ásgeir Jónsson hagfræðingur (nú seðlabankastjóri) útskýrir það sem er að gerast í íslenska hagkerfinu

Auknar fjárveitingar ríkisins til Landspítalans, háskólanna og vegagerðar koma frá ferðaþjónustunni. cool

27.11.2014:

Hagvöxturinn byggist á vexti ferðaþjónustunnar

11.5.2017:

Starfsmönnum álversins í Straumsvík fækkað um eitt hundrað á nokkrum árum í 380

7.8.2015:

"Rannveig Rist forstjóri Rio Tinto Alcan sendi starfsmönnum bréf í dag þar sem hún útskýrir afstöðu fyrirtækisins."

"Rannveig segir í bréfinu að  fyrirtækið hafi tapað samtals sjö milljörðum árin 2012 og 2013 og að hagnaður fyrirtækisins hafi aðeins verið 0,3% arðsemi eigin fjár." cool

Þorsteinn Briem, 20.7.2020 kl. 17:03

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Erlendar skuldir hér á Íslandi hafa að nú mestu leyti verið greiddar upp, fyrst og fremst af ferðaþjónustunni, og þaðan kemur einnig gjaldeyrisforði Seðlabanka Íslands að langmestu leyti. cool

Þorsteinn Briem, 12.7.2014:

Eignir útlendinga í íslenskum krónum eru um eitt þúsund milljarðar og ef gjaldeyrishöftin yrðu afnumin í einu vetfangi myndi gengi krónunnar hrynja enn og aftur.

Og skuldir ríkissjóðs Íslands eru um eitt þúsund og fimm hundruð milljarðar króna, um 90% af vergri landsframleiðslu.

22.10.2012:

Eignir útlendinga í íslenskum krónum um eitt þúsund milljarðar

30.9.2013:

Skuldir ríkissjóðs Íslands um eitt þúsund og fimm hundruð milljarðar króna

16.6.2016:

"
Ríkissjóður greiðir upp 62 milljarða skuldir. Erlendar skuldir ríkissjóðs hafa lækkað hratt að undanförnu og nema nú 230 milljörðum króna."

23.7.2016:

"L
ækkun ríkisskulda undanfarin fjögur ár á sér engin fordæmi í hagsögu Íslands, þrátt fyrir að skuldsetning ríkissjóðs sé enn nokkuð há í sögulegu samhengi.

Frá árinu 2011 hafa skuldir ríkissjóðs lækkað um hartnær 500 milljarða króna á verðlagi dagsins í dag, eða úr 86,6% af vergri landsframleiðslu niður í 51%."

14.8.2018:

"H
lutfall hreinna skulda ríkissjóðs af landsframleiðslu er nú 24% en árið 2013 var það 52%."

16.4.2020:

Gjald­eyris­forði Seðlabanka Íslands nú um 950 milljarðar króna

5.7.2016:

Kaupmáttur hér á Íslandi hefur aukist um 30% frá árinu 2010

Gengi íslensku krónunnar hefur nú fallið um 18% gagnvart gengi evrunnar frá síðustu áramótum, fyrst og fremst vegna þess að mun færri erlendir ferðamenn hafa dvalið hér á Íslandi á þessu ári en síðastliðin ár vegna Covid-19.

Verðbólgan hefur hins vegar ekki aukist mikið hér á Íslandi á þessu ári vegna mikils gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands og vegna þess að þeir sem flytja inn og selja hér erlend aðföng og vörur hafa nú getað tekið á sig gengislækkunina að miklu leyti vegna góðæris síðastliðinna ára. cool

Þorsteinn Briem, 20.7.2020 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband