Stjórnmál á mannamáli

Það er alltaf hressandi að heyra ekki-stjórnmálamenn tjá sig um stjórnmál. Þá komast stjórnmálin nær því að vera á mannamáli.

Erpur Eyvindarson er vel lesinn áhugamaður um stjórnmál, og vinstrimaður.

Hann segir í viðtali að það að vera lengst til vinstri sé fyrirkomulag þar sem einstaklingurinn má gera það sem hann vill svo lengi hann skaði ekki aðra, og að allt sé fyrir alla, en um leið að ákveðin ábyrgð hvíli á öllum. Þetta kemur svo fram í hugmyndum um samyrkjubú, þar sem allir vinna saman og deila svo uppskerunni. Enginn einn á eitthvað. Allir eiga allt. Allt fyrir alla.

Þetta hafa sumir kallað fallega hugsun sem gengur svo bara því miður ekki í raunveruleikanum. Aðrir tala um að þetta gæti alveg gengið - menn þurfi bara að fá að prófa. 

Ég segi að þetta sé mannfjandsamleg stefna. Um leið og maður hefur týnt epli af tré er það tekið af honum og skipt upp á milli ræningjanna, sem gefa honum svolitla sneið. Menn hafa prófað þetta, sjáðu til. Og hætt við þegar allur voru orðnir hungurmorða. Menn hafa líka prófað þrælahald sem gengur nokkurn veginn út á sama hlutinn: Að allir vinni en eignist ekkert. Allt fyrir alla, ekkert fyrir neinn.

En ég hef gaman af því að hlusta á Erp Eyvindarson. Hann er greindur maður sem tjáir sig með frískandi hætti. Vonandi selur hann samt ekki hugmyndina um þrælahald til mjög margra. 


mbl.is Erpur: „Banka-aparnir skilja þetta ekki einu sinni sjálfir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á milli Kína og Bandaríkjanna ríkir ógnarjafnvægi, svipað og var á milli Sovétríkjanna og Bandaríkjanna, og harla ólíklegt að Kína og Bandaríkin fari í beint stríð við hvort annað. cool

Kína er hins vegar engan veginn eins og Rússland var eða er núna. Kínverjar framleiða alls kyns vörur í stórum stíl og selja úti um allar heimsins koppagrundir.

Kína er fjölmennasta ríki heimsins og þar búa 1,4 milljarðar manna en í Rússlandi búa um 147 milljónir, færri en búa samanlagt í Frakklandi og Þýskalandi.

Og í evruríkjunum búa um 342 milljónir, fleiri en í Bandaríkjunum, þar sem um 328 milljónir manna búa.

Hversu margir farsímar eru framleiddir í Rússlandi og hversu margir rússneskir bílar eru seldir núna erlendis? cool

"According to a study by Trendforce, Chinese phone makers represented six of the global top ten in smartphones. The brands are: Lenovo, Xiaomi, ZTE, TCL/Alcatel, Huawei and Coolpad."

Rússar hlæja núna að Lödu-kaupum Mörlendinga, sem keyptu rússneska bíla, olíu og stál í skiptum fyrir meðal annars 100 þúsund tunnur af síld og 100 þúsund trefla á ári. cool

Iðnaðarbærinn Akureyri og fjölmörg mörlensk þorp byggðust upp á viðskiptum við Sovétríkin, sem byggðust á fimm ára áætlunum þeirra.

Viðskipti Kína við útlönd byggjast hins vegar fyrst og fremst á kapítalisma, raunverulegu framboði og eftirspurn. cool

Bíða Mörlendingar eftir pökkum frá Rússlandi í stórum stíl?

10.7.2020 (síðastliðinn föstudag):

Fara í gegnum fleiri tonn af varningi frá Kína

Flug margra áratuga gamalla rússneskra "bjarna" (Tupolev Tu-95) alla leið hingað til Íslands er beinlínis hlægilegt. cool


Enginn er raunverulega hræddur við þá nema nafni þeirra, Björn Bjarnason.

Og hversu mörg kínversk herskip og herflugvélar eru hér í Norður-Atlantshafi? cool

En að sjálfsögðu er Björn Bjarnason skíthræddur við Kína og kaupir því ekki kínverskar vörur, enda er landið kommúnistaríki.

Rússland er hins vegar ekki lengur kommúnistaríki.

Kínverjar eiga alls kyns fyrirtæki úti um allar heimsins koppagrundir, banka, veitingahús, verslanir og íbúðir, til að mynda í Búdapest í Ungverjalandi, sem er í Evrópusambandinu.

Og sem hluti af Belti og braut Kínverja verður ný járnbraut lögð á milli Búdapest og Belgrad, höfuðborga Ungverjalands og Serbíu, sem Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, vill að fái aðild að Evrópusambandinu. cool

19.5.2020:

"The Hungarian Parliament on Tuesday passed a law codifying a commitment to the upgrade of the Budapest-Belgrade railway line.

The assembly also backed an agreement between the Hungarian and Chinese governments on implementing and financing the project."

"China is financing 85 percent and Hungary 15 percent of the upgrade, worth a little more than 2 billion US dollars.

The railway line will become part of a corridor for bringing Chinese goods to Europe."

The Hungarian Parliament Passes Law on Budapest-Belgrade Railway Line Upgrade

25.4.2019:


Orbán: One belt, one road initiative in line with interests of Hungary

9.6.2019:


Hvað er Belti og braut?

1.8.2019:


Ætti Ísland að taka þátt í Belti og braut?

Þorsteinn Briem, 17.7.2020 kl. 08:10

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

15.5.2020:

"Trade between Hungary and Serbia reached record volume last year, Viktor Orbán [forsætisráðherra Ungverjalands] said, and freight traffic and commuter traffic is currently flowing across the borders, he said.

Orbán pledged support for Serbian investments in Hungary, and said the construction of the Budapest-Belgrade rail line had reached a phase of acceleration.

"It is obvious that delivering Chinese goods quickly to Europe is one of the key issues of the future," he said. cool

Hungary is a committed supporter of the efforts of Serbia to join the European Union, Orbán said, calling on Brussels to open the accession chapters that Serbia is ready to conclude." cool

"Viktor Mihály Orbán (born 31 May 1963) is a Hungarian politician who has been Prime Minister of Hungary since 2010; he was also Prime Minister from 1998 to 2002.

He has also been President of Fidesz, a national conservative political party, since 1993, with a brief break between 2000 and 2003."

En að sjálfsögðu er Björn Bjarnason meiri íhaldsmaður en Viktor Orbán. cool

Þorsteinn Briem, 17.7.2020 kl. 08:12

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

13.7.2020 (síðastliðinn mánudag):

"Rúm­lega áttatíu auðmenn hafa birt ákall um aukna skatt­heimtu til að mæta þeirri alþjóðlegu fjárþörf sem skap­ast hef­ur vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins." cool

"Hóp­ur­inn er alþjóðleg­ur en flest­ir á list­an­um eru frá Banda­ríkj­un­um."

"Hóp­ur­inn sem kall­ar sig "Millj­óna­mær­ing­ar fyr­ir mann­kyn" (e. Milli­onaires for Humanity), birti nú á dög­un­um opið bréf þar sem rík­is­stjórn­ir heims­ins eru hvatt­ar til að leggja aukn­ar álög­ur á hina of­ur­ríku og legg­ur áherslu á að slík­ar aðgerðir þurfi að ger­ast um­svifa­laust, vera um­fangs­mikl­ar og var­an­leg­ar." cool

"Ólíkt tugum millj­óna manna um heim­ all­an þurf­um við ekki að hafa áhyggj­ur af því að tapa vinn­unni, heim­ili eða get­unni til að halda uppi fjöl­skyld­um okk­ar," seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

Þar er staðhæft að marg­ir of­ur­rík­ir séu mjög af­lögu­fær­ir að leggja til fjár­magn í bar­átt­una. cool

Ekki sé nægi­legt að gefa til góðgerðar­mála, stjórn­mála­menn verði að bera ábyrgð á því að afla fjár og tryggja að því sé dreift á rétt­lát­an hátt."

Vinsamlega skattleggið okkur segir hópur auðmanna

Þorsteinn Briem, 17.7.2020 kl. 08:14

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ríki og sveitarfélög geta að sjálfsögðu átt eignir, ekki einungis fyrirtæki og einstaklingar.

Og öfgahægrikarlarnir eru með Samfylkinguna og borgarstjórann í Reykjavík á heilanum hvað snertir flugvöllinn á Vatnsmýrarsvæðinu. cool

Kosning
um Reykjavíkurflugvöll fór fram og spurt var hvort flugvöllurinn ætti að fara af Vatnsmýrarsvæðinu eftir árið 2016 og eftir því hefur verið unnið og samningar gerðir á milli Reykjavíkurborgar og ríkisins. cool

20.3.2001:

kosningunni, sem var rafræn, var hægt að kjósa á milli þriggja kosta.

Í fyrsta lagi að flugvöllur yrði áfram í Vatnsmýri eftir 2016.

Í öðru lagi að flugvöllur færi úr Vatnsmýri eftir árið 2016 og í þriðja lagi var hægt að skila auðu."

Meirihlutinn vill flugvöllinn burt í kosningum um framtíð Vatnsmýrarsvæðisins og staðsetningu flugvallarins

En öfgahægrikarlarnir halda því fram að ekkert sé að marka kosningarnar í mars 2001 um flugvöllinn á Vatnsmýrarsvæðinu, þar sem þessar kosningar séu ekki nýlegar.

Skipulag á flugvallarsvæðinu er að sjálfsögðu gert til langs tíma en ekki til nokkurra ára og fimm borgarstjórnarkosningar hafa farið fram hér í Reykjavík á þessu tímabili. cool

Meirihluti borgarfulltrúa hefur allan tímann viljað að flugvöllurinn fari af Vatnsmýrarsvæðinu og þetta mál hefur verið eitt af stærstu málunum í öllum þessum borgarstjórnarkosningum. cool

Þar af leiðandi hefur að sjálfsögðu verið kosið um flugvallarmálið í öllum kosningunum.

Undirskriftir á öllu landinu árið 2013 um Reykjavíkurflugvöll voru um 29% af þeim sem voru á kjörskrá í alþingiskosningunum árið 2009 og að sjálfsögðu enn lægra hlutfall ef miðað er við alþingiskosningarnar í apríl 2013.

Og einungis um 20% kosningabærra Reykvíkinga skrifuðu þá undir á lending.is til að mótmæla flutningi flugvallarins, þrátt fyrir allar auglýsingarnar. cool

Öfgahægrikarlarnir hafa reynt að tefja það að flugvöllurinn fari af Vatnsmýrarsvæðinu með löngum málaferlum, sem þeir hafa tapað en vilja að sjálfsögðu ekki sætta sig við það.

Og þá kemur að sjálfsögðu söngur þeirra um að langt sé liðið frá kosningunum um flugvöllinn.

Því meira sem þeir tefji málið því betra að þeirra dómi, því þá sé lengra liðið frá sérstökum kosningum um málið.

Fullyrt hefur til að mynda verið að flugskýli Ernis væri á landi ríkisins við Skerjafjörð.

Í fyrsta lagi keypti Reykjavíkurborg landið við Skerjafjörð af ríkinu og í öðru lagi hefur flugskýli þetta allan tímann verið á landi Reykjavíkurborgar, einnig áður en borgin keypti þetta land af ríkinu, eins og sjá má lengst til hægri á teikningu í þessari frétt:

Ríkið selur Reykjavíkurborg land við Skerjafjörð

Landið undir norður-suður flugbraut Reykjavíkurflugvallar er í eigu Reykjavíkurborgar, bæði sunnan við og norðan við austur-vestur flugbrautina, en landið undir þeirri braut er í eigu ríkisins.

Ein flugbraut hefur hins vegar ekki verið talin nægjanleg á Vatnsmýrarsvæðinu en ríkið getur selt landið til að fjármagna flugvöll í Hvassahrauni.

Í ársbyrjun 2006 var markaðsvirði byggingaréttar á 123 hekturum á Vatnsmýrarsvæðinu 74,5 milljarðar króna án gatnagerðargjalda, rúmlega 600 milljónir króna á hektara, og um 37 þúsund krónum hærra á fermetra en í útjaðri borgarinnar.

Og frá þeim tíma hefur verið 92% verðbólga hér á Íslandi.

"Áætlað er að fullbúinn innanlands- og varaflugvöllur í Hvassahrauni, sem jafnframt þjónaði sem kennslu- og einkaflugvöllur, kosti um 44 milljarða króna en kostnaður við nauðsynlega uppbyggingu í Vatnsmýrinni er um 25 milljarðar króna."

Mismunurinn er því einungis 19 milljarðar króna. cool

Flugvallakostir á suðvesturhorni landsins - Nóvember 2019

Eignarrétturinn er friðhelgur samkvæmt stjórnarskránni og Reykjavíkurborg getur því krafist þess að ríkið afhendi henni það land sem borgin á núna á Vatnsmýrarsvæðinu.

"Eignarréttur er réttur einstaklings, fyrirtækis eða annars lögaðila til að nota hlut, selja eða ráðstafa á annan hátt og meina öðrum að nota hann." cool

28.11.2019:

Samkomulag Reykjavíkurborgar og ríkisins um Hvassahraun

Þorsteinn Briem, 17.7.2020 kl. 08:28

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þjóðlenda er skilgreind í þjóðlendulögum sem "landsvæði utan eignarlanda þó að einstaklingar eða lögaðilar kunni að eiga þar takmörkuð eignarréttindi"

Og lög um þjóðlendur voru samþykkt á Alþingi þegar Davíð Oddsson var forsætisráðherra. cool

"
Fram að gildistöku þjóðlendulaga voru til landsvæði á Íslandi sem enginn eigandi var að. Með lögunum er íslenska ríkið lýst eigandi þessara svæða auk þeirra landsréttinda og hlunninda þar sem aðrir eiga ekki, og þau nefnd þjóðlendur."

Þjóðlendur - Yfirlitskort

Allir íslenskir ríkisborgarar, íslenska þjóðin, á til að mynda allar íslenskar þjóðlendur, öll fiskimiðin hér við Ísland, alla íslenska þjóðvegi og Landsvirkjun. cool

"1. gr. Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. ... Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum."

Lög um stjórn fiskveiða nr. 116/2006

Íslenska ríkið heldur utan um eignir íslensku þjóðarinnar, til að mynda þjóðlendur og Þjóðleikhúsið, og ekki er til ríki án þess að menn búi í ríkinu, frekar en til eru fiskiskip án nokkurra útgerða. cool

Veiðigjald í íslenskum sjávarútvegi er gjald til íslenska ríkisins fyrir að fá að veiða fisk en ekki skattur.

Og fyrir hönd íslensku þjóðarinnar útdeilir sjávarútvegsráðherra aflakvótum ár hvert til íslenskra útgerða.

Alþingishúsið og hús Stjórnarráðsins eru
eign íslensku þjóðarinnar og þingmenn eru kosnir af þjóðinni til að sjá meðal annars um eignir hennar.

Íslenska þjóðin á ríkissjóð Íslands og þjóðin greiðir skatta til að greiða til að mynda kostnaðinn við rekstur Alþingis, Stjórnarráðsins, Þjóðleikhússins, Landspítalans, Landhelgisgæslunnar, þjóðvega og hafna. cool

Þjóðin getur einnig haft tekjur af eignum sínum, til dæmis rekstri tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu með virðisaukaskatti af því sem þar er selt og tekjuskatti fólks sem þar starfar. Og tekjurnar fara meðal annars í að greiða kostnað þjóðarinnar við rekstur hússins.

Fjármálaráðherra sér um rekstur ríkissjóðs fyrir hönd íslensku þjóðarinnar, ráðherrar verða að hafa stuðning meirihluta alþingismanna, sem kosnir eru af íslensku þjóðinni, rétt eins og forseti Íslands. Og íslenska þjóðin þarf einnig að greiða kostnaðinn við rekstur forsetaembættisins.

Íslenska þjóðin á einnig til að mynda Landsvirkjun, ráðherra skipar stjórn Landsvirkjunar fyrir hönd íslensku þjóðarinnar og stjórn hennar ræður forstjórann. Þjóðin á því til dæmis Kárahnjúkavirkjun.

Og íslenska þjóðin á íslenskar þjóðlendur og fiskimið. Íslenskir útgerðarmenn eiga ekki fiskimiðin, sem eru takmörkuð auðlind, og sjávarútvegsráðherra útdeilir aflakvótum til útgerða fyrir hönd íslensku þjóðarinnar ár hvert. Útgerðirnar geta hins vegar selt aflakvótana til annarra útgerða.

Útgerðir greiða veiðigjald til íslensku þjóðarinnar fyrir þau fiskveiðiréttindi, aflakvóta, sem sjávarútvegsráðherra úthlutar þeim fyrir hönd þjóðarinnar og veiðigjaldið fer til að mynda í að greiða kostnaðinn við rekstur hafna og Landhelgisgæslunnar.  cool

18.3.2014:

"Skoðanakönnun Capacent Gallup hefur sýnt fram á  víðtækan stuðning við stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. cool

Um 56% aðspurðra voru því hlynnt, einungis 17,8% andvíg og 26,2% tóku ekki afstöðu.

Hugmyndin átti vísan stuðning meðal kjósenda allra stjórnmálaflokka
, meðal allra aldurshópa og um allt land." cool

Þorsteinn Briem, 17.7.2020 kl. 08:45

6 identicon

Hvernig er með þig Steini Briem, getur þú ekki hafið þitt eigið blogg og deilt út ruglinu þínu þar.  Ég skil ekki hvernig þú Geir Ágústsson, leyfir þessum bullukolli að eyðileggja annars ágæta orðræðu með óskiljanlegum langlokum.

jónas (IP-tala skráð) 17.7.2020 kl. 10:26

7 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

 Ég veit ekki hvernig hann Steini nennir þessu.  Ekki nenni ég að lesa þetta.  Svona textaveggir eru aldrei aðlaðandi efni.

Ásgrímur Hartmannsson, 17.7.2020 kl. 18:40

8 Smámynd: Geir Ágústsson

jónas og Ásgrímur,

Þorsteinn má alveg taka sínar syrpur hérna. Stundum rekst ég á eitthvað sem ég hef ekki séð áður. Oftast ekki. Hann lætur ekki færsluna sem athugasemdin er hengd við takmarka sig - fer úr einu í annað, skylt og óskylt. Maður á að fagna því þegar fólk tjáir sig.

Geir Ágústsson, 20.7.2020 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband