Gamalt vín í nýjum belg

Hönnunarstofa Harðar Lárussonar og Kolofon hefur hannað alveg nýtt útlit fyrir strætó sem seinna mun nýtast borgarlínunni.

Hugmyndin virðist ganga út á að finna upp hjólið upp á nýtt. 

Það er eflaust atvinnuskapandi og gaman fyrir uppfinningamanninn en fyrir þá sem borga brúsann kannski síður.

Í Kaupmannahöfn er hið nýja kerfi nú þegar innleitt. Í borginni er borgarlína en hlutverk hennar er ekki að ýta bílnum inn á færri akreinar heldur að auka enn við úrval almenningssamgangna, samhliða bílaumferð. Strætóar og borgarlína keyra í fráreinar við biðskýli, svo dæmi sé tekið. Bílarnir keyra framhjá á meðan fólk stígur um borð eða frá borði. Allt er rafrænt, aðgengilegt í hinum ýmsu öppum (t.d. Google Maps), sjónrænt og auðskiljanlegt. Borgarlínan í Kaupmannahöfn fólst í að kaupa nokkra risastóra strætisvagna og aðlaga biðskýlin og nokkra vegspotta að því. 

Það er eflaust góð hugmynd að innleiða kerfi stórra strætisvagna sem keyra ört á fjölförnum leiðum og moka fólki inn í styttri strætisvagnaleiðir eftir þörfum, en sú uppfinning er hvorki ný né flókin. Hana má innleiða á morgun með minniháttar framkvæmdum og stofnkostnaði sem felst fyrst og fremst í vagnakaupunum.

Af hverju að láta selja sér annað?


mbl.is Hvenær kemur strætó?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú veist semsagt ekki hvað Borgarlínan er og til hvers hún er og við hvaða tíma og umferð hún er miðuð.

Hvað ætlar Kaupmannahöfn að gera ef þar fjölgar um 30% á næstu árum? Stærri  risastóra strætisvagna?

Vagn (IP-tala skráð) 29.6.2020 kl. 00:04

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Ég veit bara það sem gefið hefur verið út, t.d. (af borgarlinan.is):

"Borgarlína er hraðvagnakerfi á hjólum (BRT) sem ekur á sérrými með forgangi á gatnamótum, þannig eykst áreiðanleiki, hagkvæmni og þjónusta verður betri.

Tíðni ferða verður mikil, stöðvar verða yfirbyggðar, aðlaðandi og þægilegar með góðu aðgengi beint inn í vagnanna."

Sem sagt, lína 5C í Kaupmannahöfn.

Ég hef oft setið í 5C og sé ekki nein vandamál við að farþegum þar fjölgi um 30%, sem er handahófskennd tala að því er virðist.

En Köben er vissulega að þenja út neðanjarðarlestarkerfið með sölu á friðlandi undir íbúabyggð, svo það hangir saman (íbúum fjölgar með byggingum á friðlandi sem selt er til að fjármagna almenningssamgöngur og bílastæðahús til að mæta aukinni umferð).

En í Reykjavík leggja menn á innviðagjöld til að fjármagna endalausa og eilífa hönnunarvinnu, fækka akreinum bíla, fresta framkvæmdum við miðlæg gatnamót til að fækka umferðarljósum, þrengja götur til að leggja hjólastíga, lengja teppur til að peppa fólk upp í strætóa framtíðar og svona má lengi telja.

Klappstýrur borgarstjóra sjá að sjálfsögðu aldrei neitt athugavert við neitt af því sem hann gerir - eða gerir ekki réttara sagt - og ekki við öðru að búast.

Geir Ágústsson, 29.6.2020 kl. 00:28

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meirihluti sveitarstjórnarmanna í öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu hér á Íslandi er sammála um ágæti Borgarlínunnar, sem verður á öllu höfuðborgarsvæðinu en ekki einungis í Reykjavík.

Og Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Vinstri grænir eru í ríkisstjórn sem hefur samþykkt að ráðast í gerð Borgarlínunnar frá Hafnarfirði í Mosfellsbæ. cool

Reykvíkingar eru "einungis" um 56% þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu, frá Hafnarfirði til Kjalarness, en sumir eru greinilega með borgarstjórann í Reykjavík á heilanum, meira að segja þeir sem búa í Danmörku.

Og nú telja þeir nær allt Alþingi og ríkisstjórnina, þar á meðal Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, vera klappstýrur borgarstjóra. cool

En mörlensku öfgahægrikarlarnir vilja helst búa í Evrópusambandsríkjunum, eins og dæmin sanna.

Þorsteinn Briem, 29.6.2020 kl. 08:18

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Þorsteinn,

Lastu færsluna áður en þú skrifaðir athugasemdina? Ég var ekki að setja út á hugmyndina um stóra strætóa sem keyra ört, bara benda á að það er verið að gera einfalt mál að stóru, flóknu, dýru og tímafreku máli. 

Geir Ágústsson, 29.6.2020 kl. 08:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband